Mögulegt lokapróf stelpnanna í 3-5-2 Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2017 06:00 Sandra María Jessen verður ekki meira með. Vísir/Anton Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta klukkan 14.45 en leiknum verður lýst beint á Vísi. Ísland er með eitt stig í B-riðlinum eftir sterkt jafntefli við firnasterkt lið Noregs þar sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gaf óreyndari leikmönnum tækifæri. Japan er einnig ógnarsterkt en það spilaði til úrslita á HM 2015 í Kanada og varð heimsmeistari fjórum árum áður. Ísland og Japan hafa einu sinni mæst en það var einmitt á Algarve-mótinu fyrir tveimur árum. Þá höfðu þær japönsku 2-0 sigur. Stelpurnar okkar munu spila 3-5-2 leikkerfið í dag sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari prófaði fyrst á móti í Kína fyrir áramót. „Þetta leikkerfi gekk vel þar að mörgu leyti á meðan við höfðum orku í það. Það var rakt loft í Kína og mér fannst liðið þreytt á þessum tíma. Það hélt vel á meðan við vorum með ferska fætur,“ sagði Freyr við íþróttadeild fyrir mótið. Landsliðsþjálfarinn vildi eiga aðra leikaðferð á lager til að geta til dæmis notað á Evrópumótinu í Hollandi í sumar. Það gæti ráðist í dag hvort þetta kerfi verði yfir höfuð notað til frambúðar eða ekki. „Ég mun prófa það aftur og mun, eftir að hafa greint leikina, breyta tæknilegum útfærslum. Við munum prófa það á móti Japan þannig að það verður spennandi að sjá hvort við förum lengra með það eða látum staðar numið eftir Algarve,“ sagði Freyr. Íslenska liðið þurfti að fá undanþágu hjá mótshöldurum til að gera breytingu á liðinu vegna meiðsla Söndru Maríu Jessen. Guðmunda Brynja Óladóttir hefur verið kölluð inn fyrir Akureyringinn sem meiddist illa gegn Noregi og verður ekki meira með á mótinu. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta klukkan 14.45 en leiknum verður lýst beint á Vísi. Ísland er með eitt stig í B-riðlinum eftir sterkt jafntefli við firnasterkt lið Noregs þar sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gaf óreyndari leikmönnum tækifæri. Japan er einnig ógnarsterkt en það spilaði til úrslita á HM 2015 í Kanada og varð heimsmeistari fjórum árum áður. Ísland og Japan hafa einu sinni mæst en það var einmitt á Algarve-mótinu fyrir tveimur árum. Þá höfðu þær japönsku 2-0 sigur. Stelpurnar okkar munu spila 3-5-2 leikkerfið í dag sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari prófaði fyrst á móti í Kína fyrir áramót. „Þetta leikkerfi gekk vel þar að mörgu leyti á meðan við höfðum orku í það. Það var rakt loft í Kína og mér fannst liðið þreytt á þessum tíma. Það hélt vel á meðan við vorum með ferska fætur,“ sagði Freyr við íþróttadeild fyrir mótið. Landsliðsþjálfarinn vildi eiga aðra leikaðferð á lager til að geta til dæmis notað á Evrópumótinu í Hollandi í sumar. Það gæti ráðist í dag hvort þetta kerfi verði yfir höfuð notað til frambúðar eða ekki. „Ég mun prófa það aftur og mun, eftir að hafa greint leikina, breyta tæknilegum útfærslum. Við munum prófa það á móti Japan þannig að það verður spennandi að sjá hvort við förum lengra með það eða látum staðar numið eftir Algarve,“ sagði Freyr. Íslenska liðið þurfti að fá undanþágu hjá mótshöldurum til að gera breytingu á liðinu vegna meiðsla Söndru Maríu Jessen. Guðmunda Brynja Óladóttir hefur verið kölluð inn fyrir Akureyringinn sem meiddist illa gegn Noregi og verður ekki meira með á mótinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum Sjá meira