Trump sakar fjölmiðla um blint hatur Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. febrúar 2017 07:00 Trump undirritaði lagafrumvarp sem léttir af olíufyrirtækjum þeirri kvöð að þurfa að gera grein fyrir peningum sem þau greiða til erlendra stjórnvalda. vísir/epa Donald Trump Bandaríkjaforseti segir bandarísku leyniþjónustuna leka upplýsingum eins og hún sé að dreifa sælgæti. Það sé raunverulega hneykslið. Þá segir hann fréttir af tengslum sínum og samstarfsmanna sinna við Rússa vera tómt kjaftæði, sem hafi þann eina tilgang að draga athyglina frá öllum þeim mistökum sem Hillary Clinton gerði í kosningabaráttunni. Þetta segir hann á Twitter-síðu sinni í gær, en hann hefur verið býsna iðinn við að nota þann vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þá sakaði hann fjölmiðla um að velta sér upp úr samsæriskenningum. Þeir væru haldnir blindu hatri á sér. Þar tilgreindi hann sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar MSNBC og CNN ásamt stórblöðunum New York Times og Washington Post. Hins vegar væri Fox-sjónvarpsstöðin frábær. Þessi gusa á Twitter virðist vera viðbrögð hans við skrifum New York Times um að starfsfólk á vegum Trumps hafi átt í miklum samskiptum við háttsetta rússneska leyniþjónustumenn meðan kosningabaráttan stóð enn yfir. Blaðið sagðist hafa heimildir fyrir þessu frá bæði lögreglu og leyniþjónustu. Þetta hefði komið í ljós við rannsókn alríkislögreglunnar FBI á því hvort Rússar hefðu brotist inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og lekið þaðan upplýsingum í þeim tilgangi að veikja stöðu Clinton í kosningabaráttunni. Rannsóknin hefði hins vegar ekki enn leitt í ljós að samstarfsmenn Trumps hefðu beinlínis átt í samvinnu við Rússa um þessar netnjósnir. Eitt stærsta áfallið sem hin nýja stjórn Trumps hefur orðið fyrir á fyrstu vikunum var afsögn þjóðaröryggisráðgjafans Michaels Flynn, sem varð uppvís að því að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samtal sitt við sendiherra Rússlands. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa nú tekið undir kröfur um að hefja þurfi ítarlega rannsókn á tengslum Trumps við Rússa. Þá hefur Dan Rather, fréttamaðurinn fyrrverandi, sagt nauðsynlegt að hefja óháða rannsókn á þessum tengslum. Hvorki Bandaríkjastjórn né þjóðþingið njóti lengur trausts til þess að gera slíka rannsókn: „Watergate var stærsta pólitíska hneykslið á minni ævi, þangað til kannski núna,“ sagði Rather á Facebook-síðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir bandarísku leyniþjónustuna leka upplýsingum eins og hún sé að dreifa sælgæti. Það sé raunverulega hneykslið. Þá segir hann fréttir af tengslum sínum og samstarfsmanna sinna við Rússa vera tómt kjaftæði, sem hafi þann eina tilgang að draga athyglina frá öllum þeim mistökum sem Hillary Clinton gerði í kosningabaráttunni. Þetta segir hann á Twitter-síðu sinni í gær, en hann hefur verið býsna iðinn við að nota þann vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þá sakaði hann fjölmiðla um að velta sér upp úr samsæriskenningum. Þeir væru haldnir blindu hatri á sér. Þar tilgreindi hann sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar MSNBC og CNN ásamt stórblöðunum New York Times og Washington Post. Hins vegar væri Fox-sjónvarpsstöðin frábær. Þessi gusa á Twitter virðist vera viðbrögð hans við skrifum New York Times um að starfsfólk á vegum Trumps hafi átt í miklum samskiptum við háttsetta rússneska leyniþjónustumenn meðan kosningabaráttan stóð enn yfir. Blaðið sagðist hafa heimildir fyrir þessu frá bæði lögreglu og leyniþjónustu. Þetta hefði komið í ljós við rannsókn alríkislögreglunnar FBI á því hvort Rússar hefðu brotist inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og lekið þaðan upplýsingum í þeim tilgangi að veikja stöðu Clinton í kosningabaráttunni. Rannsóknin hefði hins vegar ekki enn leitt í ljós að samstarfsmenn Trumps hefðu beinlínis átt í samvinnu við Rússa um þessar netnjósnir. Eitt stærsta áfallið sem hin nýja stjórn Trumps hefur orðið fyrir á fyrstu vikunum var afsögn þjóðaröryggisráðgjafans Michaels Flynn, sem varð uppvís að því að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samtal sitt við sendiherra Rússlands. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa nú tekið undir kröfur um að hefja þurfi ítarlega rannsókn á tengslum Trumps við Rússa. Þá hefur Dan Rather, fréttamaðurinn fyrrverandi, sagt nauðsynlegt að hefja óháða rannsókn á þessum tengslum. Hvorki Bandaríkjastjórn né þjóðþingið njóti lengur trausts til þess að gera slíka rannsókn: „Watergate var stærsta pólitíska hneykslið á minni ævi, þangað til kannski núna,“ sagði Rather á Facebook-síðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira