Bernie Sanders skýtur fast á Trump Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2017 19:15 Bernie Sanders. Vísir/Getty Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem var mótframbjóðandi Hillary Clinton um forsetaframboð Demókrataflokksins gegn Donald Trump skaut föstu skoti að forsetanum á Twitter í dag. Sanders hefur verið mjög gagnrýninn á Trump frá því hann tók við embætti í janúar.Trump tísti í dag þar sem hann sagði að virtist kalla eftir samstöðufundi kjósenda sinna. „Kannski ættu þær milljónir manna sem kusu að GERA BANDARÍKIN STÓRKOSTLEG AÐ NÝJU að halda þeirra eigin samstöðufund. Hann yrði stærri en allir aðrir!“ sagði Trump á Twitter.Maybe the millions of people who voted to MAKE AMERICA GREAT AGAIN should have their own rally. It would be the biggest of them all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017 Öldungadeildarþingmaðurinn svaraði forsetanum í eigin tísti. Með því birti hann tvær myndir af innsetningarathöfn Trump frá því í síðasta mánuði og einungis fjögur orð. „Þau gerðu það. Hann var það ekki.“.@realDonaldTrump They did. It wasn't. pic.twitter.com/xqt29RJPEr— Bernie Sanders (@SenSanders) February 25, 2017 Tísti Bernie Sanders hefur notið töluvert meiri vinsælda en tíst forsetans. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 87 þúsund manns líkað við tíst Trump og tæplega tuttugu þúsund endurtíst því. Hins vegar hafa rúmlega 176 þúsund manns líkað við tíst Sanders og rúmlega 71 endurtíst því. Donald Trump hefur virst viðkvæmur fyrir því að fleiri hafi mætt á innsetningarathafnir Barack Obama, heldur en mættu á athöfn hans. Eftir að samanburðarmyndir sýndu fram á stærðarmun athafnanna sendi Trump upplýsingafulltrúa sinn Sean Spicer á fund blaðamanna þar sem hann sagði að aldrei hefðu fleiri mætt á innsetningarathöfn en nú. „Punktur.“Trump hefur sjálfur margsinnis gagnrýnt fjölmiðla fyrir að fara ekki með rétt mál um hve margir fylgdust með athöfninni. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr ræðu sem Trump hélt í höfuðstöðvum CIA, degi eftir insetningaathöfnina. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem var mótframbjóðandi Hillary Clinton um forsetaframboð Demókrataflokksins gegn Donald Trump skaut föstu skoti að forsetanum á Twitter í dag. Sanders hefur verið mjög gagnrýninn á Trump frá því hann tók við embætti í janúar.Trump tísti í dag þar sem hann sagði að virtist kalla eftir samstöðufundi kjósenda sinna. „Kannski ættu þær milljónir manna sem kusu að GERA BANDARÍKIN STÓRKOSTLEG AÐ NÝJU að halda þeirra eigin samstöðufund. Hann yrði stærri en allir aðrir!“ sagði Trump á Twitter.Maybe the millions of people who voted to MAKE AMERICA GREAT AGAIN should have their own rally. It would be the biggest of them all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017 Öldungadeildarþingmaðurinn svaraði forsetanum í eigin tísti. Með því birti hann tvær myndir af innsetningarathöfn Trump frá því í síðasta mánuði og einungis fjögur orð. „Þau gerðu það. Hann var það ekki.“.@realDonaldTrump They did. It wasn't. pic.twitter.com/xqt29RJPEr— Bernie Sanders (@SenSanders) February 25, 2017 Tísti Bernie Sanders hefur notið töluvert meiri vinsælda en tíst forsetans. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 87 þúsund manns líkað við tíst Trump og tæplega tuttugu þúsund endurtíst því. Hins vegar hafa rúmlega 176 þúsund manns líkað við tíst Sanders og rúmlega 71 endurtíst því. Donald Trump hefur virst viðkvæmur fyrir því að fleiri hafi mætt á innsetningarathafnir Barack Obama, heldur en mættu á athöfn hans. Eftir að samanburðarmyndir sýndu fram á stærðarmun athafnanna sendi Trump upplýsingafulltrúa sinn Sean Spicer á fund blaðamanna þar sem hann sagði að aldrei hefðu fleiri mætt á innsetningarathöfn en nú. „Punktur.“Trump hefur sjálfur margsinnis gagnrýnt fjölmiðla fyrir að fara ekki með rétt mál um hve margir fylgdust með athöfninni. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr ræðu sem Trump hélt í höfuðstöðvum CIA, degi eftir insetningaathöfnina.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira