Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík neitaði að mæta í spjallþátt Piers Morgan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. mars 2017 13:23 Juel Miah er ekki sáttur við Piers Morgan. Vísir/Getty/Stefán Juhel Miah, velski kennarinn sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík í febrúar neitaði að mæta í Good Morning Britan, spjallþátt Piers Morgan. Er hann ósáttur við orð Morgan eftir að sér var vísað frá borði auk þess sem að hann hefur efasemdir um Morgan vegna tengsla hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég hafnaði boði Good Morning Britain vegna Piers Morgan, viðhorfa hans og tengsla við Donald Trump. Ég sagði framleiðendum þáttarins að ég vildi ekki vera í þáttunum með Piers Morgan,“ sagði Miah í samtali við Wales Online. Miah virðist vera ósáttur við tíst frá Piers Morgan þar sem hann viðraði efasemdir um frásögn kennarans. Miah var sem kunnugt er vísað frá borði flugvélar Icelandair hér á landi á leið til Bandaríkjanna þann 16. febrúar. Miah hefur enn ekki fengið neinar skýringar fyrir utan þær sem hann fékk á Keflavíkurflugvelli, að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Morgan studdi Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hafa þeir verið vinir um árabil. Hefur Morgan sagt að honum líki vel við Trump sem reynst hafi sér traustur og góður vinur í gegnum tíðina, þrátt fyrir að vera ósammála Trump um helstu stefnumál. Miah vonast enn til þess að fá skýringar á því af hverju hann fékk ekki að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hefur hann fengið þingmann kjördæmis síns í lið með sér til þess að ganga úr skugga um að vegabréf hans sé ekki kominn á einhversskonar lista sem geti komið í veg fyrir frekari ferðalög. Donald Trump Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
Juhel Miah, velski kennarinn sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík í febrúar neitaði að mæta í Good Morning Britan, spjallþátt Piers Morgan. Er hann ósáttur við orð Morgan eftir að sér var vísað frá borði auk þess sem að hann hefur efasemdir um Morgan vegna tengsla hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég hafnaði boði Good Morning Britain vegna Piers Morgan, viðhorfa hans og tengsla við Donald Trump. Ég sagði framleiðendum þáttarins að ég vildi ekki vera í þáttunum með Piers Morgan,“ sagði Miah í samtali við Wales Online. Miah virðist vera ósáttur við tíst frá Piers Morgan þar sem hann viðraði efasemdir um frásögn kennarans. Miah var sem kunnugt er vísað frá borði flugvélar Icelandair hér á landi á leið til Bandaríkjanna þann 16. febrúar. Miah hefur enn ekki fengið neinar skýringar fyrir utan þær sem hann fékk á Keflavíkurflugvelli, að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Morgan studdi Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hafa þeir verið vinir um árabil. Hefur Morgan sagt að honum líki vel við Trump sem reynst hafi sér traustur og góður vinur í gegnum tíðina, þrátt fyrir að vera ósammála Trump um helstu stefnumál. Miah vonast enn til þess að fá skýringar á því af hverju hann fékk ekki að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hefur hann fengið þingmann kjördæmis síns í lið með sér til þess að ganga úr skugga um að vegabréf hans sé ekki kominn á einhversskonar lista sem geti komið í veg fyrir frekari ferðalög.
Donald Trump Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31
Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36