Með betlistafinn Stjórnarmaðurinn skrifar 26. febrúar 2017 11:00 Áhugavert hefur verið að fylgjast með væringum á fjölmiðlamarkaði þar sem hinir flekklausu keppast við að slá sjálfa sig til riddara. Varla hefur landssöfnun Frjálsrar fjölmiðlunar farið fram hjá nokkrum manni, en þar biðlar reynsluboltinn Gunnar Smári Egilsson til almennings um stuðning í baráttunni gegn ofríki auðjöfra á fjölmiðlamarkaðnum. Ekki virðast þó allir auðjöfrar jafnir í augum Gunnars Smára því hann treystir sjálfum sér, óskeikulum, til að halda í hlutleysið þrátt fyrir aðkomu þekktra efnamanna að blaðinu hans. Frá Kjarnanum heyrist svo gamalkunnugt stef um að þar á bæ hafi landi og þjóð verið unnið mikið gagn með merkri umfjöllun. Þá er upplýst að hluthafar séu frábært fólk. Öðru gegni hins vegar um eigendur annarra miðla sem ýmist séu í höndum samfélagslegra útlaga eða sjálfrar útgerðarinnar. Svo er klykkt út með því að allur almenningur eigi að taka sér stöðu með þeim góðu og óskeikulu gegn hinum vondu – með fjárframlögum, líkt og um góðgerðarfélag sé að ræða. Merkilegt er hvernig þessum miklu blaðamönnum tekst að starfa í tómarúmi án afskipta eigenda. Aðra telja þeir ekki þrífast án slíkra afskipta. Hvernig má skýra það? Eru bakhjarlar Fréttatímans og Kjarnans góðgjarnir englar sem lúta öðrum lögmálum en fúlmennin sem halda allri umfjöllun á spori hagsmunanna – berja marga tugi blaðamanna til hlýðni? Engu er líkara en þetta fólk ætli að byggja framtíð sína á því að ata aðra miðla auri. Þeir taka sér stöðu sem handhafar sannleikans í krossferð gegn þeim sem þeir segja afbaka og ljúga. Þeir búa til heimsmynd sem þeim hentar og hika ekki við að sverta æru kollega sinna. Hvað getur það annars talist annað en atvinnurógur að saka fólk sínkt og heilagt um að vera viljalaust verkfæri eigenda og auðjöfra? Kannski væri vænlegra til árangurs að beina sjónum að hvíta fílnum í herberginu – hlut Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þar eru miklar tekjur sem annars rynnu í vasa annarra fjölmiðla og gætu styrkt rekstrargrundvöll þeirra. Þeir gætu þá sótt á þau mið á jafnréttisgrundvelli. Nei, þau velja að ata kollega sína auri um leið og þau upphefja sjálf sig og biðla til auðtrúa fólks um ölmusu. Það er óheiðarlegt viðskiptamódel og ekki vænlegt til árangurs.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Áhugavert hefur verið að fylgjast með væringum á fjölmiðlamarkaði þar sem hinir flekklausu keppast við að slá sjálfa sig til riddara. Varla hefur landssöfnun Frjálsrar fjölmiðlunar farið fram hjá nokkrum manni, en þar biðlar reynsluboltinn Gunnar Smári Egilsson til almennings um stuðning í baráttunni gegn ofríki auðjöfra á fjölmiðlamarkaðnum. Ekki virðast þó allir auðjöfrar jafnir í augum Gunnars Smára því hann treystir sjálfum sér, óskeikulum, til að halda í hlutleysið þrátt fyrir aðkomu þekktra efnamanna að blaðinu hans. Frá Kjarnanum heyrist svo gamalkunnugt stef um að þar á bæ hafi landi og þjóð verið unnið mikið gagn með merkri umfjöllun. Þá er upplýst að hluthafar séu frábært fólk. Öðru gegni hins vegar um eigendur annarra miðla sem ýmist séu í höndum samfélagslegra útlaga eða sjálfrar útgerðarinnar. Svo er klykkt út með því að allur almenningur eigi að taka sér stöðu með þeim góðu og óskeikulu gegn hinum vondu – með fjárframlögum, líkt og um góðgerðarfélag sé að ræða. Merkilegt er hvernig þessum miklu blaðamönnum tekst að starfa í tómarúmi án afskipta eigenda. Aðra telja þeir ekki þrífast án slíkra afskipta. Hvernig má skýra það? Eru bakhjarlar Fréttatímans og Kjarnans góðgjarnir englar sem lúta öðrum lögmálum en fúlmennin sem halda allri umfjöllun á spori hagsmunanna – berja marga tugi blaðamanna til hlýðni? Engu er líkara en þetta fólk ætli að byggja framtíð sína á því að ata aðra miðla auri. Þeir taka sér stöðu sem handhafar sannleikans í krossferð gegn þeim sem þeir segja afbaka og ljúga. Þeir búa til heimsmynd sem þeim hentar og hika ekki við að sverta æru kollega sinna. Hvað getur það annars talist annað en atvinnurógur að saka fólk sínkt og heilagt um að vera viljalaust verkfæri eigenda og auðjöfra? Kannski væri vænlegra til árangurs að beina sjónum að hvíta fílnum í herberginu – hlut Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þar eru miklar tekjur sem annars rynnu í vasa annarra fjölmiðla og gætu styrkt rekstrargrundvöll þeirra. Þeir gætu þá sótt á þau mið á jafnréttisgrundvelli. Nei, þau velja að ata kollega sína auri um leið og þau upphefja sjálf sig og biðla til auðtrúa fólks um ölmusu. Það er óheiðarlegt viðskiptamódel og ekki vænlegt til árangurs.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira