Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Haraldur Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2017 07:30 Auk hestasýningarinnar var boðið upp á ferðir með í hesthúsin og í Fákaseli var einnig veitingastaður og verslun. Fákasel Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í síðustu viku vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins hafa skilað inn nauðasamningi við kröfuhafa til Héraðsdóms Suðurlands. Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1.„Félagið er búið að eiga í talsverðum rekstrarerfiðleikum en það er búið að vera í rekstri í þrjú ár. Þetta var niðurstaðan eða að loka og fara í fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu sem stendur nú yfir,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1 og stjórnarmaður í Fákaseli ehf. Fákasel opnaði í janúar 2014 á jörðinni Ingólfshvoli í Ölfusi og hófust þá daglegar hestasýningar. Mikið var lagt í þær og höfðu reyndir framleiðendur, tækni- og leikhúsfólk aðkomu að hönnun og uppsetningu þeirra. Það ár skilaði reksturinn 136 milljóna króna tapi. Ári síðar nam tapið 167,7 milljónum samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Helgi vill ekki gefa afkomuna í fyrra upp að öðru leyti en að staðfesta að hún var neikvæð. „Við vonum að það verði hægt að komast hjá því að félagið fari í þrot. Við höfum sent frumvarp að nauðasamningi til Héraðsdóms Suðurlands. Ef það fer í gegn verður gert upp við kröfuhafa í samræmi við það frumvarp en það er ferli sem tekur tvo til þrjá mánuði. En það er ljóst að rekstrinum verður ekki framhaldið með óbreyttu sniði,“ segir Helgi. Samkvæmt ársreikningnum fyrir 2015 átti Fákasel þá eignir upp á 537 milljónir króna en skuldaði 404 milljónir. ITF 1 átti þá 47,8 prósent í ferðaþjónustufyrirtækinu. Helgi segir eign sjóðsins í Fákaseli hafa aukist í hlutafjáraukningum í fyrra og þannig endað í um 90 prósenta hlut. Snæból, fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, var næststærsti eigandinn í árslok 2015 með 19,9 prósent. Þar á eftir kom Fellsendi ehf. með 14,6 prósent en það er í eigu hjónanna Bryndísar Mjallar Gunnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fákasels, og Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone. Helgi Júlíusson vill ekki svara því hversu miklu heildarfjárfesting ITF 1 í Fákaseli nemur. Icelandair Group á 29 prósenta hlut í sjóðnum og Landsbankinn, sem er nánast alfarið í eigu ríkisins, 19,9 prósent. Lífeyrissjóðirnir sjö eiga því 51 prósent og er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstur með 14.6 prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í síðustu viku vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins hafa skilað inn nauðasamningi við kröfuhafa til Héraðsdóms Suðurlands. Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1.„Félagið er búið að eiga í talsverðum rekstrarerfiðleikum en það er búið að vera í rekstri í þrjú ár. Þetta var niðurstaðan eða að loka og fara í fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu sem stendur nú yfir,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1 og stjórnarmaður í Fákaseli ehf. Fákasel opnaði í janúar 2014 á jörðinni Ingólfshvoli í Ölfusi og hófust þá daglegar hestasýningar. Mikið var lagt í þær og höfðu reyndir framleiðendur, tækni- og leikhúsfólk aðkomu að hönnun og uppsetningu þeirra. Það ár skilaði reksturinn 136 milljóna króna tapi. Ári síðar nam tapið 167,7 milljónum samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Helgi vill ekki gefa afkomuna í fyrra upp að öðru leyti en að staðfesta að hún var neikvæð. „Við vonum að það verði hægt að komast hjá því að félagið fari í þrot. Við höfum sent frumvarp að nauðasamningi til Héraðsdóms Suðurlands. Ef það fer í gegn verður gert upp við kröfuhafa í samræmi við það frumvarp en það er ferli sem tekur tvo til þrjá mánuði. En það er ljóst að rekstrinum verður ekki framhaldið með óbreyttu sniði,“ segir Helgi. Samkvæmt ársreikningnum fyrir 2015 átti Fákasel þá eignir upp á 537 milljónir króna en skuldaði 404 milljónir. ITF 1 átti þá 47,8 prósent í ferðaþjónustufyrirtækinu. Helgi segir eign sjóðsins í Fákaseli hafa aukist í hlutafjáraukningum í fyrra og þannig endað í um 90 prósenta hlut. Snæból, fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, var næststærsti eigandinn í árslok 2015 með 19,9 prósent. Þar á eftir kom Fellsendi ehf. með 14,6 prósent en það er í eigu hjónanna Bryndísar Mjallar Gunnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fákasels, og Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone. Helgi Júlíusson vill ekki svara því hversu miklu heildarfjárfesting ITF 1 í Fákaseli nemur. Icelandair Group á 29 prósenta hlut í sjóðnum og Landsbankinn, sem er nánast alfarið í eigu ríkisins, 19,9 prósent. Lífeyrissjóðirnir sjö eiga því 51 prósent og er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstur með 14.6 prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira