Sara: Hataði Conor McGregor en geri það ekki lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 11:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Conor McGregor. Vísir/Samsett Getty og Instagram síða Söru Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar talaði hún meðal annars um það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega á síðustu tveimur heimsleikum í crossfit en í bæði skiptin hefur hún rétt misst af efsta sætinu í lokin. Fyrra árið var hún í frábærri stöðu þegar allt klikkaði sem klikkað gat á lokasprettinum. „Það klikkaði eitthvað í hausnum. Ég eyddi allri orkunni minni í að reyna að klifra upp þennan vegg því ég vildi ná einum. Ég er algjör klaufi og fæ gat á hausinn þegar ég er að gera æfinguna og verð bara pirruð. Svo vissi ég að næsta æfing væri mín æfing,“ sagði Sara en sú æfing voru handstöðu armbeygjur. „Ég fer í þær, klikka á fyrstu, klikka á númer tvö og klikka á númer þrjú. Allt í einu gafst ég bara upp,“ sagði Sara en hvað gerist þegar hún klikkar á æfingu sem hún átti að fara létt með. „Þetta var bara hausinn. Allt í einu hættir þú að trúa að því getir gert hlutinn og ferð bara að brjóta þig niður á meðan þú ert að gera æfinguna,“ sagði Sara og bætti við: „Ég var bara að hugsa á meðan ég var að gera æfinguna: Af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú ferð á. Þetta er alltof stór draumur en skiptir ekki máli því þú ert búin að tapa þessu. Þetta er eitthvað sem ég hef þurft að vinna mjög mikið í,“ sagði Sara.Sjá einnig:Sara: Mig langaði aldrei að verða svona „mössuð“ „Ég er búin að vera hjá íþróttasálfræðing og er búin að vera að gera allskonar æfingar sem er mjög erfitt. Það er ekkert mál að æfa en að æfa andlegu hliðina er miklu erfiðara. Andlega hliðin stjórnar líkamlega þættinum þannig að hún er svona 80 prósent,“ sagði Sara. „Þetta verður ekki vandamál núna í ár,“ lofaði Sara en hún fór líka yfir það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. „Ég er að læra núna en mér finnst mjög erfitt að tapa. Það fylgir því að vinna að kunna að tapa líka,“ sagði Sara í viðtalinu við Eyþór Sæmundsson í þættinum Suðurnesjamagasín á Hringbraut . „Ég hataði Conor McGregor af því að hann var svo hrokafullur. Svo sá ég hann þegar hann tapaði í fyrsta skiptið. Þá kunni ég að meta það hversu góður íþróttamaður hann er og hversu stór sálfræðiparturinn er sem hann notar. Ég er að læra að tapa en stefni alltaf að því að vinna,“ sagði Sara í léttum tón.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar talaði hún meðal annars um það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega á síðustu tveimur heimsleikum í crossfit en í bæði skiptin hefur hún rétt misst af efsta sætinu í lokin. Fyrra árið var hún í frábærri stöðu þegar allt klikkaði sem klikkað gat á lokasprettinum. „Það klikkaði eitthvað í hausnum. Ég eyddi allri orkunni minni í að reyna að klifra upp þennan vegg því ég vildi ná einum. Ég er algjör klaufi og fæ gat á hausinn þegar ég er að gera æfinguna og verð bara pirruð. Svo vissi ég að næsta æfing væri mín æfing,“ sagði Sara en sú æfing voru handstöðu armbeygjur. „Ég fer í þær, klikka á fyrstu, klikka á númer tvö og klikka á númer þrjú. Allt í einu gafst ég bara upp,“ sagði Sara en hvað gerist þegar hún klikkar á æfingu sem hún átti að fara létt með. „Þetta var bara hausinn. Allt í einu hættir þú að trúa að því getir gert hlutinn og ferð bara að brjóta þig niður á meðan þú ert að gera æfinguna,“ sagði Sara og bætti við: „Ég var bara að hugsa á meðan ég var að gera æfinguna: Af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú ferð á. Þetta er alltof stór draumur en skiptir ekki máli því þú ert búin að tapa þessu. Þetta er eitthvað sem ég hef þurft að vinna mjög mikið í,“ sagði Sara.Sjá einnig:Sara: Mig langaði aldrei að verða svona „mössuð“ „Ég er búin að vera hjá íþróttasálfræðing og er búin að vera að gera allskonar æfingar sem er mjög erfitt. Það er ekkert mál að æfa en að æfa andlegu hliðina er miklu erfiðara. Andlega hliðin stjórnar líkamlega þættinum þannig að hún er svona 80 prósent,“ sagði Sara. „Þetta verður ekki vandamál núna í ár,“ lofaði Sara en hún fór líka yfir það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. „Ég er að læra núna en mér finnst mjög erfitt að tapa. Það fylgir því að vinna að kunna að tapa líka,“ sagði Sara í viðtalinu við Eyþór Sæmundsson í þættinum Suðurnesjamagasín á Hringbraut . „Ég hataði Conor McGregor af því að hann var svo hrokafullur. Svo sá ég hann þegar hann tapaði í fyrsta skiptið. Þá kunni ég að meta það hversu góður íþróttamaður hann er og hversu stór sálfræðiparturinn er sem hann notar. Ég er að læra að tapa en stefni alltaf að því að vinna,“ sagði Sara í léttum tón.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi.
Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira