Górilla skutlaði sér inn á völlinn í miðjum NBA-leik | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 11:45 Herra górilla. Vísir/Getty Washington Wizards vann 131-127 sigur á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það var vissulega um nóg að fjalla frá þessum leik enda margir að spila vel og tveir leikmenn sendir í sturtu. Það var þó einn leynigestur sem stal senunni á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Górillan er lukkudýr Phoenix Suns liðsins og alltaf til staðar á heimaleikjum liðsins. Górillan er þó aldrei inn á vellinum nema í leikhléum og á milli leikhluta. Þar til í nótt. Í einni sókn heimaliðsins í fjórða leikhluta þegar munurinn var aðeins fimm stig þá var eins og umrædd górilla hefði hreinlega „fríkað“ út þegar hún skutlaði sér inn á völlinn. Boltinn var meira að segja á þeim helmingi vallarins, Phoenix-liðið með boltann og fullt af leikmönnum í kringum hana . Górillan var aftur á móti fljót að koma sér til baka í sína stöðu fyrir aftan völlinn. Þegar menn fóru að skoða upptökuna betur kom þó ýmislegt í ljós. Það má því búast við því að lukkudýrið verið kallað inn á teppið í dag en ekki til að skamma það fyrir skutlið heldur til að hrósa starfsmanninum fyrir skjót viðbrögð. Górillan var nefnilega ekki að skutla sér inn á völlinn sér til gamans heldur til að ná í aðskotarhlut sem var á hættulegum stað í teignum og hefði getað orsakað meiðsli leikmanna ef górillan hefði ekki komið auga á aðskotahlutinn. Hér fyrir neðan má sjá skutluna hjá Herra Górillu.Come get ya mans, @Suns pic.twitter.com/sfapmmGm5V— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 8, 2017 i can't stop watching this pic.twitter.com/LRphUzEsuw— James Herbert (@outsidethenba) March 8, 2017 NBA Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Washington Wizards vann 131-127 sigur á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það var vissulega um nóg að fjalla frá þessum leik enda margir að spila vel og tveir leikmenn sendir í sturtu. Það var þó einn leynigestur sem stal senunni á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Górillan er lukkudýr Phoenix Suns liðsins og alltaf til staðar á heimaleikjum liðsins. Górillan er þó aldrei inn á vellinum nema í leikhléum og á milli leikhluta. Þar til í nótt. Í einni sókn heimaliðsins í fjórða leikhluta þegar munurinn var aðeins fimm stig þá var eins og umrædd górilla hefði hreinlega „fríkað“ út þegar hún skutlaði sér inn á völlinn. Boltinn var meira að segja á þeim helmingi vallarins, Phoenix-liðið með boltann og fullt af leikmönnum í kringum hana . Górillan var aftur á móti fljót að koma sér til baka í sína stöðu fyrir aftan völlinn. Þegar menn fóru að skoða upptökuna betur kom þó ýmislegt í ljós. Það má því búast við því að lukkudýrið verið kallað inn á teppið í dag en ekki til að skamma það fyrir skutlið heldur til að hrósa starfsmanninum fyrir skjót viðbrögð. Górillan var nefnilega ekki að skutla sér inn á völlinn sér til gamans heldur til að ná í aðskotarhlut sem var á hættulegum stað í teignum og hefði getað orsakað meiðsli leikmanna ef górillan hefði ekki komið auga á aðskotahlutinn. Hér fyrir neðan má sjá skutluna hjá Herra Górillu.Come get ya mans, @Suns pic.twitter.com/sfapmmGm5V— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 8, 2017 i can't stop watching this pic.twitter.com/LRphUzEsuw— James Herbert (@outsidethenba) March 8, 2017
NBA Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira