Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 13:34 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að arðgreiðslur Borgunar til hluthafa staðfesti enn frekar það klúður sem sala Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu hafi verið. Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er greint frá því að stjórn Borgunar muni á aðalfundi félagsins á morgun gera tillögu um að greiddur verði út 4,7 milljarða króna arður til eigenda fyrirtækisins. Þeirra stærstur er Íslandsbanki en Eignarhaldsfélagið Borgun á 29,38 prósent í félaginu. Sá hlutur var áður í eigu Landsbankans sem seldi Eignarhaldsfélaginu hlutinn í lok árs 2014 eins og frægt er orðið. En við sölu bankans var ekki gerður fyrirvari um að bankinn nyti arðs af hagnaði félagsins vegna greiðslna frá Visa Europe og þar með varð bankinn af stórum fjárhæðum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins segir að gangi þessar arðgreiðslur Borgunar eftir nú, muni eignarhaldsfélag Borgunar hafa fengið nánast allt kaupverðið á hlut sínum til baka eða um 2,2 milljarða króna, á tveimur árum. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þetta staðfesta klúður Landsbankans. „Það sýnir það náttúrlega að sala Landsbankans á þessum hlut í Borgun var klúður í upphafi og mjög óeðlileg. Það er rétt og eðlilegt að athuga hvað hver vissi í því dæmi. En það er nú einfaldlega þannig að okkur þingmönnum er haldið fyrir utan þetta eignarhald ríkisins á bönkunum. Þannig að það er bankasýsla (ríkisins) sem á að annast þetta,“ segir Vilhjálmur. En þótt Vilhjálmur segi ekki ætlast til þess að Alþingi hafi afskipti af rekstri banka í ríkiseigu sé ekki hægt að banna honum að hafa skoðun á málinu og hann telji sölu Landsbankans á sínum tíma hafa verið klúður.Er það ekki áhyggjuefni að í stærstu bankastofnun landsins sé viðskiptavitið ekki meira en þetta? „Það er náttúrlega alltaf áhyggjuefni þegar menn hafa ekki viðskiptavit. Hvort heldur í bönkum eða fjölmiðlum.“En þér finnst ástæða til að skoða þetta enn frekar en gert hefur verið? „Já, já þetta mál er í skoðun og það eru málaferli í gangi. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta. Þetta er alveg nóg vegna þess að það er ekki ætlast til þess að þingmenn skipti sér af fjármálastofnunum.“En þetta er klúður í þínum huga? „Þetta er klúður. Það er ekki meira um það að segja. Ég veit ekki hvort þetta er fjármálavit eða hvað. En alla vega eru þetta mismunandi upplýsingar sem menn hafa haft í höndunum og það er kannski ekki fjármálavit heldur ósamhverfar upplýsingar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason. Borgunarmálið Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að arðgreiðslur Borgunar til hluthafa staðfesti enn frekar það klúður sem sala Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu hafi verið. Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er greint frá því að stjórn Borgunar muni á aðalfundi félagsins á morgun gera tillögu um að greiddur verði út 4,7 milljarða króna arður til eigenda fyrirtækisins. Þeirra stærstur er Íslandsbanki en Eignarhaldsfélagið Borgun á 29,38 prósent í félaginu. Sá hlutur var áður í eigu Landsbankans sem seldi Eignarhaldsfélaginu hlutinn í lok árs 2014 eins og frægt er orðið. En við sölu bankans var ekki gerður fyrirvari um að bankinn nyti arðs af hagnaði félagsins vegna greiðslna frá Visa Europe og þar með varð bankinn af stórum fjárhæðum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins segir að gangi þessar arðgreiðslur Borgunar eftir nú, muni eignarhaldsfélag Borgunar hafa fengið nánast allt kaupverðið á hlut sínum til baka eða um 2,2 milljarða króna, á tveimur árum. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þetta staðfesta klúður Landsbankans. „Það sýnir það náttúrlega að sala Landsbankans á þessum hlut í Borgun var klúður í upphafi og mjög óeðlileg. Það er rétt og eðlilegt að athuga hvað hver vissi í því dæmi. En það er nú einfaldlega þannig að okkur þingmönnum er haldið fyrir utan þetta eignarhald ríkisins á bönkunum. Þannig að það er bankasýsla (ríkisins) sem á að annast þetta,“ segir Vilhjálmur. En þótt Vilhjálmur segi ekki ætlast til þess að Alþingi hafi afskipti af rekstri banka í ríkiseigu sé ekki hægt að banna honum að hafa skoðun á málinu og hann telji sölu Landsbankans á sínum tíma hafa verið klúður.Er það ekki áhyggjuefni að í stærstu bankastofnun landsins sé viðskiptavitið ekki meira en þetta? „Það er náttúrlega alltaf áhyggjuefni þegar menn hafa ekki viðskiptavit. Hvort heldur í bönkum eða fjölmiðlum.“En þér finnst ástæða til að skoða þetta enn frekar en gert hefur verið? „Já, já þetta mál er í skoðun og það eru málaferli í gangi. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta. Þetta er alveg nóg vegna þess að það er ekki ætlast til þess að þingmenn skipti sér af fjármálastofnunum.“En þetta er klúður í þínum huga? „Þetta er klúður. Það er ekki meira um það að segja. Ég veit ekki hvort þetta er fjármálavit eða hvað. En alla vega eru þetta mismunandi upplýsingar sem menn hafa haft í höndunum og það er kannski ekki fjármálavit heldur ósamhverfar upplýsingar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason.
Borgunarmálið Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira