Jókerinn í NBA er ekkert grín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2017 07:45 Nikola Jokic. Vísir/Getty Serbinn Nikola Jokic hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni á fyrstu sex vikum ársins 2017. Jokic hefur fengið fleiri mínútur í fyrstu sautján leikjum Denver Nuggets á árinu 2917 og er að skila frábærum tölum í þeim. Nikola Jokic var með glæsilega þrennu í sigri á Golden State Warriors í nótt, skoraði 17 stig, tók 21 frákast og gaf 12 stoðsendingar. Þetta var hans önnur þrenna á tímabilinu og báðar hafa komið í febrúar. Frá fyrsta degi ársins er hann með 22,7 stig, 11,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali og í leikjunum er hann að hitta úr 59 prósent skota sinna utan af velli og 86 prósent vítanna. Í raun er Nikola Jokic aðeins einn af þremur leikmönnum NBA-deildarinnar sem eru með að minnsta kosti 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali síðan 1. janúar. Hinir eru Russell Westbrook og DeMarcus Cousins. Febrúar hefur verið viðburðarríkur. Hann náði sinni fyrstu þrennu 3. febrúar þegar hann var með 20 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Milwaukee Bucks. Hann skoraði síðan 40 stig á móti New York Knicks í Madison Sqaure Garden og fylgdi því síðan eftir með að skorað 27 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar á útivelli á móti NBA-meisturum Cleveland Cavaliers. Það sem er einna mest spennandi við frammistöðu Nikola Jokic að hann á enn eftir að halda upp á 22 ára afmælið sitt og framtíðin er svo sannarlega hans. Nikola Jokic er 208 sentímetrar á hæð og fæddur í febrúar 1995. Denver Nuggets valdi hann númer 41. í nýliðavalinu 2014 en hann kom ekki til liðsins fyrr en sumarið 2015. Þetta er því annað tímabil hans með Denver. Hann heillar líka marga með því hvernig hann spilar leikinn enda sannur liðsmaður. Þegar hann var sem dæmi spurður hvort honum fyndist skemmtilegra að skora eða gefa stoðsendingu svaraði hann: „Með því að gefa boltann verða tveir ánægðir en aðeins einn þegar ég skora sjálfur,“ sagði Nikola Jokic. NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Serbinn Nikola Jokic hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni á fyrstu sex vikum ársins 2017. Jokic hefur fengið fleiri mínútur í fyrstu sautján leikjum Denver Nuggets á árinu 2917 og er að skila frábærum tölum í þeim. Nikola Jokic var með glæsilega þrennu í sigri á Golden State Warriors í nótt, skoraði 17 stig, tók 21 frákast og gaf 12 stoðsendingar. Þetta var hans önnur þrenna á tímabilinu og báðar hafa komið í febrúar. Frá fyrsta degi ársins er hann með 22,7 stig, 11,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali og í leikjunum er hann að hitta úr 59 prósent skota sinna utan af velli og 86 prósent vítanna. Í raun er Nikola Jokic aðeins einn af þremur leikmönnum NBA-deildarinnar sem eru með að minnsta kosti 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali síðan 1. janúar. Hinir eru Russell Westbrook og DeMarcus Cousins. Febrúar hefur verið viðburðarríkur. Hann náði sinni fyrstu þrennu 3. febrúar þegar hann var með 20 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Milwaukee Bucks. Hann skoraði síðan 40 stig á móti New York Knicks í Madison Sqaure Garden og fylgdi því síðan eftir með að skorað 27 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar á útivelli á móti NBA-meisturum Cleveland Cavaliers. Það sem er einna mest spennandi við frammistöðu Nikola Jokic að hann á enn eftir að halda upp á 22 ára afmælið sitt og framtíðin er svo sannarlega hans. Nikola Jokic er 208 sentímetrar á hæð og fæddur í febrúar 1995. Denver Nuggets valdi hann númer 41. í nýliðavalinu 2014 en hann kom ekki til liðsins fyrr en sumarið 2015. Þetta er því annað tímabil hans með Denver. Hann heillar líka marga með því hvernig hann spilar leikinn enda sannur liðsmaður. Þegar hann var sem dæmi spurður hvort honum fyndist skemmtilegra að skora eða gefa stoðsendingu svaraði hann: „Með því að gefa boltann verða tveir ánægðir en aðeins einn þegar ég skora sjálfur,“ sagði Nikola Jokic.
NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum