Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 16:39 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt á Twitter síðu sinni, að hann muni ekki mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. „Ég mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins á þessu ári. Óska öllum alls hins besta og eigið frábært kvöld!“ Tilkynningin frá forsetanum kemur á tímum þar sem samskipti forsetans við fjölmiðla hafa náð nýjum lægðum en hann hefur sagt að fjölmiðlar séu óvinir bandarísku alþýðunnar. Þá var völdum fjölmiðlum, líkt og New York Times, CNN og Guardian ekki boðið á blaðamannafund Hvíta hússins á föstudaginn var. Er þetta í fyrsta sinn í 36 ár sem að forseti lætur ekki sjá sig á þessum viðburði en seinast gerðist það árið 1981, þegar þáverandi forseti, Ronald Reagan, mætti ekki, en þá hafði hann nýlega lent í skotárás og var enn að jafna sig. Í tilkynningu frá Samtökum blaðamanna Hvíta hússins kemur fram að eftir því sé tekið að forsetinn muni ekki mæta. Þó verði viðburðurinn haldinn með sama hætti og síðustu ár og þætti fjölmiðla í heilbrigðu lýðræðisríki fagnað. Barack Obama, fyrrverandi forseti, mætti á hvern einasta kvöldverð þegar hann var í embætti. Sló hann jafnan á létta strengi og hér að neðan má sjá ræðu hans frá kvöldverðinum árið 2011, þar sem hann gerði stólpagrín að núverandi forseta. Þá má einnig sjá ræðu grínistans Stephen Colbert frá árinu 2006, þar sem hann grillaði George Bush, þáverandi forseta.I will not be attending the White House Correspondents' Association Dinner this year. Please wish everyone well and have a great evening!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017 Donald Trump Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt á Twitter síðu sinni, að hann muni ekki mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. „Ég mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins á þessu ári. Óska öllum alls hins besta og eigið frábært kvöld!“ Tilkynningin frá forsetanum kemur á tímum þar sem samskipti forsetans við fjölmiðla hafa náð nýjum lægðum en hann hefur sagt að fjölmiðlar séu óvinir bandarísku alþýðunnar. Þá var völdum fjölmiðlum, líkt og New York Times, CNN og Guardian ekki boðið á blaðamannafund Hvíta hússins á föstudaginn var. Er þetta í fyrsta sinn í 36 ár sem að forseti lætur ekki sjá sig á þessum viðburði en seinast gerðist það árið 1981, þegar þáverandi forseti, Ronald Reagan, mætti ekki, en þá hafði hann nýlega lent í skotárás og var enn að jafna sig. Í tilkynningu frá Samtökum blaðamanna Hvíta hússins kemur fram að eftir því sé tekið að forsetinn muni ekki mæta. Þó verði viðburðurinn haldinn með sama hætti og síðustu ár og þætti fjölmiðla í heilbrigðu lýðræðisríki fagnað. Barack Obama, fyrrverandi forseti, mætti á hvern einasta kvöldverð þegar hann var í embætti. Sló hann jafnan á létta strengi og hér að neðan má sjá ræðu hans frá kvöldverðinum árið 2011, þar sem hann gerði stólpagrín að núverandi forseta. Þá má einnig sjá ræðu grínistans Stephen Colbert frá árinu 2006, þar sem hann grillaði George Bush, þáverandi forseta.I will not be attending the White House Correspondents' Association Dinner this year. Please wish everyone well and have a great evening!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017
Donald Trump Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira