Viðar Ari: Gústi þjálfari er goðsögn þarna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2017 19:15 Fjölnismaðurinn Viðar Ari Jónsson er genginn í raðir Brann í Noregi. Viðar, sem verður 23 ára á föstudaginn, var í lykilhlutverki hjá Fjölni í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu, bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Viðar skrifaði undir þriggja ára samning við Brann sem endaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið draumur. Þetta er stór klúbbur og stórt tækifæri þannig maður lætur þetta ekki framhjá sér fara,“ sagði Viðar í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að félagaskiptin hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist frekar skjótt. Ég heyrði í umboðsmanninum og þetta kom á borðið. Við ákváðum að stökkva á þetta. Það var virkilega gott að geta farið út og sannað sig á fáum dögum og krækt í samning,“ sagði Viðar og bætti því við Fjölnir hefði ekki staðið í vegi fyrir því að hann færi upplifði drauminn um að spila sem atvinnumaður. „Þeir voru mjög almennilegir. Þetta var draumurinn og það voru allir mjög meðvitaðir um það.“ Viðar lék sína fyrstu A-landsleiki fyrr á þessu ári. Hann vonast til að fá fleiri tækifæri í bláu treyjunni og segir að vistaskiptin til Brann ættu að hjálpa til í þeim efnum. „Það er á hreinu. Markmiðið er að halda sér í þeim hóp og þetta skref ætti að ýta enn frekar undir það,“ sagði Viðar. Fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Brann í gegnum tíðina, m.a. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. „Gústi þjálfari er einhver goðsögn þarna og maður er búinn að fá nóg af ábendingum,“ sagði Viðar sem fer með Brann í æfingaferð til La Manga á næstu dögum. Hann kemur aftur svo heim áður en hann fer út til Bergen í kringum 20. mars. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Viðar Ari seldur til Brann Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann. 6. mars 2017 17:16 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Fjölnismaðurinn Viðar Ari Jónsson er genginn í raðir Brann í Noregi. Viðar, sem verður 23 ára á föstudaginn, var í lykilhlutverki hjá Fjölni í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu, bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Viðar skrifaði undir þriggja ára samning við Brann sem endaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið draumur. Þetta er stór klúbbur og stórt tækifæri þannig maður lætur þetta ekki framhjá sér fara,“ sagði Viðar í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að félagaskiptin hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist frekar skjótt. Ég heyrði í umboðsmanninum og þetta kom á borðið. Við ákváðum að stökkva á þetta. Það var virkilega gott að geta farið út og sannað sig á fáum dögum og krækt í samning,“ sagði Viðar og bætti því við Fjölnir hefði ekki staðið í vegi fyrir því að hann færi upplifði drauminn um að spila sem atvinnumaður. „Þeir voru mjög almennilegir. Þetta var draumurinn og það voru allir mjög meðvitaðir um það.“ Viðar lék sína fyrstu A-landsleiki fyrr á þessu ári. Hann vonast til að fá fleiri tækifæri í bláu treyjunni og segir að vistaskiptin til Brann ættu að hjálpa til í þeim efnum. „Það er á hreinu. Markmiðið er að halda sér í þeim hóp og þetta skref ætti að ýta enn frekar undir það,“ sagði Viðar. Fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Brann í gegnum tíðina, m.a. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. „Gústi þjálfari er einhver goðsögn þarna og maður er búinn að fá nóg af ábendingum,“ sagði Viðar sem fer með Brann í æfingaferð til La Manga á næstu dögum. Hann kemur aftur svo heim áður en hann fer út til Bergen í kringum 20. mars. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Viðar Ari seldur til Brann Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann. 6. mars 2017 17:16 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Viðar Ari seldur til Brann Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann. 6. mars 2017 17:16