Yfirbjóða fasteignir í „panikk“-ástandi Snærós Sindradóttir skrifar 22. febrúar 2017 05:00 Fasteignir á höfuðborgarsvæðinu eru yfirboðnar um jafnvel 10 prósent því margir kaupendur hafa misst af eignum í tilboðskapphlaupi. vísir/vilhelm Íbúðir í öllum hverfum borgarinnar seljast nú á hærra verði en uppsettu vegna mikillar spennu á fasteignamarkaði. Dæmi eru um að fasteignakaupendur geri tilboð í húsnæði án þess að hafa séð eignina og almennt er reynt að komast til að skoða fyrir ákveðinn sýningartíma fasteignar.Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali.vísir/vilhelmSem dæmi má nefna 85 fermetra blokkaríbúð í Kópavogi, sem fór á sölu seint í síðustu viku. Ásett verð íbúðarinnar var 39 milljónir króna en vongóður kaupandi, sem hafði gert tilboð í eignina, fékk þau skilaboð frá fasteignasala að ef viðkomandi vildi eiga möguleika á eigninni yrði að bjóða að minnsta kosti hærra en 42 milljónir. Það er að lágmarki sjö prósent hækkun á kaupverði frá uppsettu fasteignaverði. Fyrir þremur vikum síðan birti greiningardeild Arion banka spá sína um að húsnæðisverð kæmi til með að hækka um 30 prósent á næstu þremur árum. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali á Híbýli og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, segir að síðastliðnar þrjár vikur hafi sérstaklega mikil spenna verið á markaðnum. „Spenna hefur aukist með spá um hækkun fasteignaverðs næstu árin. Auðvitað er búið að vera að tala um þetta og það er augljóst að hækkun fasteignaverðs á undanförnum misserum hefur verið gríðarleg, en þegar svona spádómur kemur fram þá ýtir það undir þessa þróun.“ Hún segir að í raun ríki svokallaður seljendamarkaður. „Það er lítið framboð sem gerir það að verkum að kaupendur missa ítrekað af eignum og fara þá hreinlega að yfirbjóða til að festa eignir.“ Hún segir að dæmi séu um að kaupendur reyni að gera tilboð án þess að hafa séð eignir. Það sé þó mjög varasamt og tilboðin sjaldan samþykkt því rík skoðunarskylda sé á kaupendum.Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.vísir/ernirGrétar Jónsson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir að fasteignasalar hafi miklar áhyggjur af þróuninni. Áður hafi tíðkast að bjóða aðeins undir uppsettu verð og finna svo málamiðlun með seljanda. „Þegar við erum að tala um eignir á bilinu 35 til 45 milljónir þá eru svo gríðarlega margir um hituna að það kemur upp ákveðið panikk ástand. Og þá fer fólk að bjóða. Þetta er mjög óæskileg staða. Í venjulegu árferði getur kaupandi komið og skoðað eignina, og skoðað hana svo aftur eftir tvo daga í rólegheitunum, vegið og metið og tekið svo ákvörðun. Núna mæta kannski tugir í opið hús og það myndast mikil spenna og þá gerast hlutirnir miklu hraðar en æskilegt er.“ Hann tekur undir að seljendamarkaður ríki. „Við viljum sjá miklu eðlilegra jafnræði á milli kaupenda og seljenda.“ Seljendur gerist stundum of gráðugir og hækki verð á fasteign umfram ráðleggingar fasteignasala. „Þá vonar maður að markaðurinn hafi skynsemi til að segja hingað og ekki lengra. Ef það eru einhverjir lukkuriddarar sem vilja græða og reyna að fá svakalegt verð fyrir, þá vona ég að fólki finnist það ekki boðlegt, þegar verið er að setja eignir á markað á fáránlega háu verði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Íbúðir í öllum hverfum borgarinnar seljast nú á hærra verði en uppsettu vegna mikillar spennu á fasteignamarkaði. Dæmi eru um að fasteignakaupendur geri tilboð í húsnæði án þess að hafa séð eignina og almennt er reynt að komast til að skoða fyrir ákveðinn sýningartíma fasteignar.Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali.vísir/vilhelmSem dæmi má nefna 85 fermetra blokkaríbúð í Kópavogi, sem fór á sölu seint í síðustu viku. Ásett verð íbúðarinnar var 39 milljónir króna en vongóður kaupandi, sem hafði gert tilboð í eignina, fékk þau skilaboð frá fasteignasala að ef viðkomandi vildi eiga möguleika á eigninni yrði að bjóða að minnsta kosti hærra en 42 milljónir. Það er að lágmarki sjö prósent hækkun á kaupverði frá uppsettu fasteignaverði. Fyrir þremur vikum síðan birti greiningardeild Arion banka spá sína um að húsnæðisverð kæmi til með að hækka um 30 prósent á næstu þremur árum. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali á Híbýli og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, segir að síðastliðnar þrjár vikur hafi sérstaklega mikil spenna verið á markaðnum. „Spenna hefur aukist með spá um hækkun fasteignaverðs næstu árin. Auðvitað er búið að vera að tala um þetta og það er augljóst að hækkun fasteignaverðs á undanförnum misserum hefur verið gríðarleg, en þegar svona spádómur kemur fram þá ýtir það undir þessa þróun.“ Hún segir að í raun ríki svokallaður seljendamarkaður. „Það er lítið framboð sem gerir það að verkum að kaupendur missa ítrekað af eignum og fara þá hreinlega að yfirbjóða til að festa eignir.“ Hún segir að dæmi séu um að kaupendur reyni að gera tilboð án þess að hafa séð eignir. Það sé þó mjög varasamt og tilboðin sjaldan samþykkt því rík skoðunarskylda sé á kaupendum.Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.vísir/ernirGrétar Jónsson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir að fasteignasalar hafi miklar áhyggjur af þróuninni. Áður hafi tíðkast að bjóða aðeins undir uppsettu verð og finna svo málamiðlun með seljanda. „Þegar við erum að tala um eignir á bilinu 35 til 45 milljónir þá eru svo gríðarlega margir um hituna að það kemur upp ákveðið panikk ástand. Og þá fer fólk að bjóða. Þetta er mjög óæskileg staða. Í venjulegu árferði getur kaupandi komið og skoðað eignina, og skoðað hana svo aftur eftir tvo daga í rólegheitunum, vegið og metið og tekið svo ákvörðun. Núna mæta kannski tugir í opið hús og það myndast mikil spenna og þá gerast hlutirnir miklu hraðar en æskilegt er.“ Hann tekur undir að seljendamarkaður ríki. „Við viljum sjá miklu eðlilegra jafnræði á milli kaupenda og seljenda.“ Seljendur gerist stundum of gráðugir og hækki verð á fasteign umfram ráðleggingar fasteignasala. „Þá vonar maður að markaðurinn hafi skynsemi til að segja hingað og ekki lengra. Ef það eru einhverjir lukkuriddarar sem vilja græða og reyna að fá svakalegt verð fyrir, þá vona ég að fólki finnist það ekki boðlegt, þegar verið er að setja eignir á markað á fáránlega háu verði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira