Áfengi í matvörubúðir? Guðjón S. Brjánsson og Gunnar Ólafsson skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að leyfa sölu á áfengi, þ.m.t. vodka og brennivín, í matvöruverslunum. Flutningsmenn frumvarpsins hafa viðurkennt að áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Það er ekki sami hlutur að drekka hálfan lítra af vodka og hálfan lítra af mjólk svo dæmi sé nefnt. Enginn er dómbær og allsgáður sem hefur drukkið hálfan lítra af vodka, ólíkt þeim sem drakk mjólkina. Áfengi er vímugjafi og að okkar mati á það ekkert erindi í venjulegar verslanir, heldur þvert á móti ætti að takmarka aðgengi að því vegna eðlis og þeirrar skaðsemi sem það veldur. Í gegnum árin hefur ríkt íhaldssöm stefna í áfengismálum á Íslandi. Sem merki um það var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Frá því ári til ársins 2007 jókst áfengisneysla á hvern Íslending 18 ára og eldri um 66%, eða úr 4,53 l á mann árið 1988 í 7,53 l á mann árið 2007, þegar áfengisneyslan náði hámarki. Síðan hefur dregið úr henni og var áfengisneysla árið 2015 um 7,35 l á hvern Íslending. Áfengisvarnarstefna íslenskra stjórnvalda hvílir á fjórum þáttum, forvörnum, háum áfengiskaupaaldri, háum áfengissköttum og takmörkuðu aðgengi að áfengi. Stefna Íslands í áfengismálum hefur verið í samræmi við forvarnarstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) í áfengismálum sem eru háir áfengisskattar, takmarkað aðgengi og bann við auglýsingum á áfengi. Frumvarpið gengur gegn tveimur af þessum þremur meginstoðum í forvarnarstefnu WHO. Ef frumvarpið nær fram að ganga munu áfengisauglýsingar verða leyfðar í fjölmiðlum og aðgengi að áfengi mun aukast. Í dag rekur ÁTVR 50 verslanir, en ef frumvarpið nær fram að ganga mun verslunum þar sem áfengi verður selt fjölga í 250 verslanir um land allt.Sérfræðingar sammálaEkki þarf að efast um, að ef frumvarpið verður að lögum mun áfengisneysla á Íslandi aukast. Um það eru allir sérfræðingar sammála sem vinna við lýðheilsu og forvarnir. Meira að segja viðurkenna sumir flutningsmenn frumvarpsins sjálfir að svo muni fara. Það er staðreynd að aukin áfengisneysla leiðir til fleiri félagslegra vandamála, meiri ölvunaraksturs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðsfalla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu. Stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lögregla o.s.frv.) munu verða fyrir meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Það er óboðlegt í greinargerð með frumvarpinu að hvergi er minnst á afleiðingar aukinnar áfengisneyslu. Í sænskri rannsókn var fjallað um hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstri, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunaraksturs þannig fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund (T. Norström og fleiri: Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden). Því er eðlilegt að spurt sé? Af hverju er verið að leggja fram þetta frumvarp? Er verið að þjóna velferðarhagsmunum almennings með þessu frumvarpi? Almenningur hefur ekki kallað eftir þeim breytingum og áhættu sem frumvarpið felur í sér. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Almennings eða þröngra viðskiptahagsmuna verslunarinnar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að leyfa sölu á áfengi, þ.m.t. vodka og brennivín, í matvöruverslunum. Flutningsmenn frumvarpsins hafa viðurkennt að áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Það er ekki sami hlutur að drekka hálfan lítra af vodka og hálfan lítra af mjólk svo dæmi sé nefnt. Enginn er dómbær og allsgáður sem hefur drukkið hálfan lítra af vodka, ólíkt þeim sem drakk mjólkina. Áfengi er vímugjafi og að okkar mati á það ekkert erindi í venjulegar verslanir, heldur þvert á móti ætti að takmarka aðgengi að því vegna eðlis og þeirrar skaðsemi sem það veldur. Í gegnum árin hefur ríkt íhaldssöm stefna í áfengismálum á Íslandi. Sem merki um það var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Frá því ári til ársins 2007 jókst áfengisneysla á hvern Íslending 18 ára og eldri um 66%, eða úr 4,53 l á mann árið 1988 í 7,53 l á mann árið 2007, þegar áfengisneyslan náði hámarki. Síðan hefur dregið úr henni og var áfengisneysla árið 2015 um 7,35 l á hvern Íslending. Áfengisvarnarstefna íslenskra stjórnvalda hvílir á fjórum þáttum, forvörnum, háum áfengiskaupaaldri, háum áfengissköttum og takmörkuðu aðgengi að áfengi. Stefna Íslands í áfengismálum hefur verið í samræmi við forvarnarstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) í áfengismálum sem eru háir áfengisskattar, takmarkað aðgengi og bann við auglýsingum á áfengi. Frumvarpið gengur gegn tveimur af þessum þremur meginstoðum í forvarnarstefnu WHO. Ef frumvarpið nær fram að ganga munu áfengisauglýsingar verða leyfðar í fjölmiðlum og aðgengi að áfengi mun aukast. Í dag rekur ÁTVR 50 verslanir, en ef frumvarpið nær fram að ganga mun verslunum þar sem áfengi verður selt fjölga í 250 verslanir um land allt.Sérfræðingar sammálaEkki þarf að efast um, að ef frumvarpið verður að lögum mun áfengisneysla á Íslandi aukast. Um það eru allir sérfræðingar sammála sem vinna við lýðheilsu og forvarnir. Meira að segja viðurkenna sumir flutningsmenn frumvarpsins sjálfir að svo muni fara. Það er staðreynd að aukin áfengisneysla leiðir til fleiri félagslegra vandamála, meiri ölvunaraksturs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðsfalla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu. Stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lögregla o.s.frv.) munu verða fyrir meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Það er óboðlegt í greinargerð með frumvarpinu að hvergi er minnst á afleiðingar aukinnar áfengisneyslu. Í sænskri rannsókn var fjallað um hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstri, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunaraksturs þannig fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund (T. Norström og fleiri: Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden). Því er eðlilegt að spurt sé? Af hverju er verið að leggja fram þetta frumvarp? Er verið að þjóna velferðarhagsmunum almennings með þessu frumvarpi? Almenningur hefur ekki kallað eftir þeim breytingum og áhættu sem frumvarpið felur í sér. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Almennings eða þröngra viðskiptahagsmuna verslunarinnar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun