Heiðarleiki Ólafíu kostaði hana víti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2017 08:16 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var hæstánægð með árangur sinn á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu en hún hafnaði í 30.-39. sæti á mótinu eftir að hafa spilað á tveimur yfir pari vallarins í nótt. Hún lék hringina fjóra samtals á pari. „Ég er mjög ánægð, sérstaklega eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn sem var afar tæpt,“ sagði hún í samtali við Vísi í morgun en síðustu tvo keppnisdagana gerði mikill vindur keppendum erfitt fyrir. „Hann var nokkuð sterkur, vindurinn, og óstöðugur. Hann breyttist oft fyrirvaralaust og þá er afar erfitt að reikna út höggin. Mér gekk mjög vel að slá af teig en þegar kom að því að slá inn á flatirnar var það stundum erfitt að reikna út höggin. Maður átti stundum mjög langt pútt eftir,“ sagði Ólafía. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Eftir að hafa parað fyrstu þrjár holurnar kom ekki annað par fyrr en á tólftu holu. Þess á milli fékk hún þrjá fugla, þrjá skolla og einn skramba. Skrambinn kom á sjöundu holu sem er par þrjú. Hún lenti í sandgryfju og þar fékk hún dæmt á sig víti. „Bönkerinn var illa rakaður sem er afar óvenjulegt. Það var smá ójafna sem ég tók ekki eftir og og snerti ég sandinn í aftursveiflunni. Það má ekki,“ útskýrði hún. Sjá einnig: Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut „En það sá þetta enginn nema ég. Ég gekk því upp að dómaranum og sagði frá þessu. Ég spilaði holuna á pari en heiðarleikinn kostaði mig tvö högg. En það var miklu betra að gera þetta svona enda er ég ekki þannig manneskja sem getur bara haldið áfram. Það hefði allt farið í rugl hjá mér.“ „Ég náði að koma sterk til baka og fékk fugla á næstu tveimur holum á eftir. Ég náði því að bæta fyrir þetta.“ Næstu tvö mót á LPGA-mótaröðinni fara fram í Asíu en Ólafía Þórunn fær ekki keppnisrétt á þeim. Næsta mót hennar verður í Phoenix í Bandaríkjunum um miðjan næsta mánuð. Golf Tengdar fréttir Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband Gleðin var svo sannarlega við völd hjá okkar konu, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa-mótinu á LPGA-mótaröðinni í morgun. 17. febrúar 2017 09:00 Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05 Sjáið höggið magnaða sem tryggði Ólafíu Þórunni áfram í nótt | Myndband Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst áfram með ævintýralegum hætti í gegnum niðurskurðinn á á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt. 17. febrúar 2017 10:45 Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Er komin með 1,3 milljón króna eftir fyrstu tvö mótin sín á LPGA-mótaröðinni. 19. febrúar 2017 07:41 Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var hæstánægð með árangur sinn á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu en hún hafnaði í 30.-39. sæti á mótinu eftir að hafa spilað á tveimur yfir pari vallarins í nótt. Hún lék hringina fjóra samtals á pari. „Ég er mjög ánægð, sérstaklega eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn sem var afar tæpt,“ sagði hún í samtali við Vísi í morgun en síðustu tvo keppnisdagana gerði mikill vindur keppendum erfitt fyrir. „Hann var nokkuð sterkur, vindurinn, og óstöðugur. Hann breyttist oft fyrirvaralaust og þá er afar erfitt að reikna út höggin. Mér gekk mjög vel að slá af teig en þegar kom að því að slá inn á flatirnar var það stundum erfitt að reikna út höggin. Maður átti stundum mjög langt pútt eftir,“ sagði Ólafía. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Eftir að hafa parað fyrstu þrjár holurnar kom ekki annað par fyrr en á tólftu holu. Þess á milli fékk hún þrjá fugla, þrjá skolla og einn skramba. Skrambinn kom á sjöundu holu sem er par þrjú. Hún lenti í sandgryfju og þar fékk hún dæmt á sig víti. „Bönkerinn var illa rakaður sem er afar óvenjulegt. Það var smá ójafna sem ég tók ekki eftir og og snerti ég sandinn í aftursveiflunni. Það má ekki,“ útskýrði hún. Sjá einnig: Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut „En það sá þetta enginn nema ég. Ég gekk því upp að dómaranum og sagði frá þessu. Ég spilaði holuna á pari en heiðarleikinn kostaði mig tvö högg. En það var miklu betra að gera þetta svona enda er ég ekki þannig manneskja sem getur bara haldið áfram. Það hefði allt farið í rugl hjá mér.“ „Ég náði að koma sterk til baka og fékk fugla á næstu tveimur holum á eftir. Ég náði því að bæta fyrir þetta.“ Næstu tvö mót á LPGA-mótaröðinni fara fram í Asíu en Ólafía Þórunn fær ekki keppnisrétt á þeim. Næsta mót hennar verður í Phoenix í Bandaríkjunum um miðjan næsta mánuð.
Golf Tengdar fréttir Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband Gleðin var svo sannarlega við völd hjá okkar konu, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa-mótinu á LPGA-mótaröðinni í morgun. 17. febrúar 2017 09:00 Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05 Sjáið höggið magnaða sem tryggði Ólafíu Þórunni áfram í nótt | Myndband Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst áfram með ævintýralegum hætti í gegnum niðurskurðinn á á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt. 17. febrúar 2017 10:45 Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Er komin með 1,3 milljón króna eftir fyrstu tvö mótin sín á LPGA-mótaröðinni. 19. febrúar 2017 07:41 Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband Gleðin var svo sannarlega við völd hjá okkar konu, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa-mótinu á LPGA-mótaröðinni í morgun. 17. febrúar 2017 09:00
Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05
Sjáið höggið magnaða sem tryggði Ólafíu Þórunni áfram í nótt | Myndband Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst áfram með ævintýralegum hætti í gegnum niðurskurðinn á á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt. 17. febrúar 2017 10:45
Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Er komin með 1,3 milljón króna eftir fyrstu tvö mótin sín á LPGA-mótaröðinni. 19. febrúar 2017 07:41
Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08