Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. mars 2017 15:30 „Þetta er reiðarslag, það er ekki hægt að segja neitt annað en það,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, vegna niðurskurðar á vegaframkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum. „Það er svakalegt uppnám. Fólk er virkilega reitt og þetta er óskiljanlegt hvernig það má vera að þetta komi fram núna þegar það eru einungis örfáar vikur í álit skipulagsstofnunar vegna þessarar vegagerðar. Og það hefur verið í okkar huga alveg tryggt að farið væri í þá framkvæmd þegar búið væri að fara í undirbúningsvinnuna,“ segir hún. Ríkisstjórnin stendur nú í þeirri vinnu að skera samgönguáætlun niður um tíu milljarða. Vestfirðir finna mest fyrir niðurskurðarhnífnum en starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir íbúa svæðisins ítrekað hafa verið svikna um samgönguumbætur.Sjá: „Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar.“ 1200 milljónir króna voru eyrnamerktar Vestfjarðaveg um Gufudalssveit í ár en öll sú fjárhæð verður skorin niður. 400 milljónir áttu þá að fara í Dynjandisheiði, það hefur allt verið skorið niður. Næstmesti niðurskurðurinn verður á sunnanverðum Austfjörðum. Einn milljarður átti að fara í nýja brú yfir Hornafjarðarfljót. Þar verða núll krónur eftir niðurskurð og 400 milljónir áttu að fara í að klára hringveginn um Berufjarðarbotn. Aðspurð hvort að íbúar á svæðinu séu orðnir langþreyttir á bið eftir samgönguúrbótum á svæðinu segir Friðbjörg að það sé vægt til orða tekið. „Það er eiginlega ótrúlegt hve þolinmótt fólk er og hve mikið langlundargeð er á þessu svæði,“ segir hún. „Ég held að það myndi ekki gerast í neinu öðru landi sem við berum okkur saman við að það myndi viðgangast samgönguæeysið og að tenging við höfuðborgarsvæðið sé ekki fullnægjandi árið 2017 það er náttúrulega bara forkastanlegt.“ Hún segir íbúa sunnanverðra Vestfjarða ítrekað svikna um samgönguúrbætur. „Þetta er búið að fara í gegn um ríkisstjórn eftir ríkisstjórn þar sem loforð hafa verið gefin og ekki hefur verið staðið við þau, það verður að klára þetta nú þegar. Ég ákalla bæði ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma þessu á hreint svo að fólk þurfi ekki að liggja andvaka yfir þessum ömurlegu fréttum,“ segir Friðbjörg. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þetta er reiðarslag, það er ekki hægt að segja neitt annað en það,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, vegna niðurskurðar á vegaframkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum. „Það er svakalegt uppnám. Fólk er virkilega reitt og þetta er óskiljanlegt hvernig það má vera að þetta komi fram núna þegar það eru einungis örfáar vikur í álit skipulagsstofnunar vegna þessarar vegagerðar. Og það hefur verið í okkar huga alveg tryggt að farið væri í þá framkvæmd þegar búið væri að fara í undirbúningsvinnuna,“ segir hún. Ríkisstjórnin stendur nú í þeirri vinnu að skera samgönguáætlun niður um tíu milljarða. Vestfirðir finna mest fyrir niðurskurðarhnífnum en starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir íbúa svæðisins ítrekað hafa verið svikna um samgönguumbætur.Sjá: „Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar.“ 1200 milljónir króna voru eyrnamerktar Vestfjarðaveg um Gufudalssveit í ár en öll sú fjárhæð verður skorin niður. 400 milljónir áttu þá að fara í Dynjandisheiði, það hefur allt verið skorið niður. Næstmesti niðurskurðurinn verður á sunnanverðum Austfjörðum. Einn milljarður átti að fara í nýja brú yfir Hornafjarðarfljót. Þar verða núll krónur eftir niðurskurð og 400 milljónir áttu að fara í að klára hringveginn um Berufjarðarbotn. Aðspurð hvort að íbúar á svæðinu séu orðnir langþreyttir á bið eftir samgönguúrbótum á svæðinu segir Friðbjörg að það sé vægt til orða tekið. „Það er eiginlega ótrúlegt hve þolinmótt fólk er og hve mikið langlundargeð er á þessu svæði,“ segir hún. „Ég held að það myndi ekki gerast í neinu öðru landi sem við berum okkur saman við að það myndi viðgangast samgönguæeysið og að tenging við höfuðborgarsvæðið sé ekki fullnægjandi árið 2017 það er náttúrulega bara forkastanlegt.“ Hún segir íbúa sunnanverðra Vestfjarða ítrekað svikna um samgönguúrbætur. „Þetta er búið að fara í gegn um ríkisstjórn eftir ríkisstjórn þar sem loforð hafa verið gefin og ekki hefur verið staðið við þau, það verður að klára þetta nú þegar. Ég ákalla bæði ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma þessu á hreint svo að fólk þurfi ekki að liggja andvaka yfir þessum ömurlegu fréttum,“ segir Friðbjörg.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira