Fótbolti

Þekktu ekki Söru Björk og birtu mynd af norskri stelpu í staðinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Samsett/KSÍ/FIFPro
Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir var í hópi fimmtán bestu miðjumanna heims að mati þeirra leikmanna sem kusu fyrsta úrvalslið heimsins á vegum FIFPro leikmannasamtakanna.

Sara Björk komst ekki liðið en þrír af fimmtán bestu miðjumönnunum fengu sæti þar. Sara Björk endaði í fimmtánda sæti í kjörinu.

FIFPro tilkynnti um niðurstöðurnar í kosningunni í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars.

Sjá einnig:Sara Björk komst ekki í heimsliðið

Meðal þess sem koma þar fram var yfirlit yfir alla leikmenn í hverri stöðu og í hvaða sæti þeir enduðu.

Miðjumennirnir voru þannig saman og mynd og sæti hjá öllum leikmönnum. Vandamálið var bara að fyrir ofan nafn Söru Bjarkar Gunnarsdóttur var ekki mynd af henni.

Myndin var þess í stað af norsku landsliðskonunni Caroline Graham Hansen. Þetta verður að veljast afar klaufaleg hjá fólkinu hjá FIFPro að þekkja ekki einn besta miðjumanns heims í sjón.

Hér fyrir neðan má sjá þessa umræddu mynd sem og Twitter-færsluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×