Bandalagsþjóðir NATO munu leggja meira til bandalagsins Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 21:04 Nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ítrekaði á fundi með varnar- og utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag að bandalagsríkin þyrftu að greiða meira til NATO. Utanríkisráðherra segir framlag Íslands aðallega felast í borgaralegri þjónustu enda sé Ísland eina herlausa landið í NATO. Bandaríski herinn fór frá Keflavíkurflugvelli í lok september árið 2006. Síðan þá hefur ekki verið fastur herafli á Keflavíkurflugvelli. En flugsveitir einstakra bandalagsríkja hafa komið hingað til lands til eftirlits- og æfingaflugs.Jim Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom til síns fyrsta fundar með fulltrúum hinna NATO ríkjanna í höfuðstöðvum bandalagsins í gær og í dag. En töluverðs titrings hefur gætt meðal bandalagsríkjanna frá því Donald Trump lýsti því yfir í kosningabaráttunni að NATO væri úrelt og gaf í skyn að Bandaríkin myndu ef til vill ekki standa við varnarskuldbindingar sínar yrði ráðist á eitt NATO ríkjanna. Mattis staðfesti hins vegar á fundinum að Bandaríkin telji NATO enn vera mikilvægt. „Bandalagið er enn kjölfesta fyrir Bandaríkin og fyrir allar þjóðirnar við Atlantshafið því við erum tengd sterkum böndum. Eins og Trump forseti hefur sagt styður hann NATO af heilum hug,“ sagði Mattis í Brussel í dag. Bandaríkin hafa allt frá stofnun NATO staðið undir langstærstum hluta af kostnaðinum við bandalagið en Trump þrýstir á breytingar á því. „Það er sanngjörn krafa að allir sem njóta góðs af bestu vörnum í heimi beri hlutfallslegan kostnað sinn af að verja frelsið. Við megum aldrei gleyma því að þegar allt kemur til alls er það frelsið sem við verjum hér hjá NATO,“ sagði varnarmálaráðherrann nýi. Guðlaugur Þór Þórðarson sat fundinn fyrir Íslands hönd og segir ekki nýtt að þrýst sé á að bandalagsþjóðirnar greiði meira til NATO en almennt er miðað við að framlögin séu tvö prósent af landsframleiðslu. Utanríkisráðherra segir framlag Íslendinga aðallega felast í borgaralegri þjónustu innan NATO.Þurfum við þá að auka hana með einhverjum hætti eða beinlínis auka einhver fjárframlög til Atlantshafsbandalagsins til að vera á pari við aðrar þjóðir? „Við höfum gert það nú þegar. Gerðum það í síðustu fjárlögum og þurfum eðli málsins samkvæmt að forgangsraða út af mikilvægi þessa málaflokks og þessara breyttu aðstæðna sem komið hafa upp,“ segir Guðlaugur Þór. Það feli hins vegar ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Stóru málin innan NATO séu staðan víða í austur Evrópu og tölvuárásir og þá sé Norður Atlantshafssvæðið mikilvægt.Er Ísland þá að verða mikilvægara en það var á síðasta áratug? „Ísland hefur í rauninni alltaf verið mikilvægt út frá staðsetningu sinni. En það sem menn tala í rauninni um er að öryggissvæði Atlantshafsbandalagsins sé í 360 gráður. Það er allur hringurinn þegar kemur að Evrópu og Norður Ameríku. Þannig að það er í rauninni ekki verið að taka eitt svæði út. En eitt af þeim svæðum sem menn eru að líta til er svæðið í kring um okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Donald Trump Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ítrekaði á fundi með varnar- og utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag að bandalagsríkin þyrftu að greiða meira til NATO. Utanríkisráðherra segir framlag Íslands aðallega felast í borgaralegri þjónustu enda sé Ísland eina herlausa landið í NATO. Bandaríski herinn fór frá Keflavíkurflugvelli í lok september árið 2006. Síðan þá hefur ekki verið fastur herafli á Keflavíkurflugvelli. En flugsveitir einstakra bandalagsríkja hafa komið hingað til lands til eftirlits- og æfingaflugs.Jim Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom til síns fyrsta fundar með fulltrúum hinna NATO ríkjanna í höfuðstöðvum bandalagsins í gær og í dag. En töluverðs titrings hefur gætt meðal bandalagsríkjanna frá því Donald Trump lýsti því yfir í kosningabaráttunni að NATO væri úrelt og gaf í skyn að Bandaríkin myndu ef til vill ekki standa við varnarskuldbindingar sínar yrði ráðist á eitt NATO ríkjanna. Mattis staðfesti hins vegar á fundinum að Bandaríkin telji NATO enn vera mikilvægt. „Bandalagið er enn kjölfesta fyrir Bandaríkin og fyrir allar þjóðirnar við Atlantshafið því við erum tengd sterkum böndum. Eins og Trump forseti hefur sagt styður hann NATO af heilum hug,“ sagði Mattis í Brussel í dag. Bandaríkin hafa allt frá stofnun NATO staðið undir langstærstum hluta af kostnaðinum við bandalagið en Trump þrýstir á breytingar á því. „Það er sanngjörn krafa að allir sem njóta góðs af bestu vörnum í heimi beri hlutfallslegan kostnað sinn af að verja frelsið. Við megum aldrei gleyma því að þegar allt kemur til alls er það frelsið sem við verjum hér hjá NATO,“ sagði varnarmálaráðherrann nýi. Guðlaugur Þór Þórðarson sat fundinn fyrir Íslands hönd og segir ekki nýtt að þrýst sé á að bandalagsþjóðirnar greiði meira til NATO en almennt er miðað við að framlögin séu tvö prósent af landsframleiðslu. Utanríkisráðherra segir framlag Íslendinga aðallega felast í borgaralegri þjónustu innan NATO.Þurfum við þá að auka hana með einhverjum hætti eða beinlínis auka einhver fjárframlög til Atlantshafsbandalagsins til að vera á pari við aðrar þjóðir? „Við höfum gert það nú þegar. Gerðum það í síðustu fjárlögum og þurfum eðli málsins samkvæmt að forgangsraða út af mikilvægi þessa málaflokks og þessara breyttu aðstæðna sem komið hafa upp,“ segir Guðlaugur Þór. Það feli hins vegar ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Stóru málin innan NATO séu staðan víða í austur Evrópu og tölvuárásir og þá sé Norður Atlantshafssvæðið mikilvægt.Er Ísland þá að verða mikilvægara en það var á síðasta áratug? „Ísland hefur í rauninni alltaf verið mikilvægt út frá staðsetningu sinni. En það sem menn tala í rauninni um er að öryggissvæði Atlantshafsbandalagsins sé í 360 gráður. Það er allur hringurinn þegar kemur að Evrópu og Norður Ameríku. Þannig að það er í rauninni ekki verið að taka eitt svæði út. En eitt af þeim svæðum sem menn eru að líta til er svæðið í kring um okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Donald Trump Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu