Svart laxeldi Bubbi Morthens skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Hallgerður Hauksdóttir, formaður stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, segir í viðtali við Fréttatímann að sambandið hafi orðið talsverðar áhyggjur af auknu laxeldi á Íslandi. Hún segir að það sé ekki eðlilegt að svo stór hluti eldisdýra deyi í dýraeldi almennt séð en að annað eigi við um þauleldi eins og laxeldi. Þauleldi er það eldi þegar þrengsli dýranna, sem eru ræktuð, eru talsverð, eldið þarf að fara í mat á umhverfisáhrifum og þegar „velferð dýra er fórnað fyrir hámörkun nytja“, eins og Hallgerður segir. „Ég hef orðið verulegar áhyggjur af þessu. Það eru afföll í þauleldi vegna mikilla þrengsla eða sjúkdóma. Annars á ekkert við að tala um eðlileg afföll í dýraeldi.“ Þá er þetta byrjað. Fiskar sleppa úr eldiskvíum um gat á botni silungaeldiskvía í Dýrafirði. Og þegar spurt er hversu mikið slapp þá er svarið: Við vitum það ekki. Það virðist hafa gerst líka í fyrra að regnbogasilungur hafi sloppið en enginn vill kannast við það úr eldisiðnaðinum. Það kom í ljós síðastliðið sumar þegar menn fóru að mokveiða regnbogasilung við hafnarbakkann. Stangveiðimenn í ám fyrir vestan fóru líka að fá regnbogasilung á fluguna. Þetta mun líka gerast í laxeldinu, þar gera menn einfaldlega ráð fyrir því í öllum útreikningum að lax sleppi. Eldi á ófrjóum laxi er ekki á frumstigi eins og sumir vilja halda fram, það hefur þegar verið stundað í Noregi og þar eru menn að tala um að það sé það sem koma skal. Ég held að ef einhver sem vill græða og hefur það eitt að leiðarljósi spyrði Bændasamtökin hvort þau væru ekki til í að hjálpa honum að flytja inn sauðfé frá Nýja-Sjálandi, nautgripi frá Texas og hross frá Arabíu og hafa þetta allt í girðingu á hálendinu gegn loforði um að ekkert þessara dýra myndi blandast við íslenska kynið, þá fengi sá bara eitt svar: ALDREI. Allt eftirlit í skötulíki Íslenskur lax hefur þróast í árþúsundir. Hann var hér löngu áður en fyrstu mennirnir námu land. Eldismenn vita af fenginni reynslu í Noregi, því þaðan koma þeir flestir sem eiga eldið á Íslandi, að þetta gullgrafaraævintýri þeirra mun eyðileggja íslenska laxastofninn alveg eins og hefur gerst í heimalandi þeirra. Hér er allt eftirlit í skötulíki sem sýnir sig best þegar þeir sem eiga að fylgjast með sínum eigin kvíum vita ekki að það er búið að vera gat á botninum á kvínni í langan tíma. Matvælastofnun sem á að hafa eftirlit með eldinu er ekki að standa sig. Í raun er það fyrirtæki búið að sýna að þar á bæ virðast menn telja það vera sitt helsta hlutverk að stimpla sig inn og út og forðast allt vesen, eins og kom fram í Brúneggjamálinu. Matvælastofnun verður að taka sig taki og taka á þessum málum. Laxeldi á Íslandi, sem og silungseldi, er stjórnlaus iðnaður. Þar ríkir villta vesturs stemning. Þar eru menn sem ætla sér að græða á sofandahætti stjórnvalda, koma hingað til lands og kaupa hvern fjörðinn eftir annan með það eitt markmið að græða á því að eyðileggja íslenska náttúru. Síðan geta menn íhugað hvers vegna Alþjóðaheilbrigðistofnun Evrópu varar fólk við að eta of mikið af eldislaxi. Það er af því að hann er of mengaður, fullur af sýklalyfjum, þungmálmum og litarefnum og sérstaklega varasamur fyrir börn og ófrískar konur. Haft beint eftir þeim háu herrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, segir í viðtali við Fréttatímann að sambandið hafi orðið talsverðar áhyggjur af auknu laxeldi á Íslandi. Hún segir að það sé ekki eðlilegt að svo stór hluti eldisdýra deyi í dýraeldi almennt séð en að annað eigi við um þauleldi eins og laxeldi. Þauleldi er það eldi þegar þrengsli dýranna, sem eru ræktuð, eru talsverð, eldið þarf að fara í mat á umhverfisáhrifum og þegar „velferð dýra er fórnað fyrir hámörkun nytja“, eins og Hallgerður segir. „Ég hef orðið verulegar áhyggjur af þessu. Það eru afföll í þauleldi vegna mikilla þrengsla eða sjúkdóma. Annars á ekkert við að tala um eðlileg afföll í dýraeldi.“ Þá er þetta byrjað. Fiskar sleppa úr eldiskvíum um gat á botni silungaeldiskvía í Dýrafirði. Og þegar spurt er hversu mikið slapp þá er svarið: Við vitum það ekki. Það virðist hafa gerst líka í fyrra að regnbogasilungur hafi sloppið en enginn vill kannast við það úr eldisiðnaðinum. Það kom í ljós síðastliðið sumar þegar menn fóru að mokveiða regnbogasilung við hafnarbakkann. Stangveiðimenn í ám fyrir vestan fóru líka að fá regnbogasilung á fluguna. Þetta mun líka gerast í laxeldinu, þar gera menn einfaldlega ráð fyrir því í öllum útreikningum að lax sleppi. Eldi á ófrjóum laxi er ekki á frumstigi eins og sumir vilja halda fram, það hefur þegar verið stundað í Noregi og þar eru menn að tala um að það sé það sem koma skal. Ég held að ef einhver sem vill græða og hefur það eitt að leiðarljósi spyrði Bændasamtökin hvort þau væru ekki til í að hjálpa honum að flytja inn sauðfé frá Nýja-Sjálandi, nautgripi frá Texas og hross frá Arabíu og hafa þetta allt í girðingu á hálendinu gegn loforði um að ekkert þessara dýra myndi blandast við íslenska kynið, þá fengi sá bara eitt svar: ALDREI. Allt eftirlit í skötulíki Íslenskur lax hefur þróast í árþúsundir. Hann var hér löngu áður en fyrstu mennirnir námu land. Eldismenn vita af fenginni reynslu í Noregi, því þaðan koma þeir flestir sem eiga eldið á Íslandi, að þetta gullgrafaraævintýri þeirra mun eyðileggja íslenska laxastofninn alveg eins og hefur gerst í heimalandi þeirra. Hér er allt eftirlit í skötulíki sem sýnir sig best þegar þeir sem eiga að fylgjast með sínum eigin kvíum vita ekki að það er búið að vera gat á botninum á kvínni í langan tíma. Matvælastofnun sem á að hafa eftirlit með eldinu er ekki að standa sig. Í raun er það fyrirtæki búið að sýna að þar á bæ virðast menn telja það vera sitt helsta hlutverk að stimpla sig inn og út og forðast allt vesen, eins og kom fram í Brúneggjamálinu. Matvælastofnun verður að taka sig taki og taka á þessum málum. Laxeldi á Íslandi, sem og silungseldi, er stjórnlaus iðnaður. Þar ríkir villta vesturs stemning. Þar eru menn sem ætla sér að græða á sofandahætti stjórnvalda, koma hingað til lands og kaupa hvern fjörðinn eftir annan með það eitt markmið að græða á því að eyðileggja íslenska náttúru. Síðan geta menn íhugað hvers vegna Alþjóðaheilbrigðistofnun Evrópu varar fólk við að eta of mikið af eldislaxi. Það er af því að hann er of mengaður, fullur af sýklalyfjum, þungmálmum og litarefnum og sérstaklega varasamur fyrir börn og ófrískar konur. Haft beint eftir þeim háu herrum.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun