Það vantar hjúkrunarheimili fyrir aldraða! Björgvin Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Hagsmunamál aldraðra eru fleiri en kjaramálin. Hjúkrun og umönnun aldraðra skiptir einnig miklu máli. Á síðasta ári dvöldust 2.407 eldri borgarar, 67 ára og eldri, á hjúkrunarheimilum. Af þeim voru flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 1.372. Vistmönnum á hjúkrunarheimilum hefur fjölgað mikið eftir því sem þjóðin hefur elst. Árið 1998 voru 2.000 eldri borgarar á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra en árið 2015 voru þeir orðnir 2.710. Það hefur verið mikið vandamál undanfarin ár hvað biðlistar eftir rými á hjúkrunarheimilum hafa verið langir. Biðtíminn eftir rými þar er nú rúmlega sex mánuðir skv. upplýsingum landlæknis. Það er alltof langur tími. Skilyrði fyrir því að fá vist á hjúkrunarheimili hafa verið hert. Nú verða allir, sem sækja um hjúkrunarheimili, að fá færni- og heilsumat. Í stuttu máli er það þannig, að enginn fær vist á hjúkrunarheimili í dag nema hann hafi áður nýtt öll úrræði, sem eru í boði fyrir þá, sem dveljast heima, svo sem heimahjúkrun og jafnvel hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili. Það þýðir, að ekki er sótt um hjúkrunarheimili fyrr en heilsan leyfir ekki að dvalist sé lengur í heimahúsi. Heilsunni getur hrakað ört þegar svo er komið og ef það dregst mjög lengi eftir það að fá rými á hjúkrunarheimili, jafnvel í sex mánuði, getur viðkomandi eldri borgari verið orðinn mjög slæmur til heilsunnar loks þegar hann fær inni á hjúkrunarheimili. Hann nýtur betur dvalar á hjúkrunarheimili, ef hann fær dvöl þar áður en hann er orðinn of heilsuveill. Æskilegt er að eldri borgarar geti dvalist sem lengst í heimahúsum hjá ástvinum sínum. En þar eru einnig vandamál. Heimahjúkrun er undirmönnuð. Hún hefur ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að ráða mætti nægilega marga hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Það eru því bæði vandamál vegna skorts á hjúkrunarheimilum og vegna undirmönnunar í heimahjúkrun. Nauðsynlegt er að gera átak nú til þess að bæta úr hvoru tveggja. Stjórnvöld segja, að góðæri ríki í landinu og því ætti að vera kjörið tækifæri nú til þess að bæta úr þessu. Það er mikilvægara en að sýna afgang á fjárlögum. Samandregið er ástandið í málefnum aldraðra þetta: Kjör eldri borgara, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum, eru við hungurmörk. Lífeyrir sá sem stjórnvöld skammta öldruðum dugar ekki til framfærslu. Aldraðir sem eru í þessum sporum, verða iðulega að neita sér um læknishjálp eða lyf. Það er til skammar fyrir land, sem kallar sig velferðarríki. Skortur er á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun er undirmönnuð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hagsmunamál aldraðra eru fleiri en kjaramálin. Hjúkrun og umönnun aldraðra skiptir einnig miklu máli. Á síðasta ári dvöldust 2.407 eldri borgarar, 67 ára og eldri, á hjúkrunarheimilum. Af þeim voru flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 1.372. Vistmönnum á hjúkrunarheimilum hefur fjölgað mikið eftir því sem þjóðin hefur elst. Árið 1998 voru 2.000 eldri borgarar á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra en árið 2015 voru þeir orðnir 2.710. Það hefur verið mikið vandamál undanfarin ár hvað biðlistar eftir rými á hjúkrunarheimilum hafa verið langir. Biðtíminn eftir rými þar er nú rúmlega sex mánuðir skv. upplýsingum landlæknis. Það er alltof langur tími. Skilyrði fyrir því að fá vist á hjúkrunarheimili hafa verið hert. Nú verða allir, sem sækja um hjúkrunarheimili, að fá færni- og heilsumat. Í stuttu máli er það þannig, að enginn fær vist á hjúkrunarheimili í dag nema hann hafi áður nýtt öll úrræði, sem eru í boði fyrir þá, sem dveljast heima, svo sem heimahjúkrun og jafnvel hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili. Það þýðir, að ekki er sótt um hjúkrunarheimili fyrr en heilsan leyfir ekki að dvalist sé lengur í heimahúsi. Heilsunni getur hrakað ört þegar svo er komið og ef það dregst mjög lengi eftir það að fá rými á hjúkrunarheimili, jafnvel í sex mánuði, getur viðkomandi eldri borgari verið orðinn mjög slæmur til heilsunnar loks þegar hann fær inni á hjúkrunarheimili. Hann nýtur betur dvalar á hjúkrunarheimili, ef hann fær dvöl þar áður en hann er orðinn of heilsuveill. Æskilegt er að eldri borgarar geti dvalist sem lengst í heimahúsum hjá ástvinum sínum. En þar eru einnig vandamál. Heimahjúkrun er undirmönnuð. Hún hefur ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að ráða mætti nægilega marga hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Það eru því bæði vandamál vegna skorts á hjúkrunarheimilum og vegna undirmönnunar í heimahjúkrun. Nauðsynlegt er að gera átak nú til þess að bæta úr hvoru tveggja. Stjórnvöld segja, að góðæri ríki í landinu og því ætti að vera kjörið tækifæri nú til þess að bæta úr þessu. Það er mikilvægara en að sýna afgang á fjárlögum. Samandregið er ástandið í málefnum aldraðra þetta: Kjör eldri borgara, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum, eru við hungurmörk. Lífeyrir sá sem stjórnvöld skammta öldruðum dugar ekki til framfærslu. Aldraðir sem eru í þessum sporum, verða iðulega að neita sér um læknishjálp eða lyf. Það er til skammar fyrir land, sem kallar sig velferðarríki. Skortur er á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun er undirmönnuð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun