Taugakerfið og gervigreindin Auður Guðjónsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Þann 23. febrúar verður tekin fyrir hjá embættisnefnd Norðurlandaráðs tillaga sem Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagði fram í stjórnartíð sinni. Tillagan fjallar um að Norræna ráðherranefndin láti samkeyra með nýjustu tölvutækni rannsóknir sem gerðar hafa verið á taugakerfinu á Norðurlöndum. Tilgangurinn er að finna sameiginlegt mynstur í rannsóknunum sem leitt gæti til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið starfar. Fari tillagan í gegn hjá embættisnefnd mun hún verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd 30. mars. Fari hún ekki í gegn mun hún ekki verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd og mun hún þá falla dauð niður. Það má ekki gerast. Undanfari tillögunnar er beiðni 26 þúsund Íslendinga til Sameinuðu þjóðanna árið 2015 um að átak verði gert í því að auka skilning á hvernig taugakerfið starfar. Með mikilli vinnu utanríkisþjónustunnar og félaga fólks með taugakerfisraskanir náðist inn í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar ákvæði um að bæta skuli meðferðir við skemmdum í taugakerfinu. Á því ákvæði byggir Lilja tillögu sína. Aukinn skilningur er grundvallaratriði bættrar meðferðar og lykillinn að lækningu. Með fjórðu iðnbyltingunni sem nú hefur hafið innreið sína með gervigreind er sú tækniþekking til staðar sem þarf til að keyra saman flóknar rannsóknir á taugakerfinu. Stóra tækifæri taugakerfisins er komið. Því ríður á að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að umrædd tillaga fari í gegn hjá báðum ofangreindum nefndum. Undanfarin misseri hafa Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra stutt mænu/taugakerfisverkefnið með ráðum og dáð. Greinarhöfundur biður þessa sömu menn að tala fyrir samþykkt tillögunnar hjá Norrænu ráðherranefndinni af fullum þunga. Jafnframt biður höfundur Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að gera slíkt hið sama. Mikilvægt er að þeir sem fjalla um tillöguna hjá Norðurlandaráði hafi fullkominn skilning á því brautryðjendastarfi sem hér um ræðir. Samþykkt hennar þýðir að Norðurlöndin taka upp nýtt ákvæði um taugakerfið frá Sameinuðu þjóðunum og festa það í sessi sem eitt af þeim mikilvægu verkum sem heimurinn þarf að taka á. Það mun verða allri veröldinni til heilla. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þann 23. febrúar verður tekin fyrir hjá embættisnefnd Norðurlandaráðs tillaga sem Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagði fram í stjórnartíð sinni. Tillagan fjallar um að Norræna ráðherranefndin láti samkeyra með nýjustu tölvutækni rannsóknir sem gerðar hafa verið á taugakerfinu á Norðurlöndum. Tilgangurinn er að finna sameiginlegt mynstur í rannsóknunum sem leitt gæti til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið starfar. Fari tillagan í gegn hjá embættisnefnd mun hún verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd 30. mars. Fari hún ekki í gegn mun hún ekki verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd og mun hún þá falla dauð niður. Það má ekki gerast. Undanfari tillögunnar er beiðni 26 þúsund Íslendinga til Sameinuðu þjóðanna árið 2015 um að átak verði gert í því að auka skilning á hvernig taugakerfið starfar. Með mikilli vinnu utanríkisþjónustunnar og félaga fólks með taugakerfisraskanir náðist inn í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar ákvæði um að bæta skuli meðferðir við skemmdum í taugakerfinu. Á því ákvæði byggir Lilja tillögu sína. Aukinn skilningur er grundvallaratriði bættrar meðferðar og lykillinn að lækningu. Með fjórðu iðnbyltingunni sem nú hefur hafið innreið sína með gervigreind er sú tækniþekking til staðar sem þarf til að keyra saman flóknar rannsóknir á taugakerfinu. Stóra tækifæri taugakerfisins er komið. Því ríður á að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að umrædd tillaga fari í gegn hjá báðum ofangreindum nefndum. Undanfarin misseri hafa Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra stutt mænu/taugakerfisverkefnið með ráðum og dáð. Greinarhöfundur biður þessa sömu menn að tala fyrir samþykkt tillögunnar hjá Norrænu ráðherranefndinni af fullum þunga. Jafnframt biður höfundur Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að gera slíkt hið sama. Mikilvægt er að þeir sem fjalla um tillöguna hjá Norðurlandaráði hafi fullkominn skilning á því brautryðjendastarfi sem hér um ræðir. Samþykkt hennar þýðir að Norðurlöndin taka upp nýtt ákvæði um taugakerfið frá Sameinuðu þjóðunum og festa það í sessi sem eitt af þeim mikilvægu verkum sem heimurinn þarf að taka á. Það mun verða allri veröldinni til heilla. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar