Þingmenn staðfesta Tom Price í embætti heilbrigðismálaráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2017 13:45 Tom Price. Vísir/AFP Öldungadeildarþing Bandaríkjanna hefur staðfest þingmanninn og augnskurðlækninn Tom Price í embætti heilbrigðismálaráðherra. Þingmenn kusu eftir flokkslínum en niðurstaðan var 52 gegn 47. Repúblikanar stefna að því að staðfesta tvo ríkisstjórnarmeðlimi Trump á mánudaginn. Price hefur verið þingmaður í sjö kjörtímabil og mun spila stóra rullu í því að gera út af við heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu Obamacare. Hann gæti á skömmum tíma breytt fjölda reglna varðandi framkvæmd Obamacare og undirbúið heilbrigðiskerfið fyrir það að þingið fellir lögin niður. Repúblikanar hafa unnið að því að finna nýja lausn til að leysa Obamacare af, en fjöldi fólks mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar lögin verða felld úr gildi. Þeir hafa hins vegar ekki komist að samkomulagi um nýja lausn og telja Price kjörinn til að hjálpa til við það ferli þar sem hann þekki vel til innan heilbrigðisgeirans. Paul Ryan, forseti þingsins, hefur heitið því að ný lausn verði klár á þessu ári. Öldungadeildarþingmenn demókrata spurðu Price ítrekað út í umfangsmikil verðbréfaviðskipti hans í fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum á sama tíma og hann tók þátt í vinnu við lagasetningu í sama geira. Price segir þó að viðskipti sín hafi verið lögleg og siðferðislega réttmæt. Þá var Price einnig gagnrýndur fyrir að vilja skera niður fjármagn til Planned Parenthood, sem veitir konum heilbrigðisþjónustu víða um Bandaríkin. Fóstureyðingar eru þar á meðal. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Öldungadeildarþing Bandaríkjanna hefur staðfest þingmanninn og augnskurðlækninn Tom Price í embætti heilbrigðismálaráðherra. Þingmenn kusu eftir flokkslínum en niðurstaðan var 52 gegn 47. Repúblikanar stefna að því að staðfesta tvo ríkisstjórnarmeðlimi Trump á mánudaginn. Price hefur verið þingmaður í sjö kjörtímabil og mun spila stóra rullu í því að gera út af við heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu Obamacare. Hann gæti á skömmum tíma breytt fjölda reglna varðandi framkvæmd Obamacare og undirbúið heilbrigðiskerfið fyrir það að þingið fellir lögin niður. Repúblikanar hafa unnið að því að finna nýja lausn til að leysa Obamacare af, en fjöldi fólks mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar lögin verða felld úr gildi. Þeir hafa hins vegar ekki komist að samkomulagi um nýja lausn og telja Price kjörinn til að hjálpa til við það ferli þar sem hann þekki vel til innan heilbrigðisgeirans. Paul Ryan, forseti þingsins, hefur heitið því að ný lausn verði klár á þessu ári. Öldungadeildarþingmenn demókrata spurðu Price ítrekað út í umfangsmikil verðbréfaviðskipti hans í fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum á sama tíma og hann tók þátt í vinnu við lagasetningu í sama geira. Price segir þó að viðskipti sín hafi verið lögleg og siðferðislega réttmæt. Þá var Price einnig gagnrýndur fyrir að vilja skera niður fjármagn til Planned Parenthood, sem veitir konum heilbrigðisþjónustu víða um Bandaríkin. Fóstureyðingar eru þar á meðal.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira