„Líklegt“ að borgarar hafi dáið í árásinni í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2017 10:30 Sérsveitarmennirnir voru flutti til Jemen með MV-22 Osprey flugvélum. Ein þeirra brotlenti og var sprengd á staðnum. Vísir/Getty Bandaríkjaher segir að „líklega“ hafi almennir borgarar látið lífið í árás sérsveitarmanna á vígi al-Qaeda í Jemen á sunnudaginn. Mögulegt sé að börn hafi verið þar á meðal. Málið er enn til skoðunar og hernaðaryfirvöld segjast ætla að kanna það í þaula hvort að borgarar hafi dáið í þeim mikla skotbardaga sem átti sér stað. Sérsveitarmenn réðust til atlögu á sunnudaginn með stuðningi þyrlna og dróna, en skömmu eftir lendingu mættu þeir harðri mótspyrnu og einn hermaður lét lífið og þrír særðust. Herinn segir að fjórtán vígamenn hafi verið felldir og þar á meðal þrír háttsettir leiðtogar hryðjuverkasamtakanna. Í fyrstu sagði herinn að engir borgarar hefði dáið. Óstaðfestar heimildir frá Jemen og þá sérstaklega frá al-Qaeda sögðu hins vegar að allt að 30 borgarar hefðu látið lífið í árásinni. Þar á meðal mun átta ára dóttir Anwar al-Awlaki hafa dáið. Al-Awlaki var bandarískur ríkisborgari og mjög hátt settur hjá hryðjuverkasamtökunum þegar hann var felldur í drónaárás árið 2011. Hann var talinn líklegur til að taka við stjórn al-Qaeda af Osama Bin Laden sem hafði verið felldur um sex mánuðum áður. Nokkrum vikum seinna lést sextán ára sonur hans í annarri drónaárás, sem beindist gegn öðrum leiðtoga al-Qaeda.Reuters hefur eftir heimildarmönnum innan hersins að fimmtán konur og börn hefðu mögulega dáið. Talsmaður Pentagon segir hins vegar að einhverjar konur hafi verið vopnaðar og skotið á hermennina.Skæðasti angi hryðjuverkasamtakanna Undanfarin tvö ár hafa uppreisnarmenn Húta háð stríð gegn stjórnvöldum Jemen og hefur al-Qaeda notað óöldina til að styrkja stöðu sína í landinu verulega. Hluti hryðjuverkasamtakanna í Jemen hefur lengi verið kallaður AQAP, eða al-Qaeda in the Arabian Peninsula og er talinn vera skæðasti hluti samtakanna. Meðal árása sem AQAP hefur lýst yfir ábyrgð á er árásin á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015. Ríkisstjórn Barack Obama hafði lengi notast við drónaárásir til að berjast gegn samtökunum og hafa með þeim hætti fellt fjölda leiðtoga AQAP. Þær hafa þó ekki komið í veg fyrir vöxt samtakanna í Jemen. Árásin á sunnudaginn var sú fyrsta sem Donald Trump samþykkti.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir nánast öruggt að til lengri tíma muni AQAP græða á árásinni. Þátttaka bandarískra hermanna og mögulega hár fjöldi borgara sem lét lífið muni geta notast samtökunum til að laða nýja vígamenn til sín og ýta undir hatur á Bandaríkjunum. Vígamenn al-Qaeda hafa á undanförnum dögum birt myndir af dánum börnum og konum sem eiga að hafa dáið í árásinni á samfélagsmiðlum í áróðursskyni.AQAP Declares Latest U.S. Raid in Yemen Only Incites Muslims, Fighters Against America https://t.co/aHLt3HtWuI— SITE Intel Group (@siteintelgroup) January 29, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Bandaríkjaher segir að „líklega“ hafi almennir borgarar látið lífið í árás sérsveitarmanna á vígi al-Qaeda í Jemen á sunnudaginn. Mögulegt sé að börn hafi verið þar á meðal. Málið er enn til skoðunar og hernaðaryfirvöld segjast ætla að kanna það í þaula hvort að borgarar hafi dáið í þeim mikla skotbardaga sem átti sér stað. Sérsveitarmenn réðust til atlögu á sunnudaginn með stuðningi þyrlna og dróna, en skömmu eftir lendingu mættu þeir harðri mótspyrnu og einn hermaður lét lífið og þrír særðust. Herinn segir að fjórtán vígamenn hafi verið felldir og þar á meðal þrír háttsettir leiðtogar hryðjuverkasamtakanna. Í fyrstu sagði herinn að engir borgarar hefði dáið. Óstaðfestar heimildir frá Jemen og þá sérstaklega frá al-Qaeda sögðu hins vegar að allt að 30 borgarar hefðu látið lífið í árásinni. Þar á meðal mun átta ára dóttir Anwar al-Awlaki hafa dáið. Al-Awlaki var bandarískur ríkisborgari og mjög hátt settur hjá hryðjuverkasamtökunum þegar hann var felldur í drónaárás árið 2011. Hann var talinn líklegur til að taka við stjórn al-Qaeda af Osama Bin Laden sem hafði verið felldur um sex mánuðum áður. Nokkrum vikum seinna lést sextán ára sonur hans í annarri drónaárás, sem beindist gegn öðrum leiðtoga al-Qaeda.Reuters hefur eftir heimildarmönnum innan hersins að fimmtán konur og börn hefðu mögulega dáið. Talsmaður Pentagon segir hins vegar að einhverjar konur hafi verið vopnaðar og skotið á hermennina.Skæðasti angi hryðjuverkasamtakanna Undanfarin tvö ár hafa uppreisnarmenn Húta háð stríð gegn stjórnvöldum Jemen og hefur al-Qaeda notað óöldina til að styrkja stöðu sína í landinu verulega. Hluti hryðjuverkasamtakanna í Jemen hefur lengi verið kallaður AQAP, eða al-Qaeda in the Arabian Peninsula og er talinn vera skæðasti hluti samtakanna. Meðal árása sem AQAP hefur lýst yfir ábyrgð á er árásin á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015. Ríkisstjórn Barack Obama hafði lengi notast við drónaárásir til að berjast gegn samtökunum og hafa með þeim hætti fellt fjölda leiðtoga AQAP. Þær hafa þó ekki komið í veg fyrir vöxt samtakanna í Jemen. Árásin á sunnudaginn var sú fyrsta sem Donald Trump samþykkti.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir nánast öruggt að til lengri tíma muni AQAP græða á árásinni. Þátttaka bandarískra hermanna og mögulega hár fjöldi borgara sem lét lífið muni geta notast samtökunum til að laða nýja vígamenn til sín og ýta undir hatur á Bandaríkjunum. Vígamenn al-Qaeda hafa á undanförnum dögum birt myndir af dánum börnum og konum sem eiga að hafa dáið í árásinni á samfélagsmiðlum í áróðursskyni.AQAP Declares Latest U.S. Raid in Yemen Only Incites Muslims, Fighters Against America https://t.co/aHLt3HtWuI— SITE Intel Group (@siteintelgroup) January 29, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54