Trump segir fjölmiðla vera stjórnlausa Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2017 19:15 Donald Trump á blaðamannafundinum í dag. Vísir/AFP Greinilegt er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við umfjöllun fjölmiðla um ríkisstjórn sína og störf hennar. Hann hefur svo sem margsinnis tjáð sig um það á Twitter en hann hélt langan blaðamannafund í dag þar sem hann sagði fjölmiðla vera stjórnlausa. Hann byrjaði fundinn á því að lýsa því yfir að hann hefði tilnefnt Alexander Acosta sem vinnumálaráðherra Bandaríkjanna, en það tók einungis um mínútu. Hann varði mestum hluta fundarins í að skammast yfir umfjöllun fjölmiðla og upplýsingalekum til fjölmiðla. Hann sagðist ætla að skipa dómsmálaráðuneytinu að kanna lekana ítarlega. Trump þvertók fyrir að tengjast yfirvöldum í Rússlandi á nokkurn hátt og sagðist ekki vita til þess að nokkur starfsmaður hans hefði verið í viðræðum við Rússa á meðan á forsetakosningunum stóð.Trump sagðist hafa erft „algjört klúður“ frá ríkisstórn Barack Obama og hét því að laga það allt. Hann talað einnig um dómstóla og hin ýmsu vandamál sem hann telur herja á Bandaríkin. Þar á meðal nefndi hann ólöglega innflytjendur sem fremja glæpi. Nú forsetatilskipun varðandi innflytjendur verðu lögð fram í næstu viku. Fyrri tilskipun hans mun ekki fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti það nú fyrir skömmu. Hann nefndi einnig fíkniefni og sagði Bandaríkin vera að drukkna í fíkniefnum sem væru orðin ódýrari en sælgæti. Snemma á blaðamannafundinum sagði Trump að kjörmanna sigur sinn hafa verið sá stærsti frá því að Ronald Reagan var kosinn forseti árið 1984. Það var ekki rétt þar sem Bill Clinton, og Barack Obama unnu stærri sigur en hann í bæði skiptin sem þeir voru kosnir. George Bush eldri fékk einnig fleiri kjörmenn en Trump árið 1988. Hægt er að sjá lista yfir kosningarnar á vef New York Times. Seinna á fundinum benti blaðamaður Trump á að þetta hefði verið rangt hjá honum.Spurður út í Michael Flynn og afsögn hans sagðist Trump að það hefði verið komið verulega illa fram við hann. Hann sagðist hafa beðið hann um að segja af sér fyrir að afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um símtal sitt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Það hefði verið óásættanlegt. Donald Trump og embættismenn hans vissu þó um nokkurt skeið að Flynn hefði logið að Pence, án þess að grípa til nokkurra aðgerða, né að segja Pence frá því. Þá sagðist hann viss um að Flynn hefði ekki gert neitt rangt af sér. Hann hefði einungis verið að vinna vinnuna sína og hann hefði talað við fólk frá um 30 löndum. Flynn hafði þó ekki tekið við embætti þjóðaröryggisráðherra og samkvæmt lögum í Bandaríkjunum mega almennir borgarar ekki taka beinan þátt í utanríkismálum Bandaríkjanna.Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Forsetinn stígur í pontu eftir rétt tæplega 47 mínútur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Greinilegt er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við umfjöllun fjölmiðla um ríkisstjórn sína og störf hennar. Hann hefur svo sem margsinnis tjáð sig um það á Twitter en hann hélt langan blaðamannafund í dag þar sem hann sagði fjölmiðla vera stjórnlausa. Hann byrjaði fundinn á því að lýsa því yfir að hann hefði tilnefnt Alexander Acosta sem vinnumálaráðherra Bandaríkjanna, en það tók einungis um mínútu. Hann varði mestum hluta fundarins í að skammast yfir umfjöllun fjölmiðla og upplýsingalekum til fjölmiðla. Hann sagðist ætla að skipa dómsmálaráðuneytinu að kanna lekana ítarlega. Trump þvertók fyrir að tengjast yfirvöldum í Rússlandi á nokkurn hátt og sagðist ekki vita til þess að nokkur starfsmaður hans hefði verið í viðræðum við Rússa á meðan á forsetakosningunum stóð.Trump sagðist hafa erft „algjört klúður“ frá ríkisstórn Barack Obama og hét því að laga það allt. Hann talað einnig um dómstóla og hin ýmsu vandamál sem hann telur herja á Bandaríkin. Þar á meðal nefndi hann ólöglega innflytjendur sem fremja glæpi. Nú forsetatilskipun varðandi innflytjendur verðu lögð fram í næstu viku. Fyrri tilskipun hans mun ekki fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti það nú fyrir skömmu. Hann nefndi einnig fíkniefni og sagði Bandaríkin vera að drukkna í fíkniefnum sem væru orðin ódýrari en sælgæti. Snemma á blaðamannafundinum sagði Trump að kjörmanna sigur sinn hafa verið sá stærsti frá því að Ronald Reagan var kosinn forseti árið 1984. Það var ekki rétt þar sem Bill Clinton, og Barack Obama unnu stærri sigur en hann í bæði skiptin sem þeir voru kosnir. George Bush eldri fékk einnig fleiri kjörmenn en Trump árið 1988. Hægt er að sjá lista yfir kosningarnar á vef New York Times. Seinna á fundinum benti blaðamaður Trump á að þetta hefði verið rangt hjá honum.Spurður út í Michael Flynn og afsögn hans sagðist Trump að það hefði verið komið verulega illa fram við hann. Hann sagðist hafa beðið hann um að segja af sér fyrir að afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um símtal sitt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Það hefði verið óásættanlegt. Donald Trump og embættismenn hans vissu þó um nokkurt skeið að Flynn hefði logið að Pence, án þess að grípa til nokkurra aðgerða, né að segja Pence frá því. Þá sagðist hann viss um að Flynn hefði ekki gert neitt rangt af sér. Hann hefði einungis verið að vinna vinnuna sína og hann hefði talað við fólk frá um 30 löndum. Flynn hafði þó ekki tekið við embætti þjóðaröryggisráðherra og samkvæmt lögum í Bandaríkjunum mega almennir borgarar ekki taka beinan þátt í utanríkismálum Bandaríkjanna.Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Forsetinn stígur í pontu eftir rétt tæplega 47 mínútur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira