Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 08:36 Maðurinn millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. vísir/anton brink. Velskum kennara sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Maðurinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump.„Ég trúði ekki því sem var að gerast“Í umfjöllun Guardian um málið segir að bæði samstarfsmönnum Miah og nemendum hans hafi verið mjög brugðið þegar hann var færður frá borði í Keflavík. Miah segir að skömmu áður en vélin hafi átt að fara í loftið hafi starfsmaður komið til hans sem sagði honum að hann gæti ekki farið um borð í vélina. „Allir störðu á mig. Á meðan ég var að ná í farangurinn minn voru krakkarnir og samstarfsmenn mínir mjög ringlaðir. Ég trúði ekki því sem var að gerast. Það var verið að fylgja mér út. Mér leið eins og glæpamanni, ég gat ekki talað, ég var bara orðlaus,“ segir Miah. Það var farið með hann á hótel en lýsingar Miah á dvölinni þar eru ófagrar.Hafa óskað eftir útskýringum á málinu „Ég beið í tvo tíma í herberginu. Það var hræðilegt. Rúmfötin voru götótt, það var skítugur poki undir rúminu og loftljósið virkaði ekki heldur bara lampinn. Batteríið í símanum mínum var að klárast svo ég fór og kíkti á ferðatöskuna mína. Þá sá ég að hengilásinn á henni var horfinn. Ég var svo hræddur að ég borðaði hvorki né svaf í tvo daga,“ segir Miah. Vinnuveitandi Miah hefur óskað eftir útskýringum frá sendiráði Bandaríkjanna í London á því hvers vegna honum var meinað að ferðast til landsins. Þá hyggjast velskir stjórnmálamenn beita sér í málinu en á vef Guardian er haft eftir vinnuveitanda Miah að hann sé breskur ríkisborgari og ekki með tvöfalt ríkisfang. Þá hafi hann verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Donald Trump Tengdar fréttir Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Velskum kennara sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Maðurinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump.„Ég trúði ekki því sem var að gerast“Í umfjöllun Guardian um málið segir að bæði samstarfsmönnum Miah og nemendum hans hafi verið mjög brugðið þegar hann var færður frá borði í Keflavík. Miah segir að skömmu áður en vélin hafi átt að fara í loftið hafi starfsmaður komið til hans sem sagði honum að hann gæti ekki farið um borð í vélina. „Allir störðu á mig. Á meðan ég var að ná í farangurinn minn voru krakkarnir og samstarfsmenn mínir mjög ringlaðir. Ég trúði ekki því sem var að gerast. Það var verið að fylgja mér út. Mér leið eins og glæpamanni, ég gat ekki talað, ég var bara orðlaus,“ segir Miah. Það var farið með hann á hótel en lýsingar Miah á dvölinni þar eru ófagrar.Hafa óskað eftir útskýringum á málinu „Ég beið í tvo tíma í herberginu. Það var hræðilegt. Rúmfötin voru götótt, það var skítugur poki undir rúminu og loftljósið virkaði ekki heldur bara lampinn. Batteríið í símanum mínum var að klárast svo ég fór og kíkti á ferðatöskuna mína. Þá sá ég að hengilásinn á henni var horfinn. Ég var svo hræddur að ég borðaði hvorki né svaf í tvo daga,“ segir Miah. Vinnuveitandi Miah hefur óskað eftir útskýringum frá sendiráði Bandaríkjanna í London á því hvers vegna honum var meinað að ferðast til landsins. Þá hyggjast velskir stjórnmálamenn beita sér í málinu en á vef Guardian er haft eftir vinnuveitanda Miah að hann sé breskur ríkisborgari og ekki með tvöfalt ríkisfang. Þá hafi hann verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.
Donald Trump Tengdar fréttir Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59