Engin grundvallarbreyting Stjórnarmaðurinn skrifar 19. febrúar 2017 11:00 Fjármálaráðuneytið hefur gefið út að stefnt sé að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion. Ætlunin sé hins vegar að selja Landsbankann einungis að hluta, þannig að ríkið haldi eftir 34 til 40% hlut. Eins og við mátti búast hefur þessum fyrirætlunum verið mætt með hefðbundnum upphrópunum um að verið sé að selja fjölskyldudjásnin og leggja fjármálakerfið í hendurnar á spákaupmönnum. Skoðum aðeins hvaða breytingar er verið að leggja til. Hvað varðar Arion banka er ríkið einungis eigandi 13% hlutar og því í sjálfu sér ekki um grundvallarbreytingu að ræða. Væntanlega er hægt að finna fjármunum betri farveg en að vera fastir í áhrifaleysi sem lítill hluthafi í banka. Hvað Landsbankann varðar er ríkið þó vissulega eigandi nánast að fullu. Fyrirætlun um að halda eftir ríflega þriðjungshlut ætti þó að tryggja að ríkið geti haft leiðandi áhrif á reksturinn. Þetta er þekkt blanda ríkis og einkarekstrar sem meðal annars hefur gefið góða raun í Noregi, t.d. hjá norska olíurisanum Statoil. Með því getur ríkið tryggt ákveðna íhaldssemi í rekstrinum á meðan einkaaðilar veita stjórnendum það aðhald sem einungis raunverulegir eigendur gera. Varla getur þetta talist sérlega áhættusækin nálgun. Grundvallarbreytingin felst því í sölunni á Íslandsbanka. Menn geta deilt um hvar á nákvæmlega að draga línuna í þessum efnum, en færa má rök fyrir því að búið sé tiltölulega varfærnislega um hnútana þegar einn bankanna er að stærstum hluta í eigu ríkisins og hinir þurfa að lúta ströngum kröfum um eigið fé og annað sem settar voru í kjölfar hrunsins. Hitt er svo annað að vanda þarf vel til verka þegar kemur að söluferlinu. Við megum ekki við annarri eins katastrófu og hér varð í síðustu einkavæðingarhrinu, þar sem vel valdir flokkshestar fengu bankana allt að því afhenta. Fregnir af áhuga lífeyrissjóðanna á Arion hið minnsta eru ekki sérlega upplyftandi. Lífeyrissjóðirnir eru fjármálamarkaðnum mikilvægir, en það er ekki spennandi tilhugsun að nánast öll skráð félög í landinu og bankarnir í þokkabót verði á þeirra hendi. Uppleggið við söluna á bönkunum er gott. Þeim fjármunum sem safnast er betur varið í greiðslu á skuldum ríkisins. Það er fjármálamarkaðnum hins vegar lífsnauðsyn að þar starfi einstaklingar sem leggja sitt undir og uppskera eftir því. Það gildir um banka eins og annað, og því nauðsynlegt að vandað verði til verka við söluna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beiðnir um samrunaviðræður komi ekki á óvart Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hefur gefið út að stefnt sé að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion. Ætlunin sé hins vegar að selja Landsbankann einungis að hluta, þannig að ríkið haldi eftir 34 til 40% hlut. Eins og við mátti búast hefur þessum fyrirætlunum verið mætt með hefðbundnum upphrópunum um að verið sé að selja fjölskyldudjásnin og leggja fjármálakerfið í hendurnar á spákaupmönnum. Skoðum aðeins hvaða breytingar er verið að leggja til. Hvað varðar Arion banka er ríkið einungis eigandi 13% hlutar og því í sjálfu sér ekki um grundvallarbreytingu að ræða. Væntanlega er hægt að finna fjármunum betri farveg en að vera fastir í áhrifaleysi sem lítill hluthafi í banka. Hvað Landsbankann varðar er ríkið þó vissulega eigandi nánast að fullu. Fyrirætlun um að halda eftir ríflega þriðjungshlut ætti þó að tryggja að ríkið geti haft leiðandi áhrif á reksturinn. Þetta er þekkt blanda ríkis og einkarekstrar sem meðal annars hefur gefið góða raun í Noregi, t.d. hjá norska olíurisanum Statoil. Með því getur ríkið tryggt ákveðna íhaldssemi í rekstrinum á meðan einkaaðilar veita stjórnendum það aðhald sem einungis raunverulegir eigendur gera. Varla getur þetta talist sérlega áhættusækin nálgun. Grundvallarbreytingin felst því í sölunni á Íslandsbanka. Menn geta deilt um hvar á nákvæmlega að draga línuna í þessum efnum, en færa má rök fyrir því að búið sé tiltölulega varfærnislega um hnútana þegar einn bankanna er að stærstum hluta í eigu ríkisins og hinir þurfa að lúta ströngum kröfum um eigið fé og annað sem settar voru í kjölfar hrunsins. Hitt er svo annað að vanda þarf vel til verka þegar kemur að söluferlinu. Við megum ekki við annarri eins katastrófu og hér varð í síðustu einkavæðingarhrinu, þar sem vel valdir flokkshestar fengu bankana allt að því afhenta. Fregnir af áhuga lífeyrissjóðanna á Arion hið minnsta eru ekki sérlega upplyftandi. Lífeyrissjóðirnir eru fjármálamarkaðnum mikilvægir, en það er ekki spennandi tilhugsun að nánast öll skráð félög í landinu og bankarnir í þokkabót verði á þeirra hendi. Uppleggið við söluna á bönkunum er gott. Þeim fjármunum sem safnast er betur varið í greiðslu á skuldum ríkisins. Það er fjármálamarkaðnum hins vegar lífsnauðsyn að þar starfi einstaklingar sem leggja sitt undir og uppskera eftir því. Það gildir um banka eins og annað, og því nauðsynlegt að vandað verði til verka við söluna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beiðnir um samrunaviðræður komi ekki á óvart Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira