Fótbolti

Sara Björk komst ekki í heimsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. vísir/stefán
Sara Björk Gunnarsdóttir komst ekki í lið hjá ársins hjá FIFPro leikmannasamtökum kvenna en íslenski miðjumaðurinn var meðal þeirra sem voru tilnefndar.

Heimsliðið fyrir síðasta ár var opinberað í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars.

3200 leikmenn frá 47 löndum tóku þátt í valinu og var Sara Björk ein af fimmtán miðjumönnum sem fengu flest atkvæði. Þótt að hún hafi ekki komist í lokaliðið þá er það mikill heiður fyrir hana að vera í hópi fimmtán bestu miðjumanna heims.

Þrír miðjumenn komust á endanum í úrvalsliðið og var Sara Björk ekki ein af þeim. Miðjumennirnir í úrvalsliðinu voru þær Dzenifer Marozsán frá Þýskalandi, Carli Lloyd frá Bandaríkjunum og  Marta frá Brasilíu.

Leikmenn í úrvalsliðinu koma frá sex löndum eða Bandaríkjunum (4), Þýskalandi (2), Frakklandi (2), Brasilíu, Svíþjóð og Noregi.

Einn liðsfélagi Söru Bjarkar hjá þýska liðinu VfL Wolfsburg er í úrvalsliðinu eða sænski varnarmaðurinn Nilla Fischer en franska Lyon á fimm leikmenn í liðinu þar af alla þrjá sóknarmennina.



Heimslið FIFPro 2017:

Markmaður: Hope Solo (Bandaríkin, án félags)

Varnarmenn: Leone Maier (Þýskaland Bayern München); Nilla Fischer (Svíþjóð, VfL Wolfsburg); Wendie Renard (Frakkkland, Lyon), Ali Krieger (Bandaríkin, Orlando Pride)

Miðjumenn: Dzenifer Marozsán (Þýskaland, Lyon), Carli Lloyd (Bandaríkin, Houston Dash/Manchester City), Marta (Brasilía, FC Rosengård)

Sóknarmenn: Alex Morgan (Bandaríkin, Orlando Pride/Lyon), Ada Hegerberg (Noregur, Lyon), Eugénie Le Sommer (Frakkland, Lyon).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×