Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2017 22:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Nordicphotos/AFP Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur látið í ljós þá fyrirætlan sína að fjölga kjarnaoddum í eigu Bandaríkjanna. Hann segir að Bandaríkin hafi of lengi verið eftirbátur annarra kjarnorkuríkja í þessum málum og vill að þau eigi flest vopn allra ríkja. Er þetta í fyrsta skipti sem forsetinn tjáir sig um kjarnorkuvopn eftir að hann tók við embættinu. Reuters greinir frá.Trump segir að hann væri til í að sjá heim án kjarnorkuvopna, en að það valdi honum áhyggjum hve aftarlega á merinni Bandaríkin séu orðin í kjarnorkuvopnaeign. „Ég er fyrstur til þess að segja það að ég væri til í að sjá heim þar sem enginn á kjarnorkuvopn en við munum aldrei verða eftirbátur annarra ríkja, jafnvel vinaþjóða, í kjarnorkuvopnaeign.“ „Heimur þar sem ekkert ríki á kjarnorkuvopn væri yndislegur en ef ríki eru hvorteðer að fara að eiga kjarnorkuvopn, þá ætlum við að verða atkvæðamesta ríkið.“ Rússar eiga um þessar mundir rúmlega 7300 kjarnaodda, á meðan Bandaríkin eiga rúmlega 6790. Daryl Kimball, framkvæmdastjóri sjálfstæðra samtaka vopnaeftirlitssinna, segir að ekkert ríki „ geti orðið atkvæðamest,“ þegar kemur að eign kjarnavopna, þar sem tilgangi þeirra er náð fram, með núverandi fjölda. „Saga kalda stríðsins sýnir okkur að enginn „er atkvæðamestur,“ þegar kemur að kjarnorkuvopnakapphlaupi. Rússar og Bandaríkjamenn eiga töluvert fleiri slík vopn heldur en nauðsynleg eru til þess að koma í veg fyrir að aðrar kjarnorkuvopnaþjóðir ráðist á þá.“ Gangi áætlanir Trump eftir er ljóst að með því er samkomulag Rússa og Bandaríkjamanna, sem gengur undir nafninu „New START“ rofið en það kvað á um að ríkin tvo myndu takmarka kjarnorkuvopnaframleiðslu sína og halda eign í svipuðu hlutfalli fram að 5. febrúar 2018. Trump hefur áður sagt að samningurinn hafi verið slæmur fyrir Bandaríkin og góður fyrir Rússland. Ekki er ljóst hvort að Trump vilji rifta þeim samningi algjörlega, eða semja við Rússa um nýjan kjarnorkuvopnasamning. Donald Trump Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur látið í ljós þá fyrirætlan sína að fjölga kjarnaoddum í eigu Bandaríkjanna. Hann segir að Bandaríkin hafi of lengi verið eftirbátur annarra kjarnorkuríkja í þessum málum og vill að þau eigi flest vopn allra ríkja. Er þetta í fyrsta skipti sem forsetinn tjáir sig um kjarnorkuvopn eftir að hann tók við embættinu. Reuters greinir frá.Trump segir að hann væri til í að sjá heim án kjarnorkuvopna, en að það valdi honum áhyggjum hve aftarlega á merinni Bandaríkin séu orðin í kjarnorkuvopnaeign. „Ég er fyrstur til þess að segja það að ég væri til í að sjá heim þar sem enginn á kjarnorkuvopn en við munum aldrei verða eftirbátur annarra ríkja, jafnvel vinaþjóða, í kjarnorkuvopnaeign.“ „Heimur þar sem ekkert ríki á kjarnorkuvopn væri yndislegur en ef ríki eru hvorteðer að fara að eiga kjarnorkuvopn, þá ætlum við að verða atkvæðamesta ríkið.“ Rússar eiga um þessar mundir rúmlega 7300 kjarnaodda, á meðan Bandaríkin eiga rúmlega 6790. Daryl Kimball, framkvæmdastjóri sjálfstæðra samtaka vopnaeftirlitssinna, segir að ekkert ríki „ geti orðið atkvæðamest,“ þegar kemur að eign kjarnavopna, þar sem tilgangi þeirra er náð fram, með núverandi fjölda. „Saga kalda stríðsins sýnir okkur að enginn „er atkvæðamestur,“ þegar kemur að kjarnorkuvopnakapphlaupi. Rússar og Bandaríkjamenn eiga töluvert fleiri slík vopn heldur en nauðsynleg eru til þess að koma í veg fyrir að aðrar kjarnorkuvopnaþjóðir ráðist á þá.“ Gangi áætlanir Trump eftir er ljóst að með því er samkomulag Rússa og Bandaríkjamanna, sem gengur undir nafninu „New START“ rofið en það kvað á um að ríkin tvo myndu takmarka kjarnorkuvopnaframleiðslu sína og halda eign í svipuðu hlutfalli fram að 5. febrúar 2018. Trump hefur áður sagt að samningurinn hafi verið slæmur fyrir Bandaríkin og góður fyrir Rússland. Ekki er ljóst hvort að Trump vilji rifta þeim samningi algjörlega, eða semja við Rússa um nýjan kjarnorkuvopnasamning.
Donald Trump Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira