Trump lofar einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2017 23:30 Trump heilsar að hermannasið. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun óska eftir því að fá fjármagn til þess að standa fyrir einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna.“ Reuters greinir frá.Þetta kom fram í ræðu sem Trump hélt á þingi samtaka íhaldsmanna sem stutt hafa Trump frá upphafi stjórnmálaferils hans. Trump mun á þriðjudaginn ávarpa Bandaríkjaþing í beinni útsendingu og má fastlega gera ráð fyrir því að sú hernaðaruppbygging sem hann ræddi um á þingi íhaldsmanna í dag beri á góma þar. Í ræðu Trump var þó lítið um upplýsingar á hvaða hátt hann myndi byggja upp bandaríska herinn, sem nú þegar er sá öflugasti sem til er í heiminum. Hann sagði þó að hann myndi vilja efla árásargetu, sem og varnargetu hersins, svo að varnir Bandaríkjanna væru „meiri, betri og sterkari en áður“. „Við þurfum vonandi aldrei að nýta okkur þetta en það mun enginn þora í okkur. Enginn. Þetta verður ein mesta hernaðaruppbygging í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bandaríkjaþing muni streitast á móti beiðni Trump um fjármagn til þess að efla herinn. Trump hefur boðað miklar skattalækkanir og því ljóst að án niðurskurðar á öðrum sviðum þyrftu yfirvöld í Bandaríkjunum að auka skuldastöðu Bandaríkjanna enn frekar, til að standa við fyrirætlanir Trump. Frá árinu 2011 hefur verið þak á hversu miklum fjárhæðum Bandaríkjaþing getur veitt til varnarmála og ljóst að Bandaríkjaþing þyrfti að afnema þakið, ætli það sér að verða við væntanlegri beiðni Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15 Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56 CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20 Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun óska eftir því að fá fjármagn til þess að standa fyrir einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna.“ Reuters greinir frá.Þetta kom fram í ræðu sem Trump hélt á þingi samtaka íhaldsmanna sem stutt hafa Trump frá upphafi stjórnmálaferils hans. Trump mun á þriðjudaginn ávarpa Bandaríkjaþing í beinni útsendingu og má fastlega gera ráð fyrir því að sú hernaðaruppbygging sem hann ræddi um á þingi íhaldsmanna í dag beri á góma þar. Í ræðu Trump var þó lítið um upplýsingar á hvaða hátt hann myndi byggja upp bandaríska herinn, sem nú þegar er sá öflugasti sem til er í heiminum. Hann sagði þó að hann myndi vilja efla árásargetu, sem og varnargetu hersins, svo að varnir Bandaríkjanna væru „meiri, betri og sterkari en áður“. „Við þurfum vonandi aldrei að nýta okkur þetta en það mun enginn þora í okkur. Enginn. Þetta verður ein mesta hernaðaruppbygging í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bandaríkjaþing muni streitast á móti beiðni Trump um fjármagn til þess að efla herinn. Trump hefur boðað miklar skattalækkanir og því ljóst að án niðurskurðar á öðrum sviðum þyrftu yfirvöld í Bandaríkjunum að auka skuldastöðu Bandaríkjanna enn frekar, til að standa við fyrirætlanir Trump. Frá árinu 2011 hefur verið þak á hversu miklum fjárhæðum Bandaríkjaþing getur veitt til varnarmála og ljóst að Bandaríkjaþing þyrfti að afnema þakið, ætli það sér að verða við væntanlegri beiðni Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15 Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56 CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20 Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15
Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56
CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20
Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00