Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2017 06:00 Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv þegar liðið gerði jafntefli við Hólmar Örn Eyjólfsson og félaga í Maccabi Haifa, 2-2, í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrradag. Það verður seint sagt að þessi mörk Viðars Arnar hafi komið á óvart því síðan í Pepsi-deildinni 2013 þegar hann skaust upp á stjörnuhimininn hefur hann ekki gert neitt annað en að skora. Mörkin hans tvö á mánudaginn voru mörk númer níu og tíu í ísraelsku úrvalsdeildinni en það tók hann aðeins 17 leiki að skora þessi tíu mörk. Hann er nú búinn að skora tíu mörk í fjórum deildum í fjórum löndum; Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Ísrael.Nálægt tíu í fimmta landinu Eftir að skora þrettán mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni fékk Viðar Örn tækifæri í Noregi þar sem hann sannaði sig sem alvöru markaskorari. Hann spilaði aðeins eina leiktíð í norsku úrvalsdeildinni en varð þar markakóngur með 25 mörk í 29 leikjum. Ævinýraþráin greip um sig þegar kínverska liðið Jiangsu Sainty gerði honum tilboð sem hann gat ekki hafnað. Í Kína var Viðar Örn grátlega nálægt því að skora tíu mörk en hann setti níu mörk í 28 leikjum. Þar skoraði Viðar mark á 230 mínútna fresti sem er hans langversti árangur síðan hann byrjaði að raða inn í efstu deild árið 2013. Sé litið á heildarfjölda marka í öllum keppnum má fullyrða að Viðar Örn hafi skorað tíu mörk að lágmarki í fimm löndum en ekki fjórum því Selfyssingurinn bætti við fjórum mörkum fyrir Jiangsu Sainty í kínverska bikarnum sem liðið vann.Tveir erfiðir kaflar Viðar Örn byrjaði ekki vel með Malmö í Svíþjóð og heillaði ekki beint stuðningsmenn í fyrstu leikjunum. En þegar stíflan brast gerði hún það með látum. Viðar skoraði á endanum fjórtán mörk í 19 leikjum fyrir sænska stórliðið þrátt fyrir að spila aðeins hálfa leiktíðina. Hann hafnaði meira að segja í 2.-3. sæti markalistans og hjálpaði Malmö að verða meistari. Líf framherjans getur verið erfitt eins og Viðar Örn fékk aftur að kynnast í Ísrael. Þar gekk hann í gegnum mánuð án þess að skora. Liðið var heldur ekkert að skora og þjálfarinn rekinn en þar sem Viðar var keyptur fyrir metupphæð til Maccabi var skuldinni skellt að stórum hluta á hann. „Það var þvílík pressa á okkur og stuðningsmennirnir voru á móti okkur. Þetta endaði með því að þjálfarinn var rekinn. Fjölmiðlarnir á svæðinu kenndu mér um þetta allt saman. Þetta var nú samt þannig að í þessum leikjum fékk ég varla færi. Þetta var bara í hausnum á okkur en undanfarið hefur þetta lagast og við erum farnir að vinna leiki aftur,“ sagði Viðar í samtali við íþróttadeild á dögunum. Tíunda markið er komið í hús í fjórða landinu og nú er bara að sjá hvort Viðar verði markakóngur í öðru landinu en hann er aðeins einu marki á eftir efsta manni og nóg eftir af deildinni.Viðar tíu marka maður í fjórða (fimmta) landinu á ferlinum:FylkirPepsi-deildin á Íslandi 2013 - 13 mörk í 22 leikjum - 18 mörk í deild og bikar - 1. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 152 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 1 tvenna Engin þrennaVålerengaNorska úrvalsdeildin 2014 - 25 mörk í 29 leikjum - 31 mark í deild og bikar - Markakóngur Skoraði á 104 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 4 tvennur 2 þrennurJiangsu SaintyKínverska deildin 2015 - 9 mörk í 28 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 17. til 20. sæti á markalistanum Skoraði á 230 mínútna fresti Skoraði í 32 prósent leikjanna Engin tvenna Engin þrennaMalmö FFSænska úrvalsdeildin 2016 - 14 mörk í 19 leikjum - 17 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 113 mínútna fresti Skoraði í 47 prósent leikjanna 1 tvenna 2 þrennurMaccabi Tel AvivÍsraelska deildin 2016/17 - 10 mörk í 17 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skorar á 132 mínútna fresti Skorar í 41 prósent leikjanna 3 tvennur Engin þrenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv þegar liðið gerði jafntefli við Hólmar Örn Eyjólfsson og félaga í Maccabi Haifa, 2-2, í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrradag. Það verður seint sagt að þessi mörk Viðars Arnar hafi komið á óvart því síðan í Pepsi-deildinni 2013 þegar hann skaust upp á stjörnuhimininn hefur hann ekki gert neitt annað en að skora. Mörkin hans tvö á mánudaginn voru mörk númer níu og tíu í ísraelsku úrvalsdeildinni en það tók hann aðeins 17 leiki að skora þessi tíu mörk. Hann er nú búinn að skora tíu mörk í fjórum deildum í fjórum löndum; Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Ísrael.Nálægt tíu í fimmta landinu Eftir að skora þrettán mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni fékk Viðar Örn tækifæri í Noregi þar sem hann sannaði sig sem alvöru markaskorari. Hann spilaði aðeins eina leiktíð í norsku úrvalsdeildinni en varð þar markakóngur með 25 mörk í 29 leikjum. Ævinýraþráin greip um sig þegar kínverska liðið Jiangsu Sainty gerði honum tilboð sem hann gat ekki hafnað. Í Kína var Viðar Örn grátlega nálægt því að skora tíu mörk en hann setti níu mörk í 28 leikjum. Þar skoraði Viðar mark á 230 mínútna fresti sem er hans langversti árangur síðan hann byrjaði að raða inn í efstu deild árið 2013. Sé litið á heildarfjölda marka í öllum keppnum má fullyrða að Viðar Örn hafi skorað tíu mörk að lágmarki í fimm löndum en ekki fjórum því Selfyssingurinn bætti við fjórum mörkum fyrir Jiangsu Sainty í kínverska bikarnum sem liðið vann.Tveir erfiðir kaflar Viðar Örn byrjaði ekki vel með Malmö í Svíþjóð og heillaði ekki beint stuðningsmenn í fyrstu leikjunum. En þegar stíflan brast gerði hún það með látum. Viðar skoraði á endanum fjórtán mörk í 19 leikjum fyrir sænska stórliðið þrátt fyrir að spila aðeins hálfa leiktíðina. Hann hafnaði meira að segja í 2.-3. sæti markalistans og hjálpaði Malmö að verða meistari. Líf framherjans getur verið erfitt eins og Viðar Örn fékk aftur að kynnast í Ísrael. Þar gekk hann í gegnum mánuð án þess að skora. Liðið var heldur ekkert að skora og þjálfarinn rekinn en þar sem Viðar var keyptur fyrir metupphæð til Maccabi var skuldinni skellt að stórum hluta á hann. „Það var þvílík pressa á okkur og stuðningsmennirnir voru á móti okkur. Þetta endaði með því að þjálfarinn var rekinn. Fjölmiðlarnir á svæðinu kenndu mér um þetta allt saman. Þetta var nú samt þannig að í þessum leikjum fékk ég varla færi. Þetta var bara í hausnum á okkur en undanfarið hefur þetta lagast og við erum farnir að vinna leiki aftur,“ sagði Viðar í samtali við íþróttadeild á dögunum. Tíunda markið er komið í hús í fjórða landinu og nú er bara að sjá hvort Viðar verði markakóngur í öðru landinu en hann er aðeins einu marki á eftir efsta manni og nóg eftir af deildinni.Viðar tíu marka maður í fjórða (fimmta) landinu á ferlinum:FylkirPepsi-deildin á Íslandi 2013 - 13 mörk í 22 leikjum - 18 mörk í deild og bikar - 1. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 152 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 1 tvenna Engin þrennaVålerengaNorska úrvalsdeildin 2014 - 25 mörk í 29 leikjum - 31 mark í deild og bikar - Markakóngur Skoraði á 104 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 4 tvennur 2 þrennurJiangsu SaintyKínverska deildin 2015 - 9 mörk í 28 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 17. til 20. sæti á markalistanum Skoraði á 230 mínútna fresti Skoraði í 32 prósent leikjanna Engin tvenna Engin þrennaMalmö FFSænska úrvalsdeildin 2016 - 14 mörk í 19 leikjum - 17 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 113 mínútna fresti Skoraði í 47 prósent leikjanna 1 tvenna 2 þrennurMaccabi Tel AvivÍsraelska deildin 2016/17 - 10 mörk í 17 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skorar á 132 mínútna fresti Skorar í 41 prósent leikjanna 3 tvennur Engin þrenna
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira