Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 19:30 Barnsfaðir Írisar fær ekki leyfi til að koma til Íslands en hann er frá Sri Lanka sem er utan Schengen-svæðisins. Vísir/skjáskot Manni frá Sri Lanka er meinað að koma til Íslands að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu, því hann fær ekki vegabréfsáritun. Maðurinn, sem starfar í banka í London og hefur verið búsettur þar síðastliðin ár, hefur fengið þau svör að hætta sé á að hann setjist að á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá ungri konu frá Sri Lanka sem fær ekki að heimsækja íslenska systur sína á Íslandi. Norska sendiráðið í Sri Lanka sér um málefni Íslands og veitir henni ekki vegabréfsáritun því hún er talin of líkleg til að ílengjast á Íslandi. Íris Eva Gísladóttir hefur svipaða sögu að segja. Hún kynntist barnsföður sínum, sem er frá Sri Lanka, í London og þau eignuðust hana Evu saman. Leiðir skildu og mæðgurnar búa nú á Íslandi. En maðurinn hefur aldrei getað heimsótt dóttur sína. „Fyrst þegar hann sækir um að koma til Ísland þá var hún nokkurra mánaða. Hann fær neitun þrátt fyrir að vera skráður barnsfaðir minn. Ég skrifaði bréf þar sem ég sagði ástæðu heimsóknarinnar vera að hitta dóttur sína svo ég þyrfti ekki að ferðast um langan veg með pínulítið barn.“ Barnsfaðir Írisar skilaði gögnum sem sýndu fram á að hann væri vel stæður og í fastri vinnu í London. En hann var talinn of líklegur til að setjast að á Íslandi, enda ógiftur og eignalaus í Sri Lanka. „Samt sem áður getur hann vel sýnt fram á að hann verði aldrei baggi á íslensku samfélagi. Hann er yfirmaður HSBC alþjóðabankans í London en fær samt ekki skrifað upp á visa til að koma til Íslands," segir Íris og bætir við að hann hafi það gott og hafi alls engan áhuga á að búa á Íslandi. Hann hefur sótt aftur um en fengið synjun af sömu ástæðum. Þetta hefur haft áhrif á samband feðginanna. „Við höfum farið til London nokkrum sinnum að hitta hann - en hann hefur aldrei fengið að sjá dóttur sína í hennar umhverfi, leikskólann hennar og annað. Það er alltaf svolítið öðruvísi - fyrir hana líka.“ Útlendingastofnun gaf ekki kost á viðtali í dag en veitti þær upplýsingar að reglurnar sem farið er eftir við útgáfu vegabréfsáritana séu þær sömu í öllum Schengen-ríkjunum enda gildi slíkar áritanir inn á allt Schengen-svæðið. Tengdar fréttir Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira
Manni frá Sri Lanka er meinað að koma til Íslands að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu, því hann fær ekki vegabréfsáritun. Maðurinn, sem starfar í banka í London og hefur verið búsettur þar síðastliðin ár, hefur fengið þau svör að hætta sé á að hann setjist að á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá ungri konu frá Sri Lanka sem fær ekki að heimsækja íslenska systur sína á Íslandi. Norska sendiráðið í Sri Lanka sér um málefni Íslands og veitir henni ekki vegabréfsáritun því hún er talin of líkleg til að ílengjast á Íslandi. Íris Eva Gísladóttir hefur svipaða sögu að segja. Hún kynntist barnsföður sínum, sem er frá Sri Lanka, í London og þau eignuðust hana Evu saman. Leiðir skildu og mæðgurnar búa nú á Íslandi. En maðurinn hefur aldrei getað heimsótt dóttur sína. „Fyrst þegar hann sækir um að koma til Ísland þá var hún nokkurra mánaða. Hann fær neitun þrátt fyrir að vera skráður barnsfaðir minn. Ég skrifaði bréf þar sem ég sagði ástæðu heimsóknarinnar vera að hitta dóttur sína svo ég þyrfti ekki að ferðast um langan veg með pínulítið barn.“ Barnsfaðir Írisar skilaði gögnum sem sýndu fram á að hann væri vel stæður og í fastri vinnu í London. En hann var talinn of líklegur til að setjast að á Íslandi, enda ógiftur og eignalaus í Sri Lanka. „Samt sem áður getur hann vel sýnt fram á að hann verði aldrei baggi á íslensku samfélagi. Hann er yfirmaður HSBC alþjóðabankans í London en fær samt ekki skrifað upp á visa til að koma til Íslands," segir Íris og bætir við að hann hafi það gott og hafi alls engan áhuga á að búa á Íslandi. Hann hefur sótt aftur um en fengið synjun af sömu ástæðum. Þetta hefur haft áhrif á samband feðginanna. „Við höfum farið til London nokkrum sinnum að hitta hann - en hann hefur aldrei fengið að sjá dóttur sína í hennar umhverfi, leikskólann hennar og annað. Það er alltaf svolítið öðruvísi - fyrir hana líka.“ Útlendingastofnun gaf ekki kost á viðtali í dag en veitti þær upplýsingar að reglurnar sem farið er eftir við útgáfu vegabréfsáritana séu þær sömu í öllum Schengen-ríkjunum enda gildi slíkar áritanir inn á allt Schengen-svæðið.
Tengdar fréttir Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira
Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42