NBA-tölfræðin þar sem sá minnsti er sá stærsti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 23:30 Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli með liði Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur og þá sérstaklega vegna frammistöðu sinnar í fjórða leikhluta þar sem hann er að gera það sem engum öðrum hefur tekist undanfarin tuttugu ár. Isaiah Thomas er bara 175 sentímetrar á hæð og er því með minnstu leikmönnum NBA-deildarinnar þar sem stærsti hluti leikmanna eru tveir metrar eða hærri. Isaiah Thomas nýtir sér sentímetraleysið og lágan þyngdarpunkt á snilldarhátt og það hraði hans og sprengikraftur hans kemur flestum leikmönnum í vandræði. Isaiah Thomas hefur skorað 29,4 stig að meðaltali í fyrstu 44 leikjum sínum á þessu tímabili sem er mun meira en í fyrra þegar hann skoraði 22,2 stig í leik. Þrátt fyrir að hækka sig um sjö stig í leik þá er hann einnig að gefa fleiri stoðsendingar eða 6,4 í leik á móti 6,2 í fyrra. Tölfræðin sem hefur þó vakið mesta athygli er stigaskor hans í fjórða leikhlutanum, leikhlutanum þar sem úrslitin vanalega ráðast. Isaiah Thomas hefur nefnilega skorað 10,3 stig að meðaltali í leik í lokaleikhlutanum og getur orðið fyrsti maðurinn á síðustu tuttugu árum sem nær að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas hefur fjórum sinnum skorað meira en 20 stig í fjórða leikhluta en enginn leikmaður hefur náð því oftar en einu sinni. Thomas hefur ennfremur níu sinnum skorað fimmtán stig eða meira í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas er með hærri meðalskor í fjórða leikhluta en þegar Kobe Bryant og LeBron James voru upp á sitt besta. Kobe og LeBron voru þekktir fyrir að taka leikina yfir í lokin en þeir náðu þó aldrei að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Reyndar eru tveir leikmenn á þessu tímabili meðal fjögurra efstu því Russell Westbrook er þar í 3. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá hvaða fjórir leikmenn hafa skorað flest stig að meðaltali í fjórða leikhluta á einu tímabili á undanförnum tuttugu árum.Flest stig að meðaltali á einu tímabili í fjórða leikhluta:(Undanfarin tuttugu ár) 1. Isaiah Thomas - 10,3 stig í leik (2016/17) 2. Kobe Bryant - 9,5 (2005/06) 3. Russell Westbrook - 9,4 (2016/17) 4. LeBron James - 9,1 20 Frammistaða Isaiah Thomas í janúar var líka söguleg því hann komst þar í hóp þeirra sem hafa skorað flest stig að meðaltali í leik í einum mánuði. Aðeins Paul Pierce (1 sinni) og Larry Bird (2 sinnum) hafa skorað fleiri stig að meðaltali í einum mánuði en það má sjá topplistann hér fyrir neðan.Isaiah Thomas averaged 32.9 PPG in January, the fourth-most in a month in @celtics history. pic.twitter.com/L8kDmXAXhS— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 31, 2017 NBA Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli með liði Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur og þá sérstaklega vegna frammistöðu sinnar í fjórða leikhluta þar sem hann er að gera það sem engum öðrum hefur tekist undanfarin tuttugu ár. Isaiah Thomas er bara 175 sentímetrar á hæð og er því með minnstu leikmönnum NBA-deildarinnar þar sem stærsti hluti leikmanna eru tveir metrar eða hærri. Isaiah Thomas nýtir sér sentímetraleysið og lágan þyngdarpunkt á snilldarhátt og það hraði hans og sprengikraftur hans kemur flestum leikmönnum í vandræði. Isaiah Thomas hefur skorað 29,4 stig að meðaltali í fyrstu 44 leikjum sínum á þessu tímabili sem er mun meira en í fyrra þegar hann skoraði 22,2 stig í leik. Þrátt fyrir að hækka sig um sjö stig í leik þá er hann einnig að gefa fleiri stoðsendingar eða 6,4 í leik á móti 6,2 í fyrra. Tölfræðin sem hefur þó vakið mesta athygli er stigaskor hans í fjórða leikhlutanum, leikhlutanum þar sem úrslitin vanalega ráðast. Isaiah Thomas hefur nefnilega skorað 10,3 stig að meðaltali í leik í lokaleikhlutanum og getur orðið fyrsti maðurinn á síðustu tuttugu árum sem nær að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas hefur fjórum sinnum skorað meira en 20 stig í fjórða leikhluta en enginn leikmaður hefur náð því oftar en einu sinni. Thomas hefur ennfremur níu sinnum skorað fimmtán stig eða meira í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas er með hærri meðalskor í fjórða leikhluta en þegar Kobe Bryant og LeBron James voru upp á sitt besta. Kobe og LeBron voru þekktir fyrir að taka leikina yfir í lokin en þeir náðu þó aldrei að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Reyndar eru tveir leikmenn á þessu tímabili meðal fjögurra efstu því Russell Westbrook er þar í 3. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá hvaða fjórir leikmenn hafa skorað flest stig að meðaltali í fjórða leikhluta á einu tímabili á undanförnum tuttugu árum.Flest stig að meðaltali á einu tímabili í fjórða leikhluta:(Undanfarin tuttugu ár) 1. Isaiah Thomas - 10,3 stig í leik (2016/17) 2. Kobe Bryant - 9,5 (2005/06) 3. Russell Westbrook - 9,4 (2016/17) 4. LeBron James - 9,1 20 Frammistaða Isaiah Thomas í janúar var líka söguleg því hann komst þar í hóp þeirra sem hafa skorað flest stig að meðaltali í leik í einum mánuði. Aðeins Paul Pierce (1 sinni) og Larry Bird (2 sinnum) hafa skorað fleiri stig að meðaltali í einum mánuði en það má sjá topplistann hér fyrir neðan.Isaiah Thomas averaged 32.9 PPG in January, the fourth-most in a month in @celtics history. pic.twitter.com/L8kDmXAXhS— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 31, 2017
NBA Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira