„Bæði við og útgerðarmenn verða að hætta þessari djöfulsins þrjósku“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2017 11:13 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Ernir „Það er alltaf ögurstund,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um frétt Morgunblaðsins þar sem talað erum að svo virðist sem að komið sé að ögurstund eftir nær tveggja mánaða verkfall sjómanna. „Það er ekkert meiri ögurstund núna en oft áður. Sumum finnst vera komið nóg og öðrum ekki, þannig er þetta bara,“ segir Valmundur í samtali við Vísi. Hann segir samninganefnd Sjómannasambandsins ætla að hittast í dag þar sem reynt verði að finna nýjar lausnir á kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna sem muni leiða til samninga. „Það er bara verið að reyna að fá menn til að hugsa öðruvísi. Bæði við og útgerðarmenn verða að hætta þessari djöfulsins þrjósku báðu megin, það er það sem við erum að reyna að gera,“ segir Valmundur. Auk fundar samninganefndar Sjómannasambands Íslands munu einnig fjórar aðrar samninganefndir á vegum sjómanna funda í dag og morgun til að reyna að finna lausn á deilunni. Valmundur segir þessi félög tala daglega saman og á von á því að samninganefndirnar muni hittast á næstu dögum til að bera saman bækur sínar. Hann segir þetta langt því frá vera merki um uppgjöf af hálfu sjómanna og jafnframt að þetta sé ekki merki um að sjómenn séu orðnir stressaðir vegna loðnuvertíðarinnar. „Ekki við allavega,“ svarar Valmundur en það stefnir í eina verstu loðnuvertíðina í langan tíma. Loðnukvótinn á þessari vertíð verður aðeins 57 þúsund tonn en hlutur íslensku skipana í honum verður aðeins 11.500 tonn. Í skýrslu þar sem lagt var mat á þjóðhagsleg áhrif verkfallsins kom fram að dragist verkfallið fram á loðnuvertíð geti þjóðarbúið orðið að milljarði króna. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Það er alltaf ögurstund,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um frétt Morgunblaðsins þar sem talað erum að svo virðist sem að komið sé að ögurstund eftir nær tveggja mánaða verkfall sjómanna. „Það er ekkert meiri ögurstund núna en oft áður. Sumum finnst vera komið nóg og öðrum ekki, þannig er þetta bara,“ segir Valmundur í samtali við Vísi. Hann segir samninganefnd Sjómannasambandsins ætla að hittast í dag þar sem reynt verði að finna nýjar lausnir á kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna sem muni leiða til samninga. „Það er bara verið að reyna að fá menn til að hugsa öðruvísi. Bæði við og útgerðarmenn verða að hætta þessari djöfulsins þrjósku báðu megin, það er það sem við erum að reyna að gera,“ segir Valmundur. Auk fundar samninganefndar Sjómannasambands Íslands munu einnig fjórar aðrar samninganefndir á vegum sjómanna funda í dag og morgun til að reyna að finna lausn á deilunni. Valmundur segir þessi félög tala daglega saman og á von á því að samninganefndirnar muni hittast á næstu dögum til að bera saman bækur sínar. Hann segir þetta langt því frá vera merki um uppgjöf af hálfu sjómanna og jafnframt að þetta sé ekki merki um að sjómenn séu orðnir stressaðir vegna loðnuvertíðarinnar. „Ekki við allavega,“ svarar Valmundur en það stefnir í eina verstu loðnuvertíðina í langan tíma. Loðnukvótinn á þessari vertíð verður aðeins 57 þúsund tonn en hlutur íslensku skipana í honum verður aðeins 11.500 tonn. Í skýrslu þar sem lagt var mat á þjóðhagsleg áhrif verkfallsins kom fram að dragist verkfallið fram á loðnuvertíð geti þjóðarbúið orðið að milljarði króna.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00
Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00