Sara: Hataði Conor McGregor en geri það ekki lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 11:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Conor McGregor. Vísir/Samsett Getty og Instagram síða Söru Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar talaði hún meðal annars um það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega á síðustu tveimur heimsleikum í crossfit en í bæði skiptin hefur hún rétt misst af efsta sætinu í lokin. Fyrra árið var hún í frábærri stöðu þegar allt klikkaði sem klikkað gat á lokasprettinum. „Það klikkaði eitthvað í hausnum. Ég eyddi allri orkunni minni í að reyna að klifra upp þennan vegg því ég vildi ná einum. Ég er algjör klaufi og fæ gat á hausinn þegar ég er að gera æfinguna og verð bara pirruð. Svo vissi ég að næsta æfing væri mín æfing,“ sagði Sara en sú æfing voru handstöðu armbeygjur. „Ég fer í þær, klikka á fyrstu, klikka á númer tvö og klikka á númer þrjú. Allt í einu gafst ég bara upp,“ sagði Sara en hvað gerist þegar hún klikkar á æfingu sem hún átti að fara létt með. „Þetta var bara hausinn. Allt í einu hættir þú að trúa að því getir gert hlutinn og ferð bara að brjóta þig niður á meðan þú ert að gera æfinguna,“ sagði Sara og bætti við: „Ég var bara að hugsa á meðan ég var að gera æfinguna: Af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú ferð á. Þetta er alltof stór draumur en skiptir ekki máli því þú ert búin að tapa þessu. Þetta er eitthvað sem ég hef þurft að vinna mjög mikið í,“ sagði Sara.Sjá einnig:Sara: Mig langaði aldrei að verða svona „mössuð“ „Ég er búin að vera hjá íþróttasálfræðing og er búin að vera að gera allskonar æfingar sem er mjög erfitt. Það er ekkert mál að æfa en að æfa andlegu hliðina er miklu erfiðara. Andlega hliðin stjórnar líkamlega þættinum þannig að hún er svona 80 prósent,“ sagði Sara. „Þetta verður ekki vandamál núna í ár,“ lofaði Sara en hún fór líka yfir það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. „Ég er að læra núna en mér finnst mjög erfitt að tapa. Það fylgir því að vinna að kunna að tapa líka,“ sagði Sara í viðtalinu við Eyþór Sæmundsson í þættinum Suðurnesjamagasín á Hringbraut . „Ég hataði Conor McGregor af því að hann var svo hrokafullur. Svo sá ég hann þegar hann tapaði í fyrsta skiptið. Þá kunni ég að meta það hversu góður íþróttamaður hann er og hversu stór sálfræðiparturinn er sem hann notar. Ég er að læra að tapa en stefni alltaf að því að vinna,“ sagði Sara í léttum tón.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar talaði hún meðal annars um það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega á síðustu tveimur heimsleikum í crossfit en í bæði skiptin hefur hún rétt misst af efsta sætinu í lokin. Fyrra árið var hún í frábærri stöðu þegar allt klikkaði sem klikkað gat á lokasprettinum. „Það klikkaði eitthvað í hausnum. Ég eyddi allri orkunni minni í að reyna að klifra upp þennan vegg því ég vildi ná einum. Ég er algjör klaufi og fæ gat á hausinn þegar ég er að gera æfinguna og verð bara pirruð. Svo vissi ég að næsta æfing væri mín æfing,“ sagði Sara en sú æfing voru handstöðu armbeygjur. „Ég fer í þær, klikka á fyrstu, klikka á númer tvö og klikka á númer þrjú. Allt í einu gafst ég bara upp,“ sagði Sara en hvað gerist þegar hún klikkar á æfingu sem hún átti að fara létt með. „Þetta var bara hausinn. Allt í einu hættir þú að trúa að því getir gert hlutinn og ferð bara að brjóta þig niður á meðan þú ert að gera æfinguna,“ sagði Sara og bætti við: „Ég var bara að hugsa á meðan ég var að gera æfinguna: Af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú ferð á. Þetta er alltof stór draumur en skiptir ekki máli því þú ert búin að tapa þessu. Þetta er eitthvað sem ég hef þurft að vinna mjög mikið í,“ sagði Sara.Sjá einnig:Sara: Mig langaði aldrei að verða svona „mössuð“ „Ég er búin að vera hjá íþróttasálfræðing og er búin að vera að gera allskonar æfingar sem er mjög erfitt. Það er ekkert mál að æfa en að æfa andlegu hliðina er miklu erfiðara. Andlega hliðin stjórnar líkamlega þættinum þannig að hún er svona 80 prósent,“ sagði Sara. „Þetta verður ekki vandamál núna í ár,“ lofaði Sara en hún fór líka yfir það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. „Ég er að læra núna en mér finnst mjög erfitt að tapa. Það fylgir því að vinna að kunna að tapa líka,“ sagði Sara í viðtalinu við Eyþór Sæmundsson í þættinum Suðurnesjamagasín á Hringbraut . „Ég hataði Conor McGregor af því að hann var svo hrokafullur. Svo sá ég hann þegar hann tapaði í fyrsta skiptið. Þá kunni ég að meta það hversu góður íþróttamaður hann er og hversu stór sálfræðiparturinn er sem hann notar. Ég er að læra að tapa en stefni alltaf að því að vinna,“ sagði Sara í léttum tón.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi.
Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira