Þingmenn staðfesta Tom Price í embætti heilbrigðismálaráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2017 13:45 Tom Price. Vísir/AFP Öldungadeildarþing Bandaríkjanna hefur staðfest þingmanninn og augnskurðlækninn Tom Price í embætti heilbrigðismálaráðherra. Þingmenn kusu eftir flokkslínum en niðurstaðan var 52 gegn 47. Repúblikanar stefna að því að staðfesta tvo ríkisstjórnarmeðlimi Trump á mánudaginn. Price hefur verið þingmaður í sjö kjörtímabil og mun spila stóra rullu í því að gera út af við heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu Obamacare. Hann gæti á skömmum tíma breytt fjölda reglna varðandi framkvæmd Obamacare og undirbúið heilbrigðiskerfið fyrir það að þingið fellir lögin niður. Repúblikanar hafa unnið að því að finna nýja lausn til að leysa Obamacare af, en fjöldi fólks mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar lögin verða felld úr gildi. Þeir hafa hins vegar ekki komist að samkomulagi um nýja lausn og telja Price kjörinn til að hjálpa til við það ferli þar sem hann þekki vel til innan heilbrigðisgeirans. Paul Ryan, forseti þingsins, hefur heitið því að ný lausn verði klár á þessu ári. Öldungadeildarþingmenn demókrata spurðu Price ítrekað út í umfangsmikil verðbréfaviðskipti hans í fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum á sama tíma og hann tók þátt í vinnu við lagasetningu í sama geira. Price segir þó að viðskipti sín hafi verið lögleg og siðferðislega réttmæt. Þá var Price einnig gagnrýndur fyrir að vilja skera niður fjármagn til Planned Parenthood, sem veitir konum heilbrigðisþjónustu víða um Bandaríkin. Fóstureyðingar eru þar á meðal. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Öldungadeildarþing Bandaríkjanna hefur staðfest þingmanninn og augnskurðlækninn Tom Price í embætti heilbrigðismálaráðherra. Þingmenn kusu eftir flokkslínum en niðurstaðan var 52 gegn 47. Repúblikanar stefna að því að staðfesta tvo ríkisstjórnarmeðlimi Trump á mánudaginn. Price hefur verið þingmaður í sjö kjörtímabil og mun spila stóra rullu í því að gera út af við heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu Obamacare. Hann gæti á skömmum tíma breytt fjölda reglna varðandi framkvæmd Obamacare og undirbúið heilbrigðiskerfið fyrir það að þingið fellir lögin niður. Repúblikanar hafa unnið að því að finna nýja lausn til að leysa Obamacare af, en fjöldi fólks mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar lögin verða felld úr gildi. Þeir hafa hins vegar ekki komist að samkomulagi um nýja lausn og telja Price kjörinn til að hjálpa til við það ferli þar sem hann þekki vel til innan heilbrigðisgeirans. Paul Ryan, forseti þingsins, hefur heitið því að ný lausn verði klár á þessu ári. Öldungadeildarþingmenn demókrata spurðu Price ítrekað út í umfangsmikil verðbréfaviðskipti hans í fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum á sama tíma og hann tók þátt í vinnu við lagasetningu í sama geira. Price segir þó að viðskipti sín hafi verið lögleg og siðferðislega réttmæt. Þá var Price einnig gagnrýndur fyrir að vilja skera niður fjármagn til Planned Parenthood, sem veitir konum heilbrigðisþjónustu víða um Bandaríkin. Fóstureyðingar eru þar á meðal.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira