Fermetraverðið hæst í miðborginni en ódýrast í Vöngum í Hafnarfirði Haraldur Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 11:39 Fermetri í fjölbýli í miðborg Reykjavíkur kostaði að meðaltali 469 þúsund krónur í fyrra. Vísir/Valli Hæsta meðalfermetraverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var í miðborg Reykjavíkur en það lægsta í Vöngum í Hafnarfirði. Fermetrinn kostaði þá að meðaltali 469 þúsund í miðborginni en 275 þúsund í hverfinu í norðurbæ Hafnarfjarðar. Var því um rúmlega 70 prósenta verðmun að ræða milli dýrustu og ódýrustu íbúðanna í fjölbýli eða svipað og árið 2015. Þetta kemur í nýrri samantekt Hagfræðideildar Landsbankans sem byggir á tölum Þjóðskrár Íslands. Þar segir að fermetraverð í miðborginni hafi verið um sjö prósentum hærra en í næstdýrasta hverfinu. „Árið áður var miðborgin rúmlega 11% hærri en næsta hverfi og 14% árið þar á undan. Sé litið á næst hæstu hverfi eru Sjáland í Garðabæ, Seltjarnarnes og miðlæg svæði í Reykjavík líka hlutfallslega hærra verðlögð,“ segir í samantektinni „Síðustu misseri hefur verið töluverð umræða um mikla spurn eftir íbúðum á miðlægum svæðum sem hafi ýtt verðum þar upp á við. Svo virðist sem staðan hafi breyst nokkuð þar sem hækkun á miðsvæðum í Reykjavík, t.d. miðborginni, er minni en víða annars staðar. Sé litið á hækkunina á milli áranna 2015 og 2016 sést að dýru hverfin hækkuðu ekki mest.“ Á milli áranna 2015 og 2016 hækkaði verð mest í Húsahverfi eða um 25 prósent. Minnstu hækkanirnar voru í Kórum, Hvörfum og Þingum, rúmt eitt prósent, og í Húsahverfi, um tæp tvö prósent. „Sú þróun undanfarinna ára að verðmunur á milli dýrustu og ódýrustu hverfa aukist virðist hafa stöðvast. Það kann að skýrast af því að mikil umframeftirspurn í miðborginni hafi aukið möguleika á sölu í minna miðlægum hverfum meira en í öðrum hverfum. Þá hefur fasteignaverð hækkað mikið undanfarin misseri og væntanlega er fólk farið að hugsa meira um hvar mest fæst fyrir peningana. Hér skiptir einnig máli að þjóðin er fremur ung og fyrstu kaupendur hafa tæplega efni á öðru en að fara út á jaðra höfuðborgarsvæðisins. Þá kann tiltölulega lágt bensínverð undanfarin misseri að hafa haft áhrif á búsetuákvarðanir fólks með tilliti til ferðakostnaðar til og frá vinnu.“ Húsnæðismál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hæsta meðalfermetraverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var í miðborg Reykjavíkur en það lægsta í Vöngum í Hafnarfirði. Fermetrinn kostaði þá að meðaltali 469 þúsund í miðborginni en 275 þúsund í hverfinu í norðurbæ Hafnarfjarðar. Var því um rúmlega 70 prósenta verðmun að ræða milli dýrustu og ódýrustu íbúðanna í fjölbýli eða svipað og árið 2015. Þetta kemur í nýrri samantekt Hagfræðideildar Landsbankans sem byggir á tölum Þjóðskrár Íslands. Þar segir að fermetraverð í miðborginni hafi verið um sjö prósentum hærra en í næstdýrasta hverfinu. „Árið áður var miðborgin rúmlega 11% hærri en næsta hverfi og 14% árið þar á undan. Sé litið á næst hæstu hverfi eru Sjáland í Garðabæ, Seltjarnarnes og miðlæg svæði í Reykjavík líka hlutfallslega hærra verðlögð,“ segir í samantektinni „Síðustu misseri hefur verið töluverð umræða um mikla spurn eftir íbúðum á miðlægum svæðum sem hafi ýtt verðum þar upp á við. Svo virðist sem staðan hafi breyst nokkuð þar sem hækkun á miðsvæðum í Reykjavík, t.d. miðborginni, er minni en víða annars staðar. Sé litið á hækkunina á milli áranna 2015 og 2016 sést að dýru hverfin hækkuðu ekki mest.“ Á milli áranna 2015 og 2016 hækkaði verð mest í Húsahverfi eða um 25 prósent. Minnstu hækkanirnar voru í Kórum, Hvörfum og Þingum, rúmt eitt prósent, og í Húsahverfi, um tæp tvö prósent. „Sú þróun undanfarinna ára að verðmunur á milli dýrustu og ódýrustu hverfa aukist virðist hafa stöðvast. Það kann að skýrast af því að mikil umframeftirspurn í miðborginni hafi aukið möguleika á sölu í minna miðlægum hverfum meira en í öðrum hverfum. Þá hefur fasteignaverð hækkað mikið undanfarin misseri og væntanlega er fólk farið að hugsa meira um hvar mest fæst fyrir peningana. Hér skiptir einnig máli að þjóðin er fremur ung og fyrstu kaupendur hafa tæplega efni á öðru en að fara út á jaðra höfuðborgarsvæðisins. Þá kann tiltölulega lágt bensínverð undanfarin misseri að hafa haft áhrif á búsetuákvarðanir fólks með tilliti til ferðakostnaðar til og frá vinnu.“
Húsnæðismál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira