Körfubolti

Manuel: Þarf að bera jafn mikla virðingu fyrir mínu liði eins og öðrum

Anton Ingi Leifsson í Laugardalshöll skrifar
Manuel á hliðarlínunni í dag.
Manuel á hliðarlínunni í dag. visir/andri marinó
„Mér líður ekki vel því við töpuðum, en ég er ánægður með spilamennskuna,” sagði Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, í leikslok eftir tapið gegn Keflavík í úrslitaleik Malt-bikarsins.

„Við erum að spila í úrslitum, en við megum ekki gleyma því að fyrir ári síðan var liðið að spila í fyrstu deildinni. Núna erum við í úrslitum og til hamingju Keflavík, en ég er mjög ánægður með mínar stelpur.”

Skallagrímur byrjaði mjög illa, en náði sér síðan vel á strik eftir fyrstu mínúturnar. Manuel tekur undir það með blaðamanni að spennustigið hafi líklega spilað örlítið inn í.

„Fyrstu mínúturnar var meira stress í mínum stelpum því þetta er úrslitaleikur, en þegar það leið á leikinn þá fannst mér liðið vaxa og spilaði vel. Við töpuðum með tveimur stigum, en mér fannst þetta villa í síðustu sókninni.”

Manuel virtist ekki sérstaklega ánægður með dómara leiksins og þá sérstaklega að hafa ekki fengið villu í lokasókninni.

„Mér fannst öðruvísi áherslur í þessum leik, en síðasta hjá mínum stelpum. Skallagrímur fékk á sig 19 villur, en Keflavík einungis 11. Við fengum aldrei bónus og ég held að það þurfi að bera jafn mikla virðingu fyrir mínu liði eins og öðrum.”

„Ég er þó mjög ánægður með mínar stelpur og ég verð að þakka áhorfendum fyrir þennan frábæra stuðning úr stúkunni í dag. Þetta var frábært,” sagði Manuel í lokin, en tilfininngar hans voru skiljanlega blendnar.


Tengdar fréttir

Sverrir: Mig vantaði þennan

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var gífurlega ánægður í samtali við Vísi eftir að hans stúlkur urðu bikarmeistarar eftir þriggja stiga sigur á Skallagrím í úrslitaleiknum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×