Áhætta á kostnað almennings Oddný G. Harðardóttir skrifar 6. mars 2017 07:00 Á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins liggja drög að endurskoðaðri eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnunni er ekkert rætt um breytt skipulag bankakerfisins til hagsbóta fyrir almenning. Þó er tækifæri til þess einmitt nú þegar ríkið á stærsta hluta bankakerfisins. Allt á að selja nema minnihluta (34-40%) í Landsbankanum. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að allar fjármálastofnanirnar verði óbreyttar og haldi áfram í sömu mynd og þær eru í dag og engin merki um að ríkið leggi áherslu á breytta menningu eða siðferði innan kerfisins frá því sem var fyrir hrun. Við horfum á nánast sama bankakerfið og fyrir hrun og sömu áhættu á herðum almennings. Mér finnst það algjörlega óásættanlegt. Ríkið á þvert á móti að beita eigendaáhrifum sínum í bönkunum til þess að stuðla að heppilegri þróun á fjármálamarkaði og það á að fara í þá vinnu strax. Nú eru vogunarsjóðir líklega að eignast fyrsta eignarhlutinn sem er seldur í banka eftir að samið var við kröfuhafa. Hverjir eru eigendur þessara vogunarsjóða? Er það virkilega stefna nýrrar ríkisstjórnar að hér verði nánast sama bankakerfi og fyrir hrun með vogunarsjóði í broddi fylkingar? Á að endurtaka sömu mistök og við síðustu einkavæðingu? Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Sparifjáreigendur hafa ekki veð í bönkunum en verða að geta treyst því að sparifé þeirra sé öruggt og aðgengilegt til að greiða með regluleg útgjöld. Hagur almennings er best varinn með því að fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi verði aðskilin. Fjárfestar sem njóta alls ávinnings af áhættu ef vel tekst til, eiga líka að bera allan kostnað þegar verr gengur. Honum má ekki velta yfir á almenning. Við eigum alls ekki að selja bankana frá okkur núna í óbreyttri mynd, heldur nýta tækifærið til að bæta bankakerfið til hagsbóta fyrir almenning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins liggja drög að endurskoðaðri eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnunni er ekkert rætt um breytt skipulag bankakerfisins til hagsbóta fyrir almenning. Þó er tækifæri til þess einmitt nú þegar ríkið á stærsta hluta bankakerfisins. Allt á að selja nema minnihluta (34-40%) í Landsbankanum. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að allar fjármálastofnanirnar verði óbreyttar og haldi áfram í sömu mynd og þær eru í dag og engin merki um að ríkið leggi áherslu á breytta menningu eða siðferði innan kerfisins frá því sem var fyrir hrun. Við horfum á nánast sama bankakerfið og fyrir hrun og sömu áhættu á herðum almennings. Mér finnst það algjörlega óásættanlegt. Ríkið á þvert á móti að beita eigendaáhrifum sínum í bönkunum til þess að stuðla að heppilegri þróun á fjármálamarkaði og það á að fara í þá vinnu strax. Nú eru vogunarsjóðir líklega að eignast fyrsta eignarhlutinn sem er seldur í banka eftir að samið var við kröfuhafa. Hverjir eru eigendur þessara vogunarsjóða? Er það virkilega stefna nýrrar ríkisstjórnar að hér verði nánast sama bankakerfi og fyrir hrun með vogunarsjóði í broddi fylkingar? Á að endurtaka sömu mistök og við síðustu einkavæðingu? Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Sparifjáreigendur hafa ekki veð í bönkunum en verða að geta treyst því að sparifé þeirra sé öruggt og aðgengilegt til að greiða með regluleg útgjöld. Hagur almennings er best varinn með því að fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi verði aðskilin. Fjárfestar sem njóta alls ávinnings af áhættu ef vel tekst til, eiga líka að bera allan kostnað þegar verr gengur. Honum má ekki velta yfir á almenning. Við eigum alls ekki að selja bankana frá okkur núna í óbreyttri mynd, heldur nýta tækifærið til að bæta bankakerfið til hagsbóta fyrir almenning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar