Malmö: Hæsta morðtíðnin á Norðurlöndum en á engan hátt „Chicago Svíþjóðar“ atli ísleifsson skrifar 22. febrúar 2017 10:27 Á síðustu árum hafa morðmál á Skáni verið á milli tíu til sautján á ári. Vísir/Getty Ellefu morð voru framin í Malmö á síðasta ári og það sem af er ári hafa þrjú til viðbótar bæst við. Þessi mikli fjöldi hefur skiljanlega vakið mikla athygli í Svíþjóð og víðar og hafa ákveðnir hópar reynt að draga upp mynd af borginni sem „Chicago Svíþjóðar“.Sydsvenskan hefur farið í saumana á tölunum til að kanna hvort að fótur sé fyrir lýsingunni og komist að því að svo sé engan veginn, þó að morðtíðnin í borgunum báðum hafi aldrei verið hærri en á síðasta ári. Ellefu í Malmö, 762 í Chicago. Mikið hefur verið fjallað um mikla glæpa- og morðtíðni í Chicago á síðustu misserum og hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars hótað því að senda alríkislögregluna til borgarinnar til að stemma stigu við þróuninni.Sú mesta á Norðurlöndum Í frétt Sydsvenskan kemur fram að morðtíðnin í Malmö sé sú hæsta á Norðurlöndum. Samkvæmt þeim gögnum sem blaðamaður Sydsvenskan tók saman voru tvær stærstu borgir Svíþjóðar, Stokkhólmur og Gautaborg, báðar með 1,3 morð á hverja 100 þúsund íbúa á ári, árin 2011 til 2013. Tíðnin í Malmö er mun hærri, 3,4 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016).Turning Torso í Västra hamnen í Malmö.Vísir/GettyÍ Chicago er tíðnin 28 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016), í St. Louis í Missouri 59 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015) og venesúelsku höfuðborginni Caracas 120 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015). „Í Malmö sjáum við fleiri ofbeldisverk sem leiða til dauða, oft skotárásir gengja, en í öðrum borgum í Svíþjóð og á Norðurlöndum. En tíðnin er mun hærri í mörgum öðrum evrópskum borgum,“ segir afbrotafræðingurinn Sven Granath, sem starfar hjá embætti ríkislögreglustjóra í Svíþjóð. Sé litið til Skánar allrar höfðu 27 morð verið framin um miðjan desember á síðasta ári. Þau höfðu ekki verið skráð fleiri, að minnsta kosti frá aldamótum, en blaðamenn Sydsvenskan rannsökuðu gögn aftur til þess tíma.Ekki bara hægt að rekja til gengjaátaka Malmö er þriðja stærsta borg Svíþjóðar með um 330 þúsund íbúa, en á Skáni búa um 1,3 milljónir manna, um 12 prósent landsmanna. Í grein Sydsvenskan frá í desember segir að morðmálin á Skáni séu orðin það mörg að lögreglan eigi í mestu vandræðum með að rannsaka þau öll. Þó séu það ekki einungis morð í tengslum við gengjaátök sem hafi rifið upp tölfræðina. Á síðustu árum hafa morðmál á Skáni verið á milli tíu til sautján á ári. Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Ellefu morð voru framin í Malmö á síðasta ári og það sem af er ári hafa þrjú til viðbótar bæst við. Þessi mikli fjöldi hefur skiljanlega vakið mikla athygli í Svíþjóð og víðar og hafa ákveðnir hópar reynt að draga upp mynd af borginni sem „Chicago Svíþjóðar“.Sydsvenskan hefur farið í saumana á tölunum til að kanna hvort að fótur sé fyrir lýsingunni og komist að því að svo sé engan veginn, þó að morðtíðnin í borgunum báðum hafi aldrei verið hærri en á síðasta ári. Ellefu í Malmö, 762 í Chicago. Mikið hefur verið fjallað um mikla glæpa- og morðtíðni í Chicago á síðustu misserum og hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars hótað því að senda alríkislögregluna til borgarinnar til að stemma stigu við þróuninni.Sú mesta á Norðurlöndum Í frétt Sydsvenskan kemur fram að morðtíðnin í Malmö sé sú hæsta á Norðurlöndum. Samkvæmt þeim gögnum sem blaðamaður Sydsvenskan tók saman voru tvær stærstu borgir Svíþjóðar, Stokkhólmur og Gautaborg, báðar með 1,3 morð á hverja 100 þúsund íbúa á ári, árin 2011 til 2013. Tíðnin í Malmö er mun hærri, 3,4 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016).Turning Torso í Västra hamnen í Malmö.Vísir/GettyÍ Chicago er tíðnin 28 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016), í St. Louis í Missouri 59 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015) og venesúelsku höfuðborginni Caracas 120 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015). „Í Malmö sjáum við fleiri ofbeldisverk sem leiða til dauða, oft skotárásir gengja, en í öðrum borgum í Svíþjóð og á Norðurlöndum. En tíðnin er mun hærri í mörgum öðrum evrópskum borgum,“ segir afbrotafræðingurinn Sven Granath, sem starfar hjá embætti ríkislögreglustjóra í Svíþjóð. Sé litið til Skánar allrar höfðu 27 morð verið framin um miðjan desember á síðasta ári. Þau höfðu ekki verið skráð fleiri, að minnsta kosti frá aldamótum, en blaðamenn Sydsvenskan rannsökuðu gögn aftur til þess tíma.Ekki bara hægt að rekja til gengjaátaka Malmö er þriðja stærsta borg Svíþjóðar með um 330 þúsund íbúa, en á Skáni búa um 1,3 milljónir manna, um 12 prósent landsmanna. Í grein Sydsvenskan frá í desember segir að morðmálin á Skáni séu orðin það mörg að lögreglan eigi í mestu vandræðum með að rannsaka þau öll. Þó séu það ekki einungis morð í tengslum við gengjaátök sem hafi rifið upp tölfræðina. Á síðustu árum hafa morðmál á Skáni verið á milli tíu til sautján á ári.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15
Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22