Þjóðaröryggisráðgjafi Trump undir pressu 13. febrúar 2017 12:00 Trump og ráðgjafar hans hafa ekki komið Michael Flynn til varnar enn. Vísir/AFP Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, er undir miklum þrýstingi vegna fregna um að hann hafi rætt við rússneskan embættismann áður en Trump var tekin við embætti. Þeir hafi rætt um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Flynn mun hafa afvegaleitt bandaríska ráðamenn, þar á meðal Mike Pence, varaforseta, um símtöl sín við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Washington Post hefur eftir níu heimildarmönnum að Flynn hafi í raun rætt viðskiptaþvinganirnar við Kislyak. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Rannsakendur skoða nú hvað Flynn og sendiherrann ræddu um, samkvæmt New York Times. Þá segir miðillinn frá því að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi tekið upp minnst eitt símtalanna og þær upptökur séu meðal þess sem verið sé að skoða.Lítið um varnir Demókratar kalla eftir því að hætt verði að veita Flynn aðgang að leyniupplýsingum og að tengsl hans við stjórnvöld Rússlands verði rannsökuð ítarlega.Trump og ráðgjafar hans hafa ekki komið Flynn til varnar enn. AP fréttaveitan segir ráðgjafa Trump hafa ítrekað komið sér undan því að svara spurningum um stöðu Flynn innan ríkisstjórnar Trump. Þá mun forsetinn hafa sagt starfsmönnum sínum að hann hafi áhyggjur af stöðunni. Flynn hefur verið duggur stuðningsmaður Trump, en tengsl hans við Rússlands hafa varpað efasemdum á stöðu hans og aðgang að leyniupplýsingum. Yfirvöld í Moskvu hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Talsmaður Vladimir Putin, Dmitry Peskov, sagði í morgun að Kislyak og Flynn hefðu aldrei rætt um þvinganirnar. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að eftirlit sé haft með öllum opinberum samskiptum við nýja ríkisstjórn Trump og viðskiptaþvinganir hafi ekki komið upp í samtölum á milli bandarískra og rússneskra embættismanna. Nafn Flynn er þó hvergi nefnt í fréttinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, er undir miklum þrýstingi vegna fregna um að hann hafi rætt við rússneskan embættismann áður en Trump var tekin við embætti. Þeir hafi rætt um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Flynn mun hafa afvegaleitt bandaríska ráðamenn, þar á meðal Mike Pence, varaforseta, um símtöl sín við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Washington Post hefur eftir níu heimildarmönnum að Flynn hafi í raun rætt viðskiptaþvinganirnar við Kislyak. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Rannsakendur skoða nú hvað Flynn og sendiherrann ræddu um, samkvæmt New York Times. Þá segir miðillinn frá því að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi tekið upp minnst eitt símtalanna og þær upptökur séu meðal þess sem verið sé að skoða.Lítið um varnir Demókratar kalla eftir því að hætt verði að veita Flynn aðgang að leyniupplýsingum og að tengsl hans við stjórnvöld Rússlands verði rannsökuð ítarlega.Trump og ráðgjafar hans hafa ekki komið Flynn til varnar enn. AP fréttaveitan segir ráðgjafa Trump hafa ítrekað komið sér undan því að svara spurningum um stöðu Flynn innan ríkisstjórnar Trump. Þá mun forsetinn hafa sagt starfsmönnum sínum að hann hafi áhyggjur af stöðunni. Flynn hefur verið duggur stuðningsmaður Trump, en tengsl hans við Rússlands hafa varpað efasemdum á stöðu hans og aðgang að leyniupplýsingum. Yfirvöld í Moskvu hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Talsmaður Vladimir Putin, Dmitry Peskov, sagði í morgun að Kislyak og Flynn hefðu aldrei rætt um þvinganirnar. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að eftirlit sé haft með öllum opinberum samskiptum við nýja ríkisstjórn Trump og viðskiptaþvinganir hafi ekki komið upp í samtölum á milli bandarískra og rússneskra embættismanna. Nafn Flynn er þó hvergi nefnt í fréttinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira