Segir að svona byrji ferill einræðisherra Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. febrúar 2017 07:00 John McCain á alþjóðlegri öryggisráðstefnu í München um helgina. vísir/epa Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain segir að óþol Donalds Trump gagnvart fjölmiðlum grafi undan lýðræðinu. Það sé einmitt þannig sem einræðisherrar byrji valdaferil sinn. Sjálfur sagðist McCain reyndar ekki þola fjölmiðla, en hann geri sér fulla grein fyrir því hve nauðsynlegir þeir séu. „Mér er mikil alvara með þessu, að ef við viljum halda í það lýðræðisskipulag sem við þekkjum, þá verðum við að hafa frjálsa og stundum fjandsamlega fjölmiðla,“ sagði hann í viðtali í Þýskalandi um helgina. „Án þeirra óttast ég að við myndum glata svo miklu af einstaklingsfrelsi okkar með tímanum. Það er svoleiðis sem einræðisherrar byrja.“ Í dag er mánuður liðinn frá því Donald Trump tók við völdum. Þessar fáu vikur hefur hann hvað eftir annað úthúðað fjölmiðlum fyrir að birta fréttir sem honum þóknast ekki. Hann segir þá vera óheiðarlega, flytja falskar og upplognar fréttir. Nú síðast sagði hann nokkra helstu fjölmiðla Bandaríkjanna vera „óvin bandarísku þjóðarinnar“. Hann hefur einnig sagt fjölmiðlana vera stjórnarandstöðuflokk gegn sér og ríkisstjórn sinni. Hann ætli sér hins vegar ekki að láta fjölmiðlana komast upp með það: „Þegar fjölmiðlarnir ljúga að fólki mun ég aldrei láta þá komast upp með það.“ McCain tók um helgina þátt í árlegri öryggisráðstefnu í München ásamt mörgum helstu leiðtogum Vesturlanda. Þar var einnig Mike Pence, varaforseti Trumps, sem hitti þar meðal annars Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Pence hélt einnig í heimsókn til Dachau til að skoða þar útrýmingarbúðir nasista, þar sem hann hitti meðal annars fólk sem lifði af vítisdvölina þar. Hann sagði það hafa verið áhrifamikla og tilfinningaþrungna stund.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain segir að óþol Donalds Trump gagnvart fjölmiðlum grafi undan lýðræðinu. Það sé einmitt þannig sem einræðisherrar byrji valdaferil sinn. Sjálfur sagðist McCain reyndar ekki þola fjölmiðla, en hann geri sér fulla grein fyrir því hve nauðsynlegir þeir séu. „Mér er mikil alvara með þessu, að ef við viljum halda í það lýðræðisskipulag sem við þekkjum, þá verðum við að hafa frjálsa og stundum fjandsamlega fjölmiðla,“ sagði hann í viðtali í Þýskalandi um helgina. „Án þeirra óttast ég að við myndum glata svo miklu af einstaklingsfrelsi okkar með tímanum. Það er svoleiðis sem einræðisherrar byrja.“ Í dag er mánuður liðinn frá því Donald Trump tók við völdum. Þessar fáu vikur hefur hann hvað eftir annað úthúðað fjölmiðlum fyrir að birta fréttir sem honum þóknast ekki. Hann segir þá vera óheiðarlega, flytja falskar og upplognar fréttir. Nú síðast sagði hann nokkra helstu fjölmiðla Bandaríkjanna vera „óvin bandarísku þjóðarinnar“. Hann hefur einnig sagt fjölmiðlana vera stjórnarandstöðuflokk gegn sér og ríkisstjórn sinni. Hann ætli sér hins vegar ekki að láta fjölmiðlana komast upp með það: „Þegar fjölmiðlarnir ljúga að fólki mun ég aldrei láta þá komast upp með það.“ McCain tók um helgina þátt í árlegri öryggisráðstefnu í München ásamt mörgum helstu leiðtogum Vesturlanda. Þar var einnig Mike Pence, varaforseti Trumps, sem hitti þar meðal annars Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Pence hélt einnig í heimsókn til Dachau til að skoða þar útrýmingarbúðir nasista, þar sem hann hitti meðal annars fólk sem lifði af vítisdvölina þar. Hann sagði það hafa verið áhrifamikla og tilfinningaþrungna stund.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira