Trump efast um tilvist heimildarmanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur sig geta miðlað upplýsingum betur en hann hefur gert. vísir/afp „Ég held að stundum hafi þeir enga heimildarmenn. Ég held að mikill fjöldi heimildarmanna sé tilbúningur. Ég held að heimildarmennirnir séu skáldaðir. Þeir séu úr lausu lofti gripnir,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í viðtali í sjónvarpsþættinum Fox and Friends sem sýndur var á fréttastöðinni Fox News í gær. Trump hefur kljáðst við fjölmiðla undanfarin misseri, bæði á meðan á forsetaframboði hans stóð og nú eftir að hann tók við embætti forseta í janúar. Hefur hann meðal annars kallað fréttir CNN lygafréttir (e. fake news) áður en hann skipti um skoðun og kallaði þær þess í stað miklar lygafréttir (e. very fake news). Einnig hefur aðalráðgjafi hans, Steve Bannon, kallað fjölmiðla stjórnarandstöðuna þar í landi. Snemma í febrúarmánuði birti The Washington Post frétt um að Mike Flynn, þáverandi öryggisráðgjafi Trumps, hefði átt samskipti við rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Var sú frétt byggð á upplýsingum nafnlausra heimildarmanna í bandarískum öryggisstofnunum. Fjölmargir aðrir lekar úr bandaríska stjórnkerfinu hafa borist fjölmiðlum. Hefur Trump sjálfur sagt að upplýsingarnar séu raunverulegar en fréttirnar falskar. Í síðustu viku var greint frá því að upplýsingafulltrúi Trumps, Sean Spicer, hefði fundað með tugum starfsmanna og skoðað síma þeirra og tölvur í því skyni að koma í veg fyrir meiri leka. Í viðtalinu við Fox and Friends sagðist Trump ósammála aðferð Spicers. „Sean Spicer er góð manneskja. Hann er góður maður. Ég hefði samt gert þetta á annan hátt. Ég hefði gert þetta maður á mann,“ sagði Trump og bætti við: „Sean vinnur á sinn hátt og það er í lagi mín vegna.“ Þá sagðist forsetinn vera kominn með ágæta mynd af því hverjir hefðu verið að leka upplýsingum í fjölmiðla. „Við höfum fólk úr öðrum framboðum. Við höfum fólk fyrri ríkisstjórna.“ Aðspurður um árangur ríkisstjórnarinnar enn sem komið er sagðist Trump ánægður. Þó hefði getað tekist betur að miðla upplýsingum til almennings. „Og það er kannski mér sjálfum að kenna,“ sagði Trump. Hann gaf sér einkunnina C fyrir samskipti, A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. Vísaði hann sérstaklega til innflytjendamála. „Við erum að ná þeim slæmu út. Slæma fólkinu, fólki í glæpagengjum, eiturlyfjabarónum og í sumum tilfellum morðingjum,“ sagði Trump. „Ég er miklu harðari á því að ná slæmu gaurunum út,“ sagði Trump og bar sig saman við fyrirrennara sinn, Barack Obama. „Hann einbeitti sér mun minna að því.“ Trump hélt ræðu frammi fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. Fréttablaðið var farið í prentun þegar sú ræða hófst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
„Ég held að stundum hafi þeir enga heimildarmenn. Ég held að mikill fjöldi heimildarmanna sé tilbúningur. Ég held að heimildarmennirnir séu skáldaðir. Þeir séu úr lausu lofti gripnir,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í viðtali í sjónvarpsþættinum Fox and Friends sem sýndur var á fréttastöðinni Fox News í gær. Trump hefur kljáðst við fjölmiðla undanfarin misseri, bæði á meðan á forsetaframboði hans stóð og nú eftir að hann tók við embætti forseta í janúar. Hefur hann meðal annars kallað fréttir CNN lygafréttir (e. fake news) áður en hann skipti um skoðun og kallaði þær þess í stað miklar lygafréttir (e. very fake news). Einnig hefur aðalráðgjafi hans, Steve Bannon, kallað fjölmiðla stjórnarandstöðuna þar í landi. Snemma í febrúarmánuði birti The Washington Post frétt um að Mike Flynn, þáverandi öryggisráðgjafi Trumps, hefði átt samskipti við rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Var sú frétt byggð á upplýsingum nafnlausra heimildarmanna í bandarískum öryggisstofnunum. Fjölmargir aðrir lekar úr bandaríska stjórnkerfinu hafa borist fjölmiðlum. Hefur Trump sjálfur sagt að upplýsingarnar séu raunverulegar en fréttirnar falskar. Í síðustu viku var greint frá því að upplýsingafulltrúi Trumps, Sean Spicer, hefði fundað með tugum starfsmanna og skoðað síma þeirra og tölvur í því skyni að koma í veg fyrir meiri leka. Í viðtalinu við Fox and Friends sagðist Trump ósammála aðferð Spicers. „Sean Spicer er góð manneskja. Hann er góður maður. Ég hefði samt gert þetta á annan hátt. Ég hefði gert þetta maður á mann,“ sagði Trump og bætti við: „Sean vinnur á sinn hátt og það er í lagi mín vegna.“ Þá sagðist forsetinn vera kominn með ágæta mynd af því hverjir hefðu verið að leka upplýsingum í fjölmiðla. „Við höfum fólk úr öðrum framboðum. Við höfum fólk fyrri ríkisstjórna.“ Aðspurður um árangur ríkisstjórnarinnar enn sem komið er sagðist Trump ánægður. Þó hefði getað tekist betur að miðla upplýsingum til almennings. „Og það er kannski mér sjálfum að kenna,“ sagði Trump. Hann gaf sér einkunnina C fyrir samskipti, A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. Vísaði hann sérstaklega til innflytjendamála. „Við erum að ná þeim slæmu út. Slæma fólkinu, fólki í glæpagengjum, eiturlyfjabarónum og í sumum tilfellum morðingjum,“ sagði Trump. „Ég er miklu harðari á því að ná slæmu gaurunum út,“ sagði Trump og bar sig saman við fyrirrennara sinn, Barack Obama. „Hann einbeitti sér mun minna að því.“ Trump hélt ræðu frammi fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. Fréttablaðið var farið í prentun þegar sú ræða hófst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira