Mál Birnu Brjánsdóttur vekur heimsathygli Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Síðari blaðamannafundur lögreglunnar. Gunnar Rúnar stendur hér lengst til vinstri og leiðbeinir fjölmiðlafólki. vísir/anton brink Umfjöllun erlendra fjölmiðla um mál Birnu Brjánsdóttur hefur verið mjög mikil og gerði Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fátt annað um tíma en að svara fyrirspurnum frá erlendum fréttamiðlum. Algengasta spurningin sem Gunnar Rúnar fær er hvað hafi komið fram í yfirheyrslum yfir sakborningum. „Þegar þetta mál kom upp og lögreglan hélt fyrri blaðamannafundinn fór ég að finna fyrir auknum áhuga að utan. Aðallega var þetta frá löndunum í kringum okkur. Eftir að síðari blaðamannafundurinn var haldinn þá jókst áhugi erlendra fjölmiðla mjög mikið og nánast alla vikuna eftir fundinn var ég að gera lítið annað en að svara fyrirspurnum að utan.“ Það er nánast sama hvar litið er í fjölmiðlaheiminum, fréttir um málið hafa verið þar til umfjöllunar. Hvort sem það eru stórar fjölmiðlasamsteypur í Bandaríkjunum eða örlitlir netmiðlar. Ekki hefur allt verið rétt sem fréttamiðlarnir hafa sagt og hefur Gunnar Rúnar þurft að leiðrétta fréttir þar sem rangt var farið með. „Umfjöllun þeirra snýst að miklum hluta um hvað Ísland er öruggt. Það er dregið fram að hér sé enginn her, lögreglan gengur ekki um með skotvopn og manndráp eru fátíð,“ segir Gunnar Rúnar sem kveðst ekki muna eftir öðru eins þau tæplega 11 ár sem hann hafi starfað hjá lögreglunni. „Það var töluvert um fyrirspurnir að utan þegar efnahagshrunið varð en ég þekki ekki annað eins og hefur verið í kringum þetta mál. Fréttamiðlarnir á Norðurlöndunum riðu á vaðið en ég er jafnframt að fá fyrirspurnir frá Þýskalandi, Spáni, Bretlandi, Bandaríkjunum og Rússlandi svo dæmi séu tekin.“ Gunnar Rúnar segir margar erlenda fjölmiðlamenn hringja eða senda fyrirspurnir, allt að því á hverjum degi, og vilji helst fá að vita hvað komi fram í yfirheyrslunum. „Það er töluvert spurt um hvenær næsti blaðamannafundur verði og svo eru sumir sem segjast hafa heimildir fyrir þessu og hinu og eru að leita að staðfestingu. Það hefur farið nokkur tími í að benda þeim á að heimildir þeirra eiga ekki við rök að styðjast.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
Umfjöllun erlendra fjölmiðla um mál Birnu Brjánsdóttur hefur verið mjög mikil og gerði Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fátt annað um tíma en að svara fyrirspurnum frá erlendum fréttamiðlum. Algengasta spurningin sem Gunnar Rúnar fær er hvað hafi komið fram í yfirheyrslum yfir sakborningum. „Þegar þetta mál kom upp og lögreglan hélt fyrri blaðamannafundinn fór ég að finna fyrir auknum áhuga að utan. Aðallega var þetta frá löndunum í kringum okkur. Eftir að síðari blaðamannafundurinn var haldinn þá jókst áhugi erlendra fjölmiðla mjög mikið og nánast alla vikuna eftir fundinn var ég að gera lítið annað en að svara fyrirspurnum að utan.“ Það er nánast sama hvar litið er í fjölmiðlaheiminum, fréttir um málið hafa verið þar til umfjöllunar. Hvort sem það eru stórar fjölmiðlasamsteypur í Bandaríkjunum eða örlitlir netmiðlar. Ekki hefur allt verið rétt sem fréttamiðlarnir hafa sagt og hefur Gunnar Rúnar þurft að leiðrétta fréttir þar sem rangt var farið með. „Umfjöllun þeirra snýst að miklum hluta um hvað Ísland er öruggt. Það er dregið fram að hér sé enginn her, lögreglan gengur ekki um með skotvopn og manndráp eru fátíð,“ segir Gunnar Rúnar sem kveðst ekki muna eftir öðru eins þau tæplega 11 ár sem hann hafi starfað hjá lögreglunni. „Það var töluvert um fyrirspurnir að utan þegar efnahagshrunið varð en ég þekki ekki annað eins og hefur verið í kringum þetta mál. Fréttamiðlarnir á Norðurlöndunum riðu á vaðið en ég er jafnframt að fá fyrirspurnir frá Þýskalandi, Spáni, Bretlandi, Bandaríkjunum og Rússlandi svo dæmi séu tekin.“ Gunnar Rúnar segir margar erlenda fjölmiðlamenn hringja eða senda fyrirspurnir, allt að því á hverjum degi, og vilji helst fá að vita hvað komi fram í yfirheyrslunum. „Það er töluvert spurt um hvenær næsti blaðamannafundur verði og svo eru sumir sem segjast hafa heimildir fyrir þessu og hinu og eru að leita að staðfestingu. Það hefur farið nokkur tími í að benda þeim á að heimildir þeirra eiga ekki við rök að styðjast.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira