Funda á morgun: Búist við að Trudeau fari sér hægt í að gagnrýna Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2017 17:42 Donald Trump og Justin Trudeau. Vísir/EPA Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mun fara í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á mánudag, þar sem hann mun hitta forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Þetta er þeirra fyrsti fundur og ljóst er að mikið er í húfi, en talið er að Trudeau muni þurfa að feta hinn gullna meðalveg, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa fyrir eigin viðhorfum, sem eru allsendis ólík viðhorfum Trump. Annar þeirra er yfirlýstur femínisti, sem talar fyrir frjálsum markaði á milli ríkja og hefur opnað landamæri Kanada fyrir þúsundum sýrlenskra flóttamanna. Hinn er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga, hefur hótað því að rifta NAFTA fríverslunarsamningi Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur sett tímabundið bann við komu flóttamanna til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það hve ólíkir þessir leiðtogar eru, er ljóst að efnahagslegir hagsmunir ríkjanna tveggja eru gríðarlegir, þar sem rúmlega 400 þúsund íbúar ferðast á milli landamæra ríkjanna á degi hverjum. Rúmlega þrír fjórðu af útflutningi Kanada fara til Bandaríkjanna og rúmlega 2,5 milljónir Kanadabúa reiða sig á viðskipti við Bandaríkjamenn. „Það er líkt og við séum í flugvél sem hefur verið rænt og við þurfum að vera eins sanngjörn og mögulegt er við flugræningjann, sem hefur læst sig inni í flugstjórnarklefanum,“ segir John Higginbotham, kennari við Carleton háskólann.Ber ábyrgð á hagsmunum KanadabúaÍ viðtölum við blaðamenn þar sem fundurinn við Trump var ræddur talaði Trudeau um þá ábyrgð sem hann ber í samskiptum við Bandaríkin, en hann lýsti þeirri ábyrgð með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi ber mér skylda til þess að tala þau gildi sem okkur Kanadabúum finnst mikilvæg og eru órjúfanlegur hluti af landinu okkar, en í öðru lagi ber mér skylda til þess að búa til störf og skapa tækifæri fyrir Kanadíska borgara, með áframhaldandi nánu samstarfi beggja vegna landamæranna.“ Trudeau hefur raunar varast að gagnrýna Trump og aðgerðir hans, á opinberum vettvangi, þrátt fyrir að margir þjóðarleiðtogar hafi gert slíkt. Hann hefur þó gripið til Twitter aðgangsins síns til þess að sýna fram á hve ólík stefna ríkisstjórnar hans er, stefnu ríkisstjórnar Trump.Trudeau á ekkert valEins og hefur komið fram er þetta fyrsti fundurinn á milli leiðtoganna tveggja og því ljóst að um er að ræða formlegan fund þar sem einungis verður komið á samskiptum milli þeirra tveggja, en ljóst er þó að Kanadabúar bíða þess að sjá hvað Trump ætlar sér nákvæmlega þegar kemur að NAFTA fríverslunarsamningnum. Talið er að Trudeau muni freista þess að fara milliveginn á fundinum, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa í hárinu á Trump fyrir aðgerðir sínar, samkvæmt Roland Paris, prófessor í háskólanum í Ottawa. „Ég held hann eigi ekkert val. Kanadabúar ætlast til þess að forsætisráðherrann eigi í góðu sambandi við forseta Bandaríkjanna, sama hver er í því embætti, en standi á sama tíma fyrir gildi Kanada.“ Donald Trump Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mun fara í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á mánudag, þar sem hann mun hitta forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Þetta er þeirra fyrsti fundur og ljóst er að mikið er í húfi, en talið er að Trudeau muni þurfa að feta hinn gullna meðalveg, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa fyrir eigin viðhorfum, sem eru allsendis ólík viðhorfum Trump. Annar þeirra er yfirlýstur femínisti, sem talar fyrir frjálsum markaði á milli ríkja og hefur opnað landamæri Kanada fyrir þúsundum sýrlenskra flóttamanna. Hinn er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga, hefur hótað því að rifta NAFTA fríverslunarsamningi Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur sett tímabundið bann við komu flóttamanna til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það hve ólíkir þessir leiðtogar eru, er ljóst að efnahagslegir hagsmunir ríkjanna tveggja eru gríðarlegir, þar sem rúmlega 400 þúsund íbúar ferðast á milli landamæra ríkjanna á degi hverjum. Rúmlega þrír fjórðu af útflutningi Kanada fara til Bandaríkjanna og rúmlega 2,5 milljónir Kanadabúa reiða sig á viðskipti við Bandaríkjamenn. „Það er líkt og við séum í flugvél sem hefur verið rænt og við þurfum að vera eins sanngjörn og mögulegt er við flugræningjann, sem hefur læst sig inni í flugstjórnarklefanum,“ segir John Higginbotham, kennari við Carleton háskólann.Ber ábyrgð á hagsmunum KanadabúaÍ viðtölum við blaðamenn þar sem fundurinn við Trump var ræddur talaði Trudeau um þá ábyrgð sem hann ber í samskiptum við Bandaríkin, en hann lýsti þeirri ábyrgð með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi ber mér skylda til þess að tala þau gildi sem okkur Kanadabúum finnst mikilvæg og eru órjúfanlegur hluti af landinu okkar, en í öðru lagi ber mér skylda til þess að búa til störf og skapa tækifæri fyrir Kanadíska borgara, með áframhaldandi nánu samstarfi beggja vegna landamæranna.“ Trudeau hefur raunar varast að gagnrýna Trump og aðgerðir hans, á opinberum vettvangi, þrátt fyrir að margir þjóðarleiðtogar hafi gert slíkt. Hann hefur þó gripið til Twitter aðgangsins síns til þess að sýna fram á hve ólík stefna ríkisstjórnar hans er, stefnu ríkisstjórnar Trump.Trudeau á ekkert valEins og hefur komið fram er þetta fyrsti fundurinn á milli leiðtoganna tveggja og því ljóst að um er að ræða formlegan fund þar sem einungis verður komið á samskiptum milli þeirra tveggja, en ljóst er þó að Kanadabúar bíða þess að sjá hvað Trump ætlar sér nákvæmlega þegar kemur að NAFTA fríverslunarsamningnum. Talið er að Trudeau muni freista þess að fara milliveginn á fundinum, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa í hárinu á Trump fyrir aðgerðir sínar, samkvæmt Roland Paris, prófessor í háskólanum í Ottawa. „Ég held hann eigi ekkert val. Kanadabúar ætlast til þess að forsætisráðherrann eigi í góðu sambandi við forseta Bandaríkjanna, sama hver er í því embætti, en standi á sama tíma fyrir gildi Kanada.“
Donald Trump Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira