Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Sveinn Arnarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Vestmannaeyjar eru nokkuð háðar greiðum samgöngum við meginlandið. vísir/pjetur Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir augljóst að verið sé að skerða þjónustu við íbúa. „Við Eyjamenn gerum náttúrulega mjög alvarlegar athugasemdir við þær uppsagnir sem kynntar hafa verið og fela í sér að starfsmönnum ISAVIA við flugvöllin í Eyjum fækkar úr fimm í þrjá,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Það er enda einsýnnt að með ákvörðuninni er ríkið enn og aftur að ráðast að innviðum Vestmannaeyja og í raun landsbyggðarinnar allrar.“ „Við á landsbyggðinni stöndum hreinlega frammi fyrir því að með annarri hendinni flytur ríkið alla þjónustu, jafnvel heilbrigðisþjónustu, til Reykjavíkur og með hinni dregur það úr samgöngum sem torveldar okkur að nota nauðsynlega innviði. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ bætir Elliði við. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ástæður fækkunina vera Landeyjahöfn. Eftir að Landeyjahöfn var opnuð sumarið 2010 hafi fjölda farþega hrunið úr 55 þúsund niður í 26 þúsund. Á árinu 2016 hafi farþegar einungis verið 19 þúsund. „Landeyjahöfn hefur miið að segja um fækkun farþega í flugi til eyja. Með þessum aðgerðum erum við að færa starfsmannafjölda að öðrum flugvöllum með sama farþegafjölda,“ segir Guðni. „Hinsvegar er vilji okkar að fjölga farþegum um völlinn og erum í viðræðum við Vestmannaeyjabæ um mögulegt samstarf þar. Elliði vonar að ákvörðuninni verði snúið við. „Ákvörðunin er mannanna verk og við ætlumst til að þingmenn kjördæmisins með stuðningi annarra þingmanna vindi ofan af þeirri ógn sem í henni er fólgin eigi síðar en strax.“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði ekki heyrt af þessari þjónustuskerðingu og gat því ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira
Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir augljóst að verið sé að skerða þjónustu við íbúa. „Við Eyjamenn gerum náttúrulega mjög alvarlegar athugasemdir við þær uppsagnir sem kynntar hafa verið og fela í sér að starfsmönnum ISAVIA við flugvöllin í Eyjum fækkar úr fimm í þrjá,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Það er enda einsýnnt að með ákvörðuninni er ríkið enn og aftur að ráðast að innviðum Vestmannaeyja og í raun landsbyggðarinnar allrar.“ „Við á landsbyggðinni stöndum hreinlega frammi fyrir því að með annarri hendinni flytur ríkið alla þjónustu, jafnvel heilbrigðisþjónustu, til Reykjavíkur og með hinni dregur það úr samgöngum sem torveldar okkur að nota nauðsynlega innviði. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ bætir Elliði við. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ástæður fækkunina vera Landeyjahöfn. Eftir að Landeyjahöfn var opnuð sumarið 2010 hafi fjölda farþega hrunið úr 55 þúsund niður í 26 þúsund. Á árinu 2016 hafi farþegar einungis verið 19 þúsund. „Landeyjahöfn hefur miið að segja um fækkun farþega í flugi til eyja. Með þessum aðgerðum erum við að færa starfsmannafjölda að öðrum flugvöllum með sama farþegafjölda,“ segir Guðni. „Hinsvegar er vilji okkar að fjölga farþegum um völlinn og erum í viðræðum við Vestmannaeyjabæ um mögulegt samstarf þar. Elliði vonar að ákvörðuninni verði snúið við. „Ákvörðunin er mannanna verk og við ætlumst til að þingmenn kjördæmisins með stuðningi annarra þingmanna vindi ofan af þeirri ógn sem í henni er fólgin eigi síðar en strax.“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði ekki heyrt af þessari þjónustuskerðingu og gat því ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira