Trump dregur til baka tilmæli um salernisnotkun trans nemenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2017 22:26 Donald Trump hefur hafist handa við að draga til baka margt sem gert var í stjórnartíð Barack Obama. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donald Trump hyggst draga til baka tilmæli frá alríkisstjórninni til skóla í almenningseigu, sem kveður á um að trans fólki sé leyft að nota salernisaðstöðu sem merkt er því kyngervi sem það samsamar sig með. BBC greinir frá. Tilmælin voru lögð fram af alríkisstjórninni í stjórnartíð Barack Obama og miðuðu að því að auðvelda líf trans nemenda við opinbera skóla. Þeir hafi getað valið sér að nýta sér þá salernisaðstöðu sem þeim hentaði. Slíkum tilmælum er ekki framfylgt með opinberum hætti en ríkisstjórn Obama hét því að draga úr fjárstuðningi til skóla sem ekki myndu framfylgja tilmælunum. Gagnrýnendur þessa tilmæla héldu því fram að með þessu væri alríkisstjórnin að ógna einkalífi og öryggi annarra nemenda. Í máli Sean Spicer, talsmanns Hvíta hússins, kom fram að forsetinn teldi að mál líkt og þessi ættu að vera á höndum yfirvalda í hverju fylki og að þau ættu að taka ákvarðanir um salernisaðstöðu í opinberum skólum en ekki alríkisstjórnin. Forsetinn hafði áður sagt í kosningabaráttu sinni að hann teldi að trans nemendur ættu að geta notað það salerni sem „þeim þætti henta sér“ en skipti um skoðun eftir gagnrýni innan Repúblikanaflokksins. Ákvörðun forsetans hefur ýmist verið fagnað eða hún gagnrýnd innan Bandaríkjanna. „Dætur okkar ættu aldrei að þurfa að deila einkarými með karlkyns bekkjarfélögum sínum, jafnvel þó að þessir ungu menn séu að glíma við þessi vandamál,“ sagði Vicki Wilson, meðlimur í baráttusamtökum fyrir einrúmi nemenda. Á sama tíma sagði forseti bandarísku kennarasamtakanna Randi Weingarten að ákvörðun forsetans væri skref aftur á bak, í réttindum trans fólks. „Með því að draga til baka þessa vörn, hefur Trump stjórnin ógnað öryggi okkar viðkvæmustu barna. Að draga þessi tilmæli til baka segir trans krökkum að það sé í lagi ríkisstjórnarinnar vegna að þeim sé strítt og að þau séu áreitt í skólanum fyrir að vera trans.“ Donald Trump Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump hyggst draga til baka tilmæli frá alríkisstjórninni til skóla í almenningseigu, sem kveður á um að trans fólki sé leyft að nota salernisaðstöðu sem merkt er því kyngervi sem það samsamar sig með. BBC greinir frá. Tilmælin voru lögð fram af alríkisstjórninni í stjórnartíð Barack Obama og miðuðu að því að auðvelda líf trans nemenda við opinbera skóla. Þeir hafi getað valið sér að nýta sér þá salernisaðstöðu sem þeim hentaði. Slíkum tilmælum er ekki framfylgt með opinberum hætti en ríkisstjórn Obama hét því að draga úr fjárstuðningi til skóla sem ekki myndu framfylgja tilmælunum. Gagnrýnendur þessa tilmæla héldu því fram að með þessu væri alríkisstjórnin að ógna einkalífi og öryggi annarra nemenda. Í máli Sean Spicer, talsmanns Hvíta hússins, kom fram að forsetinn teldi að mál líkt og þessi ættu að vera á höndum yfirvalda í hverju fylki og að þau ættu að taka ákvarðanir um salernisaðstöðu í opinberum skólum en ekki alríkisstjórnin. Forsetinn hafði áður sagt í kosningabaráttu sinni að hann teldi að trans nemendur ættu að geta notað það salerni sem „þeim þætti henta sér“ en skipti um skoðun eftir gagnrýni innan Repúblikanaflokksins. Ákvörðun forsetans hefur ýmist verið fagnað eða hún gagnrýnd innan Bandaríkjanna. „Dætur okkar ættu aldrei að þurfa að deila einkarými með karlkyns bekkjarfélögum sínum, jafnvel þó að þessir ungu menn séu að glíma við þessi vandamál,“ sagði Vicki Wilson, meðlimur í baráttusamtökum fyrir einrúmi nemenda. Á sama tíma sagði forseti bandarísku kennarasamtakanna Randi Weingarten að ákvörðun forsetans væri skref aftur á bak, í réttindum trans fólks. „Með því að draga til baka þessa vörn, hefur Trump stjórnin ógnað öryggi okkar viðkvæmustu barna. Að draga þessi tilmæli til baka segir trans krökkum að það sé í lagi ríkisstjórnarinnar vegna að þeim sé strítt og að þau séu áreitt í skólanum fyrir að vera trans.“
Donald Trump Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira