Rússar og Kínverjar komu í veg fyrir aðgerðir gegn Sýrlandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Vladimir Safronkov, fulltrúi Rússlands í ráðinu, beitti neitunarvaldi fyrir hönd Rússa. vísir/getty Rússland og Kína beittu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunar um refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Aðgerðirnar höfðu verið lagðar til vegna notkunar sýrlenska hersins á efnavopnum í borgarastríði landsins. Þetta er í sjöunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi á vettvangi Öryggisráðsins til að koma í veg fyrir aðgerðir gagnvart Sýrlandi. Kína hefur beitt neitunarvaldi sex sinnum í sambærilegum atkvæðagreiðslum. Sýrlenska stjórnin samþykkti að eyða efnavopnum sínum árið 2013 í kjölfar samkomulags þess efnis við Bandaríkin og Rússland. Rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna leiddi hins vegar í ljós að herinn hefði beitt klórgasi þrisvar á árunum 2014 og 2015. Því hafa stjórnvöld vísað alfarið á bug. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós að vígamenn Íslamska ríkisins hafa beitt sinnepsgasi í hernaði sínum. Tillagan var lögð fram af Bretum og Frökkum. Samkvæmt henni var óheimilt að selja þyrlur til Sýrlands. Þá voru lagðar til refsiaðgerðir sem beindust að ellefu sýrslenskum hershöfðingjum og tíu hersveitum sem tóku þátt í aðgerðunum. Níu meðlimir ráðsins greiddu tillögunni atkvæði sitt. Kína, Rússland og Bólivía greiddu atkvæði gegn henni. Egyptaland, Kasakstan og Eþíópía sátu hjá við afgreiðslu málsins. Til að tillaga teljist samþykkt á vettvangi ráðsins þarf samþykki níu þjóða og enginn fastameðlima þess má beita neitunarvaldi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafði gefið það út að refsiaðgerðir gegn Sýrlendingum væru „algerlega óviðeigandi“ og þær „myndu aðeins spilla trausti“ í yfirstandandi friðarviðræðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Rússland og Kína beittu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunar um refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Aðgerðirnar höfðu verið lagðar til vegna notkunar sýrlenska hersins á efnavopnum í borgarastríði landsins. Þetta er í sjöunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi á vettvangi Öryggisráðsins til að koma í veg fyrir aðgerðir gagnvart Sýrlandi. Kína hefur beitt neitunarvaldi sex sinnum í sambærilegum atkvæðagreiðslum. Sýrlenska stjórnin samþykkti að eyða efnavopnum sínum árið 2013 í kjölfar samkomulags þess efnis við Bandaríkin og Rússland. Rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna leiddi hins vegar í ljós að herinn hefði beitt klórgasi þrisvar á árunum 2014 og 2015. Því hafa stjórnvöld vísað alfarið á bug. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós að vígamenn Íslamska ríkisins hafa beitt sinnepsgasi í hernaði sínum. Tillagan var lögð fram af Bretum og Frökkum. Samkvæmt henni var óheimilt að selja þyrlur til Sýrlands. Þá voru lagðar til refsiaðgerðir sem beindust að ellefu sýrslenskum hershöfðingjum og tíu hersveitum sem tóku þátt í aðgerðunum. Níu meðlimir ráðsins greiddu tillögunni atkvæði sitt. Kína, Rússland og Bólivía greiddu atkvæði gegn henni. Egyptaland, Kasakstan og Eþíópía sátu hjá við afgreiðslu málsins. Til að tillaga teljist samþykkt á vettvangi ráðsins þarf samþykki níu þjóða og enginn fastameðlima þess má beita neitunarvaldi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafði gefið það út að refsiaðgerðir gegn Sýrlendingum væru „algerlega óviðeigandi“ og þær „myndu aðeins spilla trausti“ í yfirstandandi friðarviðræðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira