Arngrímur tjáir sig um flugslysið: Sat við hliðina á látnum vini sínum án þess að geta gert neitt Birgir Olgeirsson skrifar 3. mars 2017 11:44 Arngrímur Jóhannsson lýsir flugslysinu örlagaríka í viðtali við Vikudag. „Ég fæ oft „flashback“ og upplifi aftur þær mínútur sem við höfðum áður en vélin brotlenti. Það er án efa versta upplifun sem ég hef gengið í gegnum að sitja við hliðina á látnum vini mínum lengst upp á fjöllum og geta ekkert gert,“ segir Arngrímur Jóhannsson, einn þekktasti flugmaður landsins, í áhrifaríku viðtali í Vikudegi um flugslysið örlagaríka sem hann lenti í fyrir tveimur árum. Slysið átti sér stað í 9. ágúst árið 2015 en Arngrímur hafði lagt af stað frá Akureyrarflugvelli á sjóflugvél af gerðinni Beaver ásamt kanadískum vini sínum. Áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20 sama dag. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi eftir að leit hafði engu skilað. Klukkan 20:29 sama dag fann þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal.Forsíða Vikudags.Var með brunasár um allan líkamann Arngrímur var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík með alvarlega áverka. Hann var síðar færður á lýtalækningadeild Landspítalans en í viðtalinu við Vikudag segist hann hafa verið með brunasár um allan líkamann og að tekið hafi verið af honum skinn á einum stað líkamans til að græða sár annars staðar á líkama hans. Í viðtalinu lýsir hann að þeir félagarnir haf vitað að þeir myndu brotlenda og að þessa reynsla hafi gjörbreytt lífi hans. Hann segist hafa haft mikla ástríðu fyrir listflugi fyrir slysið en nú geti hann ekki hugsað sér að snúa vélinni á hvolf.Bréf frá vinum hins látna ýtti honum aftur í flugið Hann segist hafa snúið aftur í flugið fljótlega eftir slysi og það sem fékk hann til að gera það var bréf sem honum barst frá vinum félaga hans sem lést. „Þeir voru allir sammála um að ég yrði að halda áfram að fljúga, því það væri það sem hann hefði viljað og einnig það sem ég hefði viljað ef hlutskipti okkar hefði verið öfugt farið.“ Nánar um málið í Vikudegi hér.Hér má sjá mynd þegar TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti flak vélarinnar í niður að Bug í Hörgárdal.Vísir/Völundur Jónsson Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01 Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Ég fæ oft „flashback“ og upplifi aftur þær mínútur sem við höfðum áður en vélin brotlenti. Það er án efa versta upplifun sem ég hef gengið í gegnum að sitja við hliðina á látnum vini mínum lengst upp á fjöllum og geta ekkert gert,“ segir Arngrímur Jóhannsson, einn þekktasti flugmaður landsins, í áhrifaríku viðtali í Vikudegi um flugslysið örlagaríka sem hann lenti í fyrir tveimur árum. Slysið átti sér stað í 9. ágúst árið 2015 en Arngrímur hafði lagt af stað frá Akureyrarflugvelli á sjóflugvél af gerðinni Beaver ásamt kanadískum vini sínum. Áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20 sama dag. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi eftir að leit hafði engu skilað. Klukkan 20:29 sama dag fann þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal.Forsíða Vikudags.Var með brunasár um allan líkamann Arngrímur var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík með alvarlega áverka. Hann var síðar færður á lýtalækningadeild Landspítalans en í viðtalinu við Vikudag segist hann hafa verið með brunasár um allan líkamann og að tekið hafi verið af honum skinn á einum stað líkamans til að græða sár annars staðar á líkama hans. Í viðtalinu lýsir hann að þeir félagarnir haf vitað að þeir myndu brotlenda og að þessa reynsla hafi gjörbreytt lífi hans. Hann segist hafa haft mikla ástríðu fyrir listflugi fyrir slysið en nú geti hann ekki hugsað sér að snúa vélinni á hvolf.Bréf frá vinum hins látna ýtti honum aftur í flugið Hann segist hafa snúið aftur í flugið fljótlega eftir slysi og það sem fékk hann til að gera það var bréf sem honum barst frá vinum félaga hans sem lést. „Þeir voru allir sammála um að ég yrði að halda áfram að fljúga, því það væri það sem hann hefði viljað og einnig það sem ég hefði viljað ef hlutskipti okkar hefði verið öfugt farið.“ Nánar um málið í Vikudegi hér.Hér má sjá mynd þegar TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti flak vélarinnar í niður að Bug í Hörgárdal.Vísir/Völundur Jónsson
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01 Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01
Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00