Trump vill setja 108 þúsund milljarða í uppbyggingu innviða Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2017 19:45 Repúblikanar á Bandaríkjaþingi fögnuðu Donald Trump innilega þegar hann flutti fyrstu stefnuræðu sína á þinginu í gærkvöldi. Þar lofaði hann að auka útgjöld til hernaðarmála um tæplega sex þúsund milljarða íslenskra króna og til uppbyggingar innviða samfélagsins um 108 þúsund milljarða króna. Fréttaskýrendur segja að öllu mildari Trump hafi birst bandarísku þjóðinni en áður, þegar hann flutti fyrstu „State of the Union“ ræðu sína, eða stefnuræðu, í sameinuðu þingi Bandaríkjanna í gærkvöldi. Þótt ekki skorti sjálfsöryggið frekar en fyrri daginn var forsetinn nokkuð samkvæmur kosningaloforðum sínum. Hann sagði nauðsynlegt að endurræsa bandarískan efnahag með því að gera fyrirtækjum erfitt að yfirgefa landið en á sama tíma auðveldara að athafna sig þar með skattalækkunum. „Þetta verða miklar lækkanir. Á sama tíma munum við lækka skatta miðstéttarinnar verulega. Við verðum að skapa jöfn samkeppnisskilyrði fyrir bandarísk fyrirtæki og launafólk okkar. Verðum að gera það,“ sagði forsetinn og uppskar mikið lófaklapp frá flokksbræðrum sínum sem fagna alltaf skattalækkunum. Trump ítrekaði kosningaloforð sitt um stórfellda uppbyggingu innviða, eins og vegakerfis Bandaríkjanna sem verið hefur í niðurníðslu í langan tíma. „Til þess að hefjast handa við uppbygginguna á landsvísu mun ég fara fram á að þingið samþykki löggjöf sem skapar 1 trilljón dala (108 þúsund milljarða króna) fjárfestingu í innviðum Bandaríkjanna, fjármögnuð með almannafé og fjárfestingum einkaaðila. Við það skapast milljónir nýrra starfa,“ sagði Trump. Þá höfðu æðstu hershöfningjar bandaríkjahers og um leið hergagnaframleiðendur ástæðu til að gleðjast yfir ræðu Trump, því hann leggur til aukin útgjöld til hermála upp á 54 milljarða dala, eða tæplega sex þúsund milljarða króna. „Ég legg fjárlagafrumvarp fyrir þingið sem miðar að því að byggja upp herinn svo komið verði í veg fyrir viðvarandi niðurskurð til hermála. Það kallar á eina mestu útgjaldaaukningu til hermála í sögu Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu verður meira fé einnig varið til fyrrverandi hermanna. Fyrrverandi hermenn okkar hafa þjónað landinu og nú verðum við að endurgjalda þeim fyrir það,“ sagði Trump. Aukinn stuðningur við fyrrverandi hermenn er líklegur til vinsælda hjá þessari miklu hernaðarþjóð þar sem hundruð þúsunda hermanna glíma við eftirköst stríðsátaka. Enda risu þingmenn úr sætum og klöppuðu ákaft fyrir þessari yfirlýsingu forsetans. En allan þennann útgjaldaauka til hers og og innviða ásamt skattalækkunum ætlar Trump meðal annars að mæta með miklum niðurskurði til m.a. umhverfismála og utanríkisþjónustunnar. Öðrum NATO ríkjum létti væntanlega að heyra einarðan stuðning hans við bandalagið „Bandalagsþjóðir okkar verða að standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Eftir ákveðin og opinská skoðanaskipti okkar hafa þær einmitt tekið við sér. Ég get sagt ykkur að nú streyma peningarnir inn. Mjög gott,“ sagði Donald Trump. Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi fögnuðu Donald Trump innilega þegar hann flutti fyrstu stefnuræðu sína á þinginu í gærkvöldi. Þar lofaði hann að auka útgjöld til hernaðarmála um tæplega sex þúsund milljarða íslenskra króna og til uppbyggingar innviða samfélagsins um 108 þúsund milljarða króna. Fréttaskýrendur segja að öllu mildari Trump hafi birst bandarísku þjóðinni en áður, þegar hann flutti fyrstu „State of the Union“ ræðu sína, eða stefnuræðu, í sameinuðu þingi Bandaríkjanna í gærkvöldi. Þótt ekki skorti sjálfsöryggið frekar en fyrri daginn var forsetinn nokkuð samkvæmur kosningaloforðum sínum. Hann sagði nauðsynlegt að endurræsa bandarískan efnahag með því að gera fyrirtækjum erfitt að yfirgefa landið en á sama tíma auðveldara að athafna sig þar með skattalækkunum. „Þetta verða miklar lækkanir. Á sama tíma munum við lækka skatta miðstéttarinnar verulega. Við verðum að skapa jöfn samkeppnisskilyrði fyrir bandarísk fyrirtæki og launafólk okkar. Verðum að gera það,“ sagði forsetinn og uppskar mikið lófaklapp frá flokksbræðrum sínum sem fagna alltaf skattalækkunum. Trump ítrekaði kosningaloforð sitt um stórfellda uppbyggingu innviða, eins og vegakerfis Bandaríkjanna sem verið hefur í niðurníðslu í langan tíma. „Til þess að hefjast handa við uppbygginguna á landsvísu mun ég fara fram á að þingið samþykki löggjöf sem skapar 1 trilljón dala (108 þúsund milljarða króna) fjárfestingu í innviðum Bandaríkjanna, fjármögnuð með almannafé og fjárfestingum einkaaðila. Við það skapast milljónir nýrra starfa,“ sagði Trump. Þá höfðu æðstu hershöfningjar bandaríkjahers og um leið hergagnaframleiðendur ástæðu til að gleðjast yfir ræðu Trump, því hann leggur til aukin útgjöld til hermála upp á 54 milljarða dala, eða tæplega sex þúsund milljarða króna. „Ég legg fjárlagafrumvarp fyrir þingið sem miðar að því að byggja upp herinn svo komið verði í veg fyrir viðvarandi niðurskurð til hermála. Það kallar á eina mestu útgjaldaaukningu til hermála í sögu Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu verður meira fé einnig varið til fyrrverandi hermanna. Fyrrverandi hermenn okkar hafa þjónað landinu og nú verðum við að endurgjalda þeim fyrir það,“ sagði Trump. Aukinn stuðningur við fyrrverandi hermenn er líklegur til vinsælda hjá þessari miklu hernaðarþjóð þar sem hundruð þúsunda hermanna glíma við eftirköst stríðsátaka. Enda risu þingmenn úr sætum og klöppuðu ákaft fyrir þessari yfirlýsingu forsetans. En allan þennann útgjaldaauka til hers og og innviða ásamt skattalækkunum ætlar Trump meðal annars að mæta með miklum niðurskurði til m.a. umhverfismála og utanríkisþjónustunnar. Öðrum NATO ríkjum létti væntanlega að heyra einarðan stuðning hans við bandalagið „Bandalagsþjóðir okkar verða að standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Eftir ákveðin og opinská skoðanaskipti okkar hafa þær einmitt tekið við sér. Ég get sagt ykkur að nú streyma peningarnir inn. Mjög gott,“ sagði Donald Trump.
Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira