Afsögn Flynn ekki endirinn á vandræðunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2017 18:30 Michael Flynn. Vísir/AFP Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafi Donald Trump, vissi að hann þurfti að segja af sér eftir að í ljós kom að hann hafði afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Demókratar kalla eftir ítarlegri rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi. Flynn er sagður hafa rætt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi, áður en Trump tók við embætti.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun hafa bent starfsmönnum Hvíta hússins á ósamræmi á milli frásagna embættismanna af símtölunum og þess sem leyniþjónustur vissu, þar sem minnst eitt símtalið var hlerað. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það reglulega gert varðandi símtöl við erlenda erindreka sem staðsettir eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum fjölmiðla úti bað Donald Trump Flynn um að segja af sér. Kellyanne Conway, einn æðsti ráðgjafi Trump, segir að Flynn hafi áttað sig á því að hann hafi orðið of umdeildur. Í gær sagði hún þó að Trump bæri fullt traust til Flynn. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, segir að Trump hafi vitað af ósamræminu í sögu Flynn frá því í síðasta mánuði. Háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins segja ákvörðun Trump að biðja Flynn um að segja af sér hafa verið rétta.Rússneskir þingmenn koma Flynn til varnar Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur ekki viljað tjá sig um málið og segir það innanríkismál Bandaríkjanna. Það komi Rússum ekki við. Rússneskir þingmenn hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Samkvæmt BBC segir einn þeirra að Flynn hafi verið neyddur til að segja af sér. Ekki vegna mistaka sinna heldur vegna árásargjarnar áætlunar og að Trump verði næsta skotmarkið. Formaður utanríkismálanefndar Rússlands sagði að uppsögn Flynn lýsti ekki einungis ofsóknaræði, heldur einhverju sem væri enn verra. Hann sagði að annað hvort hefði Trump ekki „öðlast nægjanlegt sjálfstæði“ eða hann hefði verið þvingaður út í horn. Annar möguleiki væri að ríkisstjórn Trump væri full af Rússahöturum. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti nú fyrir skömmu að Trump hefði beðið Flynn um að segja af sér."@POTUS was very concerned that General Flynn had misled @VP and others." - @PressSec says President Trump asked Flynn to resign pic.twitter.com/Qt91EWrmBw— Fox News (@FoxNews) February 14, 2017 Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafi Donald Trump, vissi að hann þurfti að segja af sér eftir að í ljós kom að hann hafði afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Demókratar kalla eftir ítarlegri rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi. Flynn er sagður hafa rætt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi, áður en Trump tók við embætti.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun hafa bent starfsmönnum Hvíta hússins á ósamræmi á milli frásagna embættismanna af símtölunum og þess sem leyniþjónustur vissu, þar sem minnst eitt símtalið var hlerað. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það reglulega gert varðandi símtöl við erlenda erindreka sem staðsettir eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum fjölmiðla úti bað Donald Trump Flynn um að segja af sér. Kellyanne Conway, einn æðsti ráðgjafi Trump, segir að Flynn hafi áttað sig á því að hann hafi orðið of umdeildur. Í gær sagði hún þó að Trump bæri fullt traust til Flynn. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, segir að Trump hafi vitað af ósamræminu í sögu Flynn frá því í síðasta mánuði. Háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins segja ákvörðun Trump að biðja Flynn um að segja af sér hafa verið rétta.Rússneskir þingmenn koma Flynn til varnar Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur ekki viljað tjá sig um málið og segir það innanríkismál Bandaríkjanna. Það komi Rússum ekki við. Rússneskir þingmenn hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Samkvæmt BBC segir einn þeirra að Flynn hafi verið neyddur til að segja af sér. Ekki vegna mistaka sinna heldur vegna árásargjarnar áætlunar og að Trump verði næsta skotmarkið. Formaður utanríkismálanefndar Rússlands sagði að uppsögn Flynn lýsti ekki einungis ofsóknaræði, heldur einhverju sem væri enn verra. Hann sagði að annað hvort hefði Trump ekki „öðlast nægjanlegt sjálfstæði“ eða hann hefði verið þvingaður út í horn. Annar möguleiki væri að ríkisstjórn Trump væri full af Rússahöturum. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti nú fyrir skömmu að Trump hefði beðið Flynn um að segja af sér."@POTUS was very concerned that General Flynn had misled @VP and others." - @PressSec says President Trump asked Flynn to resign pic.twitter.com/Qt91EWrmBw— Fox News (@FoxNews) February 14, 2017
Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira