Funda á morgun: Búist við að Trudeau fari sér hægt í að gagnrýna Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2017 17:42 Donald Trump og Justin Trudeau. Vísir/EPA Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mun fara í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á mánudag, þar sem hann mun hitta forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Þetta er þeirra fyrsti fundur og ljóst er að mikið er í húfi, en talið er að Trudeau muni þurfa að feta hinn gullna meðalveg, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa fyrir eigin viðhorfum, sem eru allsendis ólík viðhorfum Trump. Annar þeirra er yfirlýstur femínisti, sem talar fyrir frjálsum markaði á milli ríkja og hefur opnað landamæri Kanada fyrir þúsundum sýrlenskra flóttamanna. Hinn er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga, hefur hótað því að rifta NAFTA fríverslunarsamningi Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur sett tímabundið bann við komu flóttamanna til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það hve ólíkir þessir leiðtogar eru, er ljóst að efnahagslegir hagsmunir ríkjanna tveggja eru gríðarlegir, þar sem rúmlega 400 þúsund íbúar ferðast á milli landamæra ríkjanna á degi hverjum. Rúmlega þrír fjórðu af útflutningi Kanada fara til Bandaríkjanna og rúmlega 2,5 milljónir Kanadabúa reiða sig á viðskipti við Bandaríkjamenn. „Það er líkt og við séum í flugvél sem hefur verið rænt og við þurfum að vera eins sanngjörn og mögulegt er við flugræningjann, sem hefur læst sig inni í flugstjórnarklefanum,“ segir John Higginbotham, kennari við Carleton háskólann.Ber ábyrgð á hagsmunum KanadabúaÍ viðtölum við blaðamenn þar sem fundurinn við Trump var ræddur talaði Trudeau um þá ábyrgð sem hann ber í samskiptum við Bandaríkin, en hann lýsti þeirri ábyrgð með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi ber mér skylda til þess að tala þau gildi sem okkur Kanadabúum finnst mikilvæg og eru órjúfanlegur hluti af landinu okkar, en í öðru lagi ber mér skylda til þess að búa til störf og skapa tækifæri fyrir Kanadíska borgara, með áframhaldandi nánu samstarfi beggja vegna landamæranna.“ Trudeau hefur raunar varast að gagnrýna Trump og aðgerðir hans, á opinberum vettvangi, þrátt fyrir að margir þjóðarleiðtogar hafi gert slíkt. Hann hefur þó gripið til Twitter aðgangsins síns til þess að sýna fram á hve ólík stefna ríkisstjórnar hans er, stefnu ríkisstjórnar Trump.Trudeau á ekkert valEins og hefur komið fram er þetta fyrsti fundurinn á milli leiðtoganna tveggja og því ljóst að um er að ræða formlegan fund þar sem einungis verður komið á samskiptum milli þeirra tveggja, en ljóst er þó að Kanadabúar bíða þess að sjá hvað Trump ætlar sér nákvæmlega þegar kemur að NAFTA fríverslunarsamningnum. Talið er að Trudeau muni freista þess að fara milliveginn á fundinum, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa í hárinu á Trump fyrir aðgerðir sínar, samkvæmt Roland Paris, prófessor í háskólanum í Ottawa. „Ég held hann eigi ekkert val. Kanadabúar ætlast til þess að forsætisráðherrann eigi í góðu sambandi við forseta Bandaríkjanna, sama hver er í því embætti, en standi á sama tíma fyrir gildi Kanada.“ Donald Trump Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mun fara í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á mánudag, þar sem hann mun hitta forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Þetta er þeirra fyrsti fundur og ljóst er að mikið er í húfi, en talið er að Trudeau muni þurfa að feta hinn gullna meðalveg, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa fyrir eigin viðhorfum, sem eru allsendis ólík viðhorfum Trump. Annar þeirra er yfirlýstur femínisti, sem talar fyrir frjálsum markaði á milli ríkja og hefur opnað landamæri Kanada fyrir þúsundum sýrlenskra flóttamanna. Hinn er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga, hefur hótað því að rifta NAFTA fríverslunarsamningi Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur sett tímabundið bann við komu flóttamanna til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það hve ólíkir þessir leiðtogar eru, er ljóst að efnahagslegir hagsmunir ríkjanna tveggja eru gríðarlegir, þar sem rúmlega 400 þúsund íbúar ferðast á milli landamæra ríkjanna á degi hverjum. Rúmlega þrír fjórðu af útflutningi Kanada fara til Bandaríkjanna og rúmlega 2,5 milljónir Kanadabúa reiða sig á viðskipti við Bandaríkjamenn. „Það er líkt og við séum í flugvél sem hefur verið rænt og við þurfum að vera eins sanngjörn og mögulegt er við flugræningjann, sem hefur læst sig inni í flugstjórnarklefanum,“ segir John Higginbotham, kennari við Carleton háskólann.Ber ábyrgð á hagsmunum KanadabúaÍ viðtölum við blaðamenn þar sem fundurinn við Trump var ræddur talaði Trudeau um þá ábyrgð sem hann ber í samskiptum við Bandaríkin, en hann lýsti þeirri ábyrgð með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi ber mér skylda til þess að tala þau gildi sem okkur Kanadabúum finnst mikilvæg og eru órjúfanlegur hluti af landinu okkar, en í öðru lagi ber mér skylda til þess að búa til störf og skapa tækifæri fyrir Kanadíska borgara, með áframhaldandi nánu samstarfi beggja vegna landamæranna.“ Trudeau hefur raunar varast að gagnrýna Trump og aðgerðir hans, á opinberum vettvangi, þrátt fyrir að margir þjóðarleiðtogar hafi gert slíkt. Hann hefur þó gripið til Twitter aðgangsins síns til þess að sýna fram á hve ólík stefna ríkisstjórnar hans er, stefnu ríkisstjórnar Trump.Trudeau á ekkert valEins og hefur komið fram er þetta fyrsti fundurinn á milli leiðtoganna tveggja og því ljóst að um er að ræða formlegan fund þar sem einungis verður komið á samskiptum milli þeirra tveggja, en ljóst er þó að Kanadabúar bíða þess að sjá hvað Trump ætlar sér nákvæmlega þegar kemur að NAFTA fríverslunarsamningnum. Talið er að Trudeau muni freista þess að fara milliveginn á fundinum, á milli þess að varðveita efnahagslega hagsmuni Kanada og að standa í hárinu á Trump fyrir aðgerðir sínar, samkvæmt Roland Paris, prófessor í háskólanum í Ottawa. „Ég held hann eigi ekkert val. Kanadabúar ætlast til þess að forsætisráðherrann eigi í góðu sambandi við forseta Bandaríkjanna, sama hver er í því embætti, en standi á sama tíma fyrir gildi Kanada.“
Donald Trump Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira