Vara við hatursorðræðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Flóttafólk á landamærum Serbíu og Makedóníu snemma á síðasta ári. vísir/epa Mannréttindasamtökin Amnesty International vara við því sem þau kalla eitraðan áróður og hatursorðræðu í stjórnmálum víða um heim. Stjórnmálamenn á borð við Donald Trump í Bandaríkjunum, Viktor Orban í Ungverjalandi, Narendra Modi á Indlandi, Recep Tayyip Erdogan í Tyrklandi og Rodrigo Duterte á Filippseyjum máli skrattann á vegginn til að ofsækja heilu hópana af fólki. Þetta sé gert í nafni andófs gegn stofnanabákni en þjóni samt einkum þeim tilgangi að veiða atkvæði heimafyrir. Afleiðingarnar geti orðið skelfilegar. „Óttastjórnmál eru orðin hættulegt afl í alþjóðastjórnmálum. Hvort sem í hlut eiga Trump, Orban, Erdogan eða Duterte ryðja æ fleiri stjórnmálamenn sér til rúms í nafni baráttu gegn kerfinu með eitraða stefnuskrá að vopni þar sem stórir hópar fólks eru gerðir að blórabögglum og mennska þeirra vanvirt,“ segir í skýrslunni.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur magnað upp óttastjórnmál þar sem „okkur“ er stillt upp gegn „hinum“.Nordicphotos/AFP„Ýmsir stjórnmálamenn samtímans halda þeirri hættulegu hugmynd blygðunarlaust fram að sumt fólk sé minni mannverur en annað. Ef sú hugmynd nær brautargengi er hætta á að leyst verði úr læðingi ýmis myrkustu öfl manneðlisins.“ Í nýrri ársskýrslu samtakanna er ítarlegt yfirlit yfir mannréttindaástandið í heiminum. Gerð er grein fyrir stöðunni í 159 löndum og er það ófögur lesning. Milljónir manna bjuggu við skelfilega eymd og stanslausan ótta. Bæði stjórnvöld og vopnaðir hópar hafi brotið gegn fólki með margvíslegum hætti. Fyrirlitningin á mannréttinda- og mannúðarhugsjónum hafi verið blygðunarlaus, eins og dæmin sanna: Vísvitandi sprengjuárásir á sjúkrahús hafi orðið daglegur viðburður í Sýrlandi og Jemen; flóttafólk var ítrekað hrakið til baka inn á átakasvæði; nánast algert aðgerðarleysi umheimsins í Aleppo hafi sterklega minnt á voðaverkin í Rúanda og Srebrenica árin 1994 og 1995; auk þess sem stjórnvöld í nánast öllum heimshornum hafi gripið til harkalegra aðgerða til að þagga niður í andófi og gagnrýni: Þar eru nefnd til sögunnar lönd á borð við Barein, Egyptaland, Eþíópíu, Filippseyjar og Tyrkland. Víða snerust stjórnvöld gegn flóttafólki af mikilli hörku. Alls brutu stjórnvöld í 36 löndum gegn alþjóðalögum með því að senda flóttafólk aftur til landa þar sem hætta er á að brotið sé gegn þeim. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti sýnt að honum var alvara með hótanir sínar í aðdraganda kosninga þegar hann skrifaði undir forsetatilskipun um að meina flóttafólki frá ýmsum stríðshrjáðum ríkjum að leita hælis í Bandaríkjunum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International vara við því sem þau kalla eitraðan áróður og hatursorðræðu í stjórnmálum víða um heim. Stjórnmálamenn á borð við Donald Trump í Bandaríkjunum, Viktor Orban í Ungverjalandi, Narendra Modi á Indlandi, Recep Tayyip Erdogan í Tyrklandi og Rodrigo Duterte á Filippseyjum máli skrattann á vegginn til að ofsækja heilu hópana af fólki. Þetta sé gert í nafni andófs gegn stofnanabákni en þjóni samt einkum þeim tilgangi að veiða atkvæði heimafyrir. Afleiðingarnar geti orðið skelfilegar. „Óttastjórnmál eru orðin hættulegt afl í alþjóðastjórnmálum. Hvort sem í hlut eiga Trump, Orban, Erdogan eða Duterte ryðja æ fleiri stjórnmálamenn sér til rúms í nafni baráttu gegn kerfinu með eitraða stefnuskrá að vopni þar sem stórir hópar fólks eru gerðir að blórabögglum og mennska þeirra vanvirt,“ segir í skýrslunni.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur magnað upp óttastjórnmál þar sem „okkur“ er stillt upp gegn „hinum“.Nordicphotos/AFP„Ýmsir stjórnmálamenn samtímans halda þeirri hættulegu hugmynd blygðunarlaust fram að sumt fólk sé minni mannverur en annað. Ef sú hugmynd nær brautargengi er hætta á að leyst verði úr læðingi ýmis myrkustu öfl manneðlisins.“ Í nýrri ársskýrslu samtakanna er ítarlegt yfirlit yfir mannréttindaástandið í heiminum. Gerð er grein fyrir stöðunni í 159 löndum og er það ófögur lesning. Milljónir manna bjuggu við skelfilega eymd og stanslausan ótta. Bæði stjórnvöld og vopnaðir hópar hafi brotið gegn fólki með margvíslegum hætti. Fyrirlitningin á mannréttinda- og mannúðarhugsjónum hafi verið blygðunarlaus, eins og dæmin sanna: Vísvitandi sprengjuárásir á sjúkrahús hafi orðið daglegur viðburður í Sýrlandi og Jemen; flóttafólk var ítrekað hrakið til baka inn á átakasvæði; nánast algert aðgerðarleysi umheimsins í Aleppo hafi sterklega minnt á voðaverkin í Rúanda og Srebrenica árin 1994 og 1995; auk þess sem stjórnvöld í nánast öllum heimshornum hafi gripið til harkalegra aðgerða til að þagga niður í andófi og gagnrýni: Þar eru nefnd til sögunnar lönd á borð við Barein, Egyptaland, Eþíópíu, Filippseyjar og Tyrkland. Víða snerust stjórnvöld gegn flóttafólki af mikilli hörku. Alls brutu stjórnvöld í 36 löndum gegn alþjóðalögum með því að senda flóttafólk aftur til landa þar sem hætta er á að brotið sé gegn þeim. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti sýnt að honum var alvara með hótanir sínar í aðdraganda kosninga þegar hann skrifaði undir forsetatilskipun um að meina flóttafólki frá ýmsum stríðshrjáðum ríkjum að leita hælis í Bandaríkjunum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira